Fleiri fréttir Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda. 26.11.2009 13:53 Endurreisn hlutabréfamarkaðar lykilforsenda endurreisnar Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hélt í dag erindi um lífeyrissjóðina og uppbyggingu atvinnulífsins hjá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Þar sagði Vilhjálmur m.a. að endurreisn hlutabréfamarkaðarins væri ein af lykilforsendunum fyrir endurreisn atvinnulífsins til framtíðar. 26.11.2009 13:36 Kaup Föroya Banki á Verði endanlega í höfn Føroya Banki hefur fengið öll nauðsynleg leyfi eftirlitsaðila til kaupa á 51% hlut í tryggingafélaginu Vörður. Þar af leiðandi hefur verið gengið endanlega frá kaupunum í dag. 26.11.2009 12:59 Sala Toyota ekki umflúin vegna mikilla skulda Magnús Kristinsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu skilanefndar Landsbankans á Toyota umboðinu. Þar segir að salan hafi ekki verið umflúin vegna mikilla skulda félaga í eigu Magnúsar. 26.11.2009 12:48 Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. 26.11.2009 11:58 Eik Banki hefur sagt upp kauphallaraðild sinni Eik Banki P/F hefur sagt upp kauphallaraðild að íslenska markaðnum og viðskipti munu hér eftir fara fram í gegnum dótturfélag bankans í Danmörku, Eik Bank Danmark. 26.11.2009 11:49 Reykjavíkurborg boðar 5,8 milljarða lántöku Reykjavíkurborg er þessa dagana að leggja lokahönd á fjárhagsáætlun fyrir 2010, í þeirri áætlun er gert ráð fyrir lántökum allt að 5,8 milljarða kr. vegna framkvæmda ársins 2010. 26.11.2009 11:17 Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. 26.11.2009 11:09 Icelandair selur 20% hlut í Travel Service í Tékklandi Icelandair Group hf. gekk í gær frá sölu á um 20% hlut í tékkneska flugfélaginu Travel Service. Eftir viðskiptin á Icelandair Group um 30% hlut í Travel Service. Kaupandinn er Canaria Travel sem er eigu í sömu aðila og hafa verið meðeigendur Icelandair Group í Travel Service. 26.11.2009 10:25 E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut. 26.11.2009 10:19 Landsbankinn setur Toyota umboðið í sölumeðferð Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. hefur ákveðið að setja hlutabréf Toyota á Íslandi hf. í sölumeðferð en félagið flytur Toyota og Lexus-bíla inn til Íslands. Það er Nýi Landsbankinn (NBI) sem sér um söluna. 26.11.2009 09:35 Hver Íslendingur ver 42. 000 króna í jólainnkaup Gert er ráð fyrir að jólaverslunin verði óbreytt frá síðasta ári að magni til en vegna verðhækkana verði veltan 8% meiri í krónum talið. Hver Íslendingur mun að jafnaði verja 42.000 kr. til jólainnkaupa. 26.11.2009 09:25 Forstjóri Byrs tekur leyfi Ragnar Z Guðjónsson hefur ákveðið að láta tímabundið af störfum sem sparisjóðsstjóri Byrs. Eins og kunnugt er fóru fulltrúar embættis sérstaks saksóknara inn í höfuðstöðvar Byrs og óskuðu eftir aðgangi að gögnum vegna rannsóknar á lánaveitingum Byrs til Exeter Holdings og tengdra fjármálagerninga. Þá var Ragnar kallaður til skýrslutöku. 26.11.2009 09:07 Ársverðbólgan mælist 8,6% Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember 2009 er 356,2 stig og hækkaði um 0,74% frá fyrra mánuði. Ársverðbólgan mælist því 8,6% en hún var 9,7% í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 335,7 stig og hækkaði hún um 0,96% frá október. 26.11.2009 09:06 Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara. 26.11.2009 08:59 Viðskiptum með krónur á aflandsmarkaði fækkar Frá nýliðnu sumri hefur þeim dögum fækkað sem ekki hefur verið lagt fram annað hvort kaup- eða sölutilboð. Breytingar á genginu hafa í kjölfarið orðið minni og sömuleiðis hefur verðbilið dregist saman. 26.11.2009 08:32 Ríkissjóður með 200 milljarða kröfu í Sparisjóðabankann Slitastjórn Sparisjóðabankans hefur að svo stöddu hafnað 200 milljarða kr. kröfu ríkissjóðs í þrotabú bankans. Krafa ríkissjóðs er tilkomin vegna svokallaðra „ástarbréfa" eða endurhverfra viðskipta Sparisjóðabankans við Seðlabankann en bankinn var hvað stórtækastur í þeim viðskiptum af öllum íslensku bönkunum fyrir hrun. 26.11.2009 08:26 Brúttóhagnaður Bakkavarar 9 milljarðar á 3. ársfjórðungi Brúttóhagnaður (EBITDA) Bakkavarar jókst um 45% á þriðja ársfjórðungi og varð 9 milljarðar kr. samanborið við 6,2 milljarða kr. á sama ársfjórðungi 2008. 26.11.2009 08:10 Vill rifta sölunni á bréfum í Baugi Skiptastjóri Baugs hefur krafist riftunar á kaupum Baugs á eigin bréfum fyrir 15 milljarða króna í júlí 2008. Seljendur bréfanna voru eignarhaldsfélög í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og Hreins Loftssonar. 26.11.2009 07:36 Kröfum ríkisins í Sparisjóðabankann ekki hafnað Kröfur í þrotabú Sparisjóðabankans, áður Icebank, nema samtals 368 milljörðum króna. Þær eru 242 talsins. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Kröfur upp á 81 milljarð hafa verið samþykktar. 26.11.2009 05:00 Budget Travel lokar á Írlandi Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. 25.11.2009 20:59 Síminn ódýrastur Ný úttekt Póst og fjarskiptastofnunnar á verðskrám farsímafyrirtækjanna leiðir í ljós að ódýrast er að vera í áskrift hjá Símanum. 25.11.2009 19:15 Úrvalsvísitalan hækkar Bakkavör hækkaði í dag um 12,50 prósent eftir að hafa fallið talsvert í síðustu viku en Icelandair Group hf., lækkaði hinsvegar um 1,28 prósent. Úrvalsvísitalan (OMX16) hækkaði um 0,42 prósent og var 784,27 stig við lokun kauphallarinnar. 25.11.2009 17:06 Heildarvelta á skuldabréfamarkaði 3,5 milljarðir króna Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í dag nam 3,52 milljörðum króna. Þar af var 2,11 milljarður í óverðtryggðum ríkisbréfum en 1,4 milljarðar í verðtryggðum íbúðabréfum. 25.11.2009 16:56 Áætla að meira en helmingur af virði eigna endurheimtist Slitanefnd Frjáls fjárfestingarbankans áætlar að 50 til 65% endurheimtist af virði eigna bankans sem var tekinn til slita samkvæmt ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í júní þegar eigið fé hans var uppurið. Helstu þættir sem hafa áhrif á endurheimturnar eru þróun á fasteignamarkaði, gengi gjaldmiðla, hagvöxtur og atvinnu- og launaþróun, að fram kemur í tilkynningu. 25.11.2009 16:41 Gera ráð fyrir að 65% fáist upp í almennar kröfur í Frjálsa Slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans gerir ráð fyrir að hægt verði að greiða allt að 65% upp í almennar kröfur í bankann. 25.11.2009 15:06 Saga Capital lýkur sölu skuldabréfa fyrir Kópavogsbæ Saga Capital hefur lokið við sölu verðtryggðra skuldabréfa fyrir Kópavogsbæ í útboði til fagfjárfesta á innlendum verðbréfamarkaði. Seld voru skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna með 5% verðtryggðum vöxtum. 25.11.2009 14:31 FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen. 25.11.2009 14:07 Misskilningur hjá starfsmanni Danske Bank Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans segir að frétt á forsíðu Vísis um yfirfærslu gjaldeyris úr Danske Bank til Landsbanka er byggð á misskilningi. 25.11.2009 13:24 Finnur Sveinbjörnsson: 90 prósent lítilla fyrirtækja í góðu lagi Níutíu prósent lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Arion banka eru í góðu lagi. Þetta kom fram í máli Finns Sveinbjörnssonar, forstjóra Arion á hádegisverðarfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn var á Grand Hótel í dag. 25.11.2009 13:18 Greining gagnrýnir hringlandahátt Seðlabankans „Væri ekki úr vegi að bankinn útskýrði betur slík frávik frá yfirlýstri stefnu sinni, þar sem slíkar fyrirvaralausar og óútskýrðar breytingar á framkvæmd peningastefnunnar eru ekki til þess fallnar að auka gagnsæi peningastefnunnar eða trúverðugleika bankans." 25.11.2009 13:13 Dregið á hluta norrænu lánanna fyrir jól Seðlabankinn stefnir að því að draga á hluta þeirra lánalína sem nú hafa opnast frá Norðurlöndunum fyrir jól. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Grand Hótel í dag. 25.11.2009 12:36 Allur tekjuskattur 150.000 einstaklinga í vaxtagreiðslur Allur tekjuskattur ríflega hundrað og fimmtíu þúsund landsmanna á næsta ári mun að öllum líkindum jafngilda því sem ríkissjóður þarf að greiða í vexti af lánum, þótt ekki sé byrjað að greiða af Icesave. 25.11.2009 12:32 Skattabyrðin jókst mest á Íslandi af OECD ríkjum 1995-2007 Á síðustu árum hefur hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi verið töluvert yfir meðaltalinu í öðrum ríkjum OECD enda jókst skattbyrðin meira hér á landi en í nokkru öðru ríki á tímabilinu 1995 til 2007, eða úr 31,2% í 40,9%. 25.11.2009 12:15 Danske Bank neitar að millifæra fé til Landsbankans Sigurður Jónsson þriggja barna fjölskyldufaðir lenti í því nýlega að geta ekki fengið lítilisháttar séreignasparnað sinn og konu sinnar millifærðan frá Danmörku inn á reikning sinn í Landsbankanum. Danske Bank neitaði að millifæra upphæðina og fékk Sigurður þau skilaboð frá starfsmanni Danske Bank að slíkt væri algerlega óheimilt þar sem Landsbankinn ætti í hlut. 25.11.2009 11:06 ÍLS heldur óbreyttum vöxtum á yfirteknum skuldabréfum Stjórn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) hefur nú samþykkt að réttur til að breyta vöxtum skuldabréfa sem sjóðurinn hefur keypt eða yfirtekið af öðrum fjármálastofnunum skuli ekki nýttur í fyrsta sinn sem slíkur réttur myndast. 25.11.2009 10:52 Samkomulag um áframhaldandi rekstur Fosshótels Baron Nýlega var undirritaður samningur milli Fosshótela ehf. og Neskjara ehf. um áframhaldandi samstarf aðila. Ágreiningur sá er upp kom aðila í millum hefur þar með verið leystur. 25.11.2009 10:35 Aðsgerðaráætlun um Einfaldara Ísland siglir í strand Haustið 2006 samþykkti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaáætlun um „Einfaldara Ísland" og í kjölfarið var skipaður samráðshópur ráðuneyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins sem var forsætisráðherra til aðstoðar við að framfylgja henni. Þessari áætlun hefur verið siglt í strand að mati Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) og í staðinn kominn þveröfug stefna hjá núverandi ríkisstjórn. 25.11.2009 10:09 Gengishagnaður léttir undir rekstur French Connection Breska verslunarkeðjan Franch Connection hagnaðist töluvert á gengismun punds og dollars keðjunni í hag á þriggja mánaða tímabili fram til loka október. Velta keðjunnar jókst um 8% á tímabilinu miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan. 25.11.2009 09:52 Dráttarvextir lækka um eitt prósentustig Dráttarvextir lækka og fara úr 19% niður í 18% fyrir tímabilið 1. desember til 31. desember 2009. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu Seðlabankans um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. 25.11.2009 09:25 Þjónustujöfnuður jákvæður um 20,8 milljarða Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi var samkvæmt bráðabirgðatölum 92,3 milljarðar kr. en innflutningur á þjónustu 71,5 milljarðar kr.. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 20,8 milljarða króna. 25.11.2009 09:03 Statoil vill bora eftir olíu við Grænland Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára. 25.11.2009 08:50 Nasdaq boðar afskráningu deCODE Nasdaq kauphöllin í New York hefur tilkynnt deCODE um að hlutabréf félagsins verði afskráð af markaði Nasdaq. Mun það verða gert þann 30. nóvember n.k. 25.11.2009 08:11 Segist ekki hafa vitað um fyrri eigendur stofnfjárbréfa í Byr Fyrrum stjórnarmaður Exeter Holdings, sem sætir rannsókn sérstaks saksóknara, Ágúst Sindri Karlsson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að honum hafi ekki verið kunnugt um fyrri eigendur stofnfjárbréfa í BYR. 24.11.2009 19:41 Fyrsta dómsmálið vegna neyðarlaganna þingfest í héraði Þýski bankinn DekaBank hyggst höfða skaðabótamál á á hendur íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna og er þegar komið til meðferðar hjá íslenskum dómstólum samkvæmt seinni fréttum RÚV í kvöld. 24.11.2009 23:14 Sjá næstu 50 fréttir
Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda. 26.11.2009 13:53
Endurreisn hlutabréfamarkaðar lykilforsenda endurreisnar Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hélt í dag erindi um lífeyrissjóðina og uppbyggingu atvinnulífsins hjá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Þar sagði Vilhjálmur m.a. að endurreisn hlutabréfamarkaðarins væri ein af lykilforsendunum fyrir endurreisn atvinnulífsins til framtíðar. 26.11.2009 13:36
Kaup Föroya Banki á Verði endanlega í höfn Føroya Banki hefur fengið öll nauðsynleg leyfi eftirlitsaðila til kaupa á 51% hlut í tryggingafélaginu Vörður. Þar af leiðandi hefur verið gengið endanlega frá kaupunum í dag. 26.11.2009 12:59
Sala Toyota ekki umflúin vegna mikilla skulda Magnús Kristinsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu skilanefndar Landsbankans á Toyota umboðinu. Þar segir að salan hafi ekki verið umflúin vegna mikilla skulda félaga í eigu Magnúsar. 26.11.2009 12:48
Skuldatryggingarálag ríkja í Evrópu hefur hækkað undanfarið Almennt hefur skuldatryggingaálag ríkja Evrópu verið að hækka í október og nóvember og endurspeglar það aukna áhættufælni almennt. Skuldatryggingaálag Íslands hefur fylgt þessari þróun. Var álagið til fimm ára 338 punktar í upphafi þessa tímabils en stendur nú í 388 punktum. 26.11.2009 11:58
Eik Banki hefur sagt upp kauphallaraðild sinni Eik Banki P/F hefur sagt upp kauphallaraðild að íslenska markaðnum og viðskipti munu hér eftir fara fram í gegnum dótturfélag bankans í Danmörku, Eik Bank Danmark. 26.11.2009 11:49
Reykjavíkurborg boðar 5,8 milljarða lántöku Reykjavíkurborg er þessa dagana að leggja lokahönd á fjárhagsáætlun fyrir 2010, í þeirri áætlun er gert ráð fyrir lántökum allt að 5,8 milljarða kr. vegna framkvæmda ársins 2010. 26.11.2009 11:17
Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. 26.11.2009 11:09
Icelandair selur 20% hlut í Travel Service í Tékklandi Icelandair Group hf. gekk í gær frá sölu á um 20% hlut í tékkneska flugfélaginu Travel Service. Eftir viðskiptin á Icelandair Group um 30% hlut í Travel Service. Kaupandinn er Canaria Travel sem er eigu í sömu aðila og hafa verið meðeigendur Icelandair Group í Travel Service. 26.11.2009 10:25
E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut. 26.11.2009 10:19
Landsbankinn setur Toyota umboðið í sölumeðferð Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. hefur ákveðið að setja hlutabréf Toyota á Íslandi hf. í sölumeðferð en félagið flytur Toyota og Lexus-bíla inn til Íslands. Það er Nýi Landsbankinn (NBI) sem sér um söluna. 26.11.2009 09:35
Hver Íslendingur ver 42. 000 króna í jólainnkaup Gert er ráð fyrir að jólaverslunin verði óbreytt frá síðasta ári að magni til en vegna verðhækkana verði veltan 8% meiri í krónum talið. Hver Íslendingur mun að jafnaði verja 42.000 kr. til jólainnkaupa. 26.11.2009 09:25
Forstjóri Byrs tekur leyfi Ragnar Z Guðjónsson hefur ákveðið að láta tímabundið af störfum sem sparisjóðsstjóri Byrs. Eins og kunnugt er fóru fulltrúar embættis sérstaks saksóknara inn í höfuðstöðvar Byrs og óskuðu eftir aðgangi að gögnum vegna rannsóknar á lánaveitingum Byrs til Exeter Holdings og tengdra fjármálagerninga. Þá var Ragnar kallaður til skýrslutöku. 26.11.2009 09:07
Ársverðbólgan mælist 8,6% Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember 2009 er 356,2 stig og hækkaði um 0,74% frá fyrra mánuði. Ársverðbólgan mælist því 8,6% en hún var 9,7% í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 335,7 stig og hækkaði hún um 0,96% frá október. 26.11.2009 09:06
Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara. 26.11.2009 08:59
Viðskiptum með krónur á aflandsmarkaði fækkar Frá nýliðnu sumri hefur þeim dögum fækkað sem ekki hefur verið lagt fram annað hvort kaup- eða sölutilboð. Breytingar á genginu hafa í kjölfarið orðið minni og sömuleiðis hefur verðbilið dregist saman. 26.11.2009 08:32
Ríkissjóður með 200 milljarða kröfu í Sparisjóðabankann Slitastjórn Sparisjóðabankans hefur að svo stöddu hafnað 200 milljarða kr. kröfu ríkissjóðs í þrotabú bankans. Krafa ríkissjóðs er tilkomin vegna svokallaðra „ástarbréfa" eða endurhverfra viðskipta Sparisjóðabankans við Seðlabankann en bankinn var hvað stórtækastur í þeim viðskiptum af öllum íslensku bönkunum fyrir hrun. 26.11.2009 08:26
Brúttóhagnaður Bakkavarar 9 milljarðar á 3. ársfjórðungi Brúttóhagnaður (EBITDA) Bakkavarar jókst um 45% á þriðja ársfjórðungi og varð 9 milljarðar kr. samanborið við 6,2 milljarða kr. á sama ársfjórðungi 2008. 26.11.2009 08:10
Vill rifta sölunni á bréfum í Baugi Skiptastjóri Baugs hefur krafist riftunar á kaupum Baugs á eigin bréfum fyrir 15 milljarða króna í júlí 2008. Seljendur bréfanna voru eignarhaldsfélög í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og Hreins Loftssonar. 26.11.2009 07:36
Kröfum ríkisins í Sparisjóðabankann ekki hafnað Kröfur í þrotabú Sparisjóðabankans, áður Icebank, nema samtals 368 milljörðum króna. Þær eru 242 talsins. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Kröfur upp á 81 milljarð hafa verið samþykktar. 26.11.2009 05:00
Budget Travel lokar á Írlandi Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. 25.11.2009 20:59
Síminn ódýrastur Ný úttekt Póst og fjarskiptastofnunnar á verðskrám farsímafyrirtækjanna leiðir í ljós að ódýrast er að vera í áskrift hjá Símanum. 25.11.2009 19:15
Úrvalsvísitalan hækkar Bakkavör hækkaði í dag um 12,50 prósent eftir að hafa fallið talsvert í síðustu viku en Icelandair Group hf., lækkaði hinsvegar um 1,28 prósent. Úrvalsvísitalan (OMX16) hækkaði um 0,42 prósent og var 784,27 stig við lokun kauphallarinnar. 25.11.2009 17:06
Heildarvelta á skuldabréfamarkaði 3,5 milljarðir króna Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í dag nam 3,52 milljörðum króna. Þar af var 2,11 milljarður í óverðtryggðum ríkisbréfum en 1,4 milljarðar í verðtryggðum íbúðabréfum. 25.11.2009 16:56
Áætla að meira en helmingur af virði eigna endurheimtist Slitanefnd Frjáls fjárfestingarbankans áætlar að 50 til 65% endurheimtist af virði eigna bankans sem var tekinn til slita samkvæmt ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í júní þegar eigið fé hans var uppurið. Helstu þættir sem hafa áhrif á endurheimturnar eru þróun á fasteignamarkaði, gengi gjaldmiðla, hagvöxtur og atvinnu- og launaþróun, að fram kemur í tilkynningu. 25.11.2009 16:41
Gera ráð fyrir að 65% fáist upp í almennar kröfur í Frjálsa Slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans gerir ráð fyrir að hægt verði að greiða allt að 65% upp í almennar kröfur í bankann. 25.11.2009 15:06
Saga Capital lýkur sölu skuldabréfa fyrir Kópavogsbæ Saga Capital hefur lokið við sölu verðtryggðra skuldabréfa fyrir Kópavogsbæ í útboði til fagfjárfesta á innlendum verðbréfamarkaði. Seld voru skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna með 5% verðtryggðum vöxtum. 25.11.2009 14:31
FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen. 25.11.2009 14:07
Misskilningur hjá starfsmanni Danske Bank Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans segir að frétt á forsíðu Vísis um yfirfærslu gjaldeyris úr Danske Bank til Landsbanka er byggð á misskilningi. 25.11.2009 13:24
Finnur Sveinbjörnsson: 90 prósent lítilla fyrirtækja í góðu lagi Níutíu prósent lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Arion banka eru í góðu lagi. Þetta kom fram í máli Finns Sveinbjörnssonar, forstjóra Arion á hádegisverðarfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn var á Grand Hótel í dag. 25.11.2009 13:18
Greining gagnrýnir hringlandahátt Seðlabankans „Væri ekki úr vegi að bankinn útskýrði betur slík frávik frá yfirlýstri stefnu sinni, þar sem slíkar fyrirvaralausar og óútskýrðar breytingar á framkvæmd peningastefnunnar eru ekki til þess fallnar að auka gagnsæi peningastefnunnar eða trúverðugleika bankans." 25.11.2009 13:13
Dregið á hluta norrænu lánanna fyrir jól Seðlabankinn stefnir að því að draga á hluta þeirra lánalína sem nú hafa opnast frá Norðurlöndunum fyrir jól. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Grand Hótel í dag. 25.11.2009 12:36
Allur tekjuskattur 150.000 einstaklinga í vaxtagreiðslur Allur tekjuskattur ríflega hundrað og fimmtíu þúsund landsmanna á næsta ári mun að öllum líkindum jafngilda því sem ríkissjóður þarf að greiða í vexti af lánum, þótt ekki sé byrjað að greiða af Icesave. 25.11.2009 12:32
Skattabyrðin jókst mest á Íslandi af OECD ríkjum 1995-2007 Á síðustu árum hefur hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi verið töluvert yfir meðaltalinu í öðrum ríkjum OECD enda jókst skattbyrðin meira hér á landi en í nokkru öðru ríki á tímabilinu 1995 til 2007, eða úr 31,2% í 40,9%. 25.11.2009 12:15
Danske Bank neitar að millifæra fé til Landsbankans Sigurður Jónsson þriggja barna fjölskyldufaðir lenti í því nýlega að geta ekki fengið lítilisháttar séreignasparnað sinn og konu sinnar millifærðan frá Danmörku inn á reikning sinn í Landsbankanum. Danske Bank neitaði að millifæra upphæðina og fékk Sigurður þau skilaboð frá starfsmanni Danske Bank að slíkt væri algerlega óheimilt þar sem Landsbankinn ætti í hlut. 25.11.2009 11:06
ÍLS heldur óbreyttum vöxtum á yfirteknum skuldabréfum Stjórn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) hefur nú samþykkt að réttur til að breyta vöxtum skuldabréfa sem sjóðurinn hefur keypt eða yfirtekið af öðrum fjármálastofnunum skuli ekki nýttur í fyrsta sinn sem slíkur réttur myndast. 25.11.2009 10:52
Samkomulag um áframhaldandi rekstur Fosshótels Baron Nýlega var undirritaður samningur milli Fosshótela ehf. og Neskjara ehf. um áframhaldandi samstarf aðila. Ágreiningur sá er upp kom aðila í millum hefur þar með verið leystur. 25.11.2009 10:35
Aðsgerðaráætlun um Einfaldara Ísland siglir í strand Haustið 2006 samþykkti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaáætlun um „Einfaldara Ísland" og í kjölfarið var skipaður samráðshópur ráðuneyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins sem var forsætisráðherra til aðstoðar við að framfylgja henni. Þessari áætlun hefur verið siglt í strand að mati Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) og í staðinn kominn þveröfug stefna hjá núverandi ríkisstjórn. 25.11.2009 10:09
Gengishagnaður léttir undir rekstur French Connection Breska verslunarkeðjan Franch Connection hagnaðist töluvert á gengismun punds og dollars keðjunni í hag á þriggja mánaða tímabili fram til loka október. Velta keðjunnar jókst um 8% á tímabilinu miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan. 25.11.2009 09:52
Dráttarvextir lækka um eitt prósentustig Dráttarvextir lækka og fara úr 19% niður í 18% fyrir tímabilið 1. desember til 31. desember 2009. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu Seðlabankans um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. 25.11.2009 09:25
Þjónustujöfnuður jákvæður um 20,8 milljarða Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi var samkvæmt bráðabirgðatölum 92,3 milljarðar kr. en innflutningur á þjónustu 71,5 milljarðar kr.. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 20,8 milljarða króna. 25.11.2009 09:03
Statoil vill bora eftir olíu við Grænland Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára. 25.11.2009 08:50
Nasdaq boðar afskráningu deCODE Nasdaq kauphöllin í New York hefur tilkynnt deCODE um að hlutabréf félagsins verði afskráð af markaði Nasdaq. Mun það verða gert þann 30. nóvember n.k. 25.11.2009 08:11
Segist ekki hafa vitað um fyrri eigendur stofnfjárbréfa í Byr Fyrrum stjórnarmaður Exeter Holdings, sem sætir rannsókn sérstaks saksóknara, Ágúst Sindri Karlsson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að honum hafi ekki verið kunnugt um fyrri eigendur stofnfjárbréfa í BYR. 24.11.2009 19:41
Fyrsta dómsmálið vegna neyðarlaganna þingfest í héraði Þýski bankinn DekaBank hyggst höfða skaðabótamál á á hendur íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna og er þegar komið til meðferðar hjá íslenskum dómstólum samkvæmt seinni fréttum RÚV í kvöld. 24.11.2009 23:14