Joly skammar Norðmenn fyrir lítinn stuðning við Ísland 15. janúar 2010 10:45 Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skammar Norðmenn í blaðagrein í dag fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum í Icesave deilunni. Joly segir að Norðmenn beri sögulegar skyldur gagnvart Íslendingum og eigi að uppfylla þær.Í grein sinn, sem birt er í Morgenbladet, fer Joly í grófum dráttum yfir Icesave deiluna og þá þróun sem orðið hefur í málinu á allra síðustu vikum. „Ég hef við fleiri tækifæri undirstrikað að kröfur og aðferðir Breta og Hollendinga í málinu eru yfirdrifnar og ólöglegar," segir Joly og bætir því við að engin þjóð afsali sér 50% af landsframleiðslu sinni af fúsum og frjálsum vilja þegar afleiðingar eru skuldsetning til fleiri áratuga.„Það ætti að vera óhugsandi að ná þessari stöðu fram með þrýstingi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða með notkun á hryðjuverkalögum," segir Joly.Joly segir að Íslendingar beri hluta af ábyrgðinni í málinu. „Íslendingar neita ekki að taka á sig ábyrgðina en óska þess að gera það á skilmálum sem komi þjóðinni ekki á hnéin," segir Joly.Fram kemur í greininni að í ljósi alls þessa sé afstaða Norðmanna til Íslands óskiljanleg. Og afstaðan sé mistök bæði landfræðilega og pólitískt. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurslóðum þar sem það ráði yfir miklu hafsvæði og náttúruauðlindum. Landið sé því mikilvægur félagi fyrir Norðmenn.„Við skulum lána Íslandi án skilyrða," er lokasetningin í grein Evu Joly. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skammar Norðmenn í blaðagrein í dag fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum í Icesave deilunni. Joly segir að Norðmenn beri sögulegar skyldur gagnvart Íslendingum og eigi að uppfylla þær.Í grein sinn, sem birt er í Morgenbladet, fer Joly í grófum dráttum yfir Icesave deiluna og þá þróun sem orðið hefur í málinu á allra síðustu vikum. „Ég hef við fleiri tækifæri undirstrikað að kröfur og aðferðir Breta og Hollendinga í málinu eru yfirdrifnar og ólöglegar," segir Joly og bætir því við að engin þjóð afsali sér 50% af landsframleiðslu sinni af fúsum og frjálsum vilja þegar afleiðingar eru skuldsetning til fleiri áratuga.„Það ætti að vera óhugsandi að ná þessari stöðu fram með þrýstingi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða með notkun á hryðjuverkalögum," segir Joly.Joly segir að Íslendingar beri hluta af ábyrgðinni í málinu. „Íslendingar neita ekki að taka á sig ábyrgðina en óska þess að gera það á skilmálum sem komi þjóðinni ekki á hnéin," segir Joly.Fram kemur í greininni að í ljósi alls þessa sé afstaða Norðmanna til Íslands óskiljanleg. Og afstaðan sé mistök bæði landfræðilega og pólitískt. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurslóðum þar sem það ráði yfir miklu hafsvæði og náttúruauðlindum. Landið sé því mikilvægur félagi fyrir Norðmenn.„Við skulum lána Íslandi án skilyrða," er lokasetningin í grein Evu Joly.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira