Viðskipti innlent

Málning hf. kaupir Slippfélagið í Reykjavík hf.

Félag á vegum eigenda Málningar hf. hefur í dag keypt af Slippfélaginu í Reykjavík hf. allan rekstur þess.

Í tilkynningu segir að rekstur Slippfélagins samanstendur af framleiðslu og sölu á málningu og tengdum vörum.

Starfsemin verður áfram rekin að Dugguvogi 4 í Reykjavík líkt og undanfarin ár.

Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málningar hf. segir að kaupin hafi haft stuttan aðdragenda. Um sé að ræða kaup á rekstri Slippfélagsins utan umboðsins fyrir Hempel skipamálningu sem komin var út úr Slippfélaginu fyrir kaupin.

Balvin segir að þessi kaup muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Slippfélagsins og þá þjónustu sem er í boði fyrir viðskiptavini þess.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×