Fleiri fréttir Marel hækkaði um 5,2% í dag Marel var á mikilli siglingu í kauphöllinni og hækkaði um 5,2% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,9% og stendur í tæpum 809 stigum. 28.9.2009 15:45 Fimm stjörnu lúxus fyrir minna en 25.000 krónur Kreppan hefur gert það ódýrara að búa á lúxus-hótelum. Nú er hægt að leigja sér herbergi á fimm stjörnu hótelum fyrir minna en 25.000 kr. á nóttina í 26 borgum heimsins. 28.9.2009 14:11 Spáir 9% ársverðbólgu í október Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að neysluverð hækki um 0,5% í október næstkomandi og að ársverðbólgan mælist þá 9%. 28.9.2009 14:00 Findus í Bretlandi rís úr öskunni eftir Landsbankaskellinn Verksmiðja Findus í Newcastle er nú að rísa upp úr öskunni en reksturinn komst í þrot skömmu eftir áramótin þegar verksmiðjan brann og kostaði það 430 starfsmenn vinnu sína. Landsbankinn var aðalviðskiptabanki Findus í Bretlandi og þegar bankinn fór í þrot fylgdi Findus með í fallinu. 28.9.2009 13:00 Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. 28.9.2009 12:50 Um 22.000 fyrirtæki hafa ekki skilað ársreikningum Straumur Burðarás og Fáfnir eru meðal þeirra 22.000 fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum til ársreikningaskrár. Listi yfir fyrirtækin hefur verið birtur á vef ríkisskattstjóra. 28.9.2009 12:02 Verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi Þrátt fyrir talsverða hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) nú vegna útsöluloka og fjörkipps í húsnæðisliðnum er ljóst að verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi. Innlendur kostnaðarþrýstingur er lítill, gengi krónu hefur verið tiltölulega stöðugt undanfarna mánuði og sömu sögu má segja um hrávöruverð erlendis. 28.9.2009 11:55 Icelandair eykur áætlunarflug sitt um allt að 10% Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera stórátak í því að fjölga ferðamönnum til landsins. Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 flug á viku eða 23 flug daglega á háannatímanum. 28.9.2009 10:47 Glitnir var með svipaða lánastefnu og Kaupþing Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að Glitnir hafi haft svipaða lánastefnu og Kaupþing, það er lán til skyldra aðila og eigenda bankans. 28.9.2009 10:31 Deutsche Bank: Ísland í betri stöðu en Írland Sérfræðingar Deusche Bank telja að Ísland sé í betri stöðu en Írland til að ná sér út úr kreppunni. Þetta kemur fram í minnisblaði frá bankanum sem ber yfirskriftina: "Írland v Ísland: Er munurinn í rauninni aðeins eitt orð?" 28.9.2009 10:16 Niðursveiflan í Litháen hefur náð hámarki Niðursveiflan í Litháen, sem er sú dýpsta innan Evrópusambandslandanna, er líklega að ná hámarki og má búast við því að hagvöxtur verði á næsta ári, haldi eftirspurn áfram að aukast. 28.9.2009 10:00 Gömul sjónvörp eru tuga milljóna virði Talið er að gömul sjónvörp frá millistríðsárinum muni fara á tugi milljóna kr. á uppboði sem haldið verður í þessari viku. Það er uppboðshaldarinn Bonhams sem stendur fyrir uppboðinu. 28.9.2009 09:45 Lánakjörin batna hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur náð samkomulagi við lánadrottna sína um betri kjör á lánum til endurfjármögnunnar félagsins. Tilkynnt var um endurfjármögnunina þann 9. júní en hún fólst í bæði auknum lántökum og hlutafjáraukningu. 28.9.2009 09:20 Ársverðbólgan nær óbreytt í 10,8% Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2009 er 349,6 stig og hækkaði um 0,78% frá fyrra mánuði. Þetta samsvarar því að ársverðbólgan mælist nú 10,8% en hún mældist 10,9% í ágúst. 28.9.2009 09:03 Segir tilboð Íslandsbanka til skuldara vera hlægilegt Marínó G. Njálsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna segir að tilboð Íslandsbanka til skuldara í vanda sé hlægilegt. Þetta kemur fram á bloggsíðu Marínós. 28.9.2009 08:57 Lognið heldur áfram á fasteignamarkaðinum 45 kaupsamningum var þinglýst vikuna 18 til 24. september á höfuðborgarsvæðinu sem er litlu meira en meðaltal undangenginna tólf vikna. Þá var velta tæpir 1,2 milljarðar kr. sem er svipað og meðaltal síðustu tólf vikna þar á undan. 28.9.2009 07:56 Danir loka bensíndælunum Sífellt fleiri ökumenn í Danmörku stinga af án þess að greiða reikninginn þegar þeir taka bensín. Nú finnst stjórnendum olíufélaganna nóg komið, eftir því sem fram kemur á JyskeVestkysten. 27.9.2009 19:43 Brown vill lög til að koma í veg fyrir launabónusa Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. 27.9.2009 10:46 Hlutafjáraukning Existu er kolólögleg að mati lögfræðinga Hlutafjáraukning Existu þar sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir tryggðu sér meirihluta í félaginu er kolólögleg að mati sérfræðinga sem fréttastofa leitaði álits hjá. Engar aðgerðir eru útilokaðar af hálfu stærstu lífeyrissjóða landsins vegna málefna Existu. 26.9.2009 18:43 AGS býst við hraðari bata í alþjóða hagkerfinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að efnahagsbatinn í alþjóðahagkerfinu verði hraðari en áður var búist við. 26.9.2009 10:21 Þolinmæði kröfuhafa Exista þrotin „Þegar Exista seldi Bakkavör tók steininn úr. Þá þvarr allt traust og við hjá bankanum misstum endanlega þolinmæðina,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. 26.9.2009 06:00 Eignastýringafélag kaupir rúm fimm prósent í Marel Sjóðir á vegum Columbia Wanger Asset Management hafa fest kaup á samtals tæplega 32,2 milljónum hluta í Marel Food Systems hf. sem jafngildir 5,2% eignarhlut. Viðskiptin fara fram á genginu 59,0. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel. 25.9.2009 21:28 Nýja Kaupþing kærir forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara Nýi Kaupþing banki hefur kært forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009 samkvæmt tilkynningu frá bankanum. 25.9.2009 17:27 HB Grandi hækkaði um 2,2% HB Grandi hækkaði um 2,2% í kauphöllinni í dag í viðskiptum upp á 4,6 milljónir kr. Marel hækkaði einnig eða um 0,5%. 25.9.2009 16:04 Landsbankamenn hanna leiki fyrir Apple iPhone og iPod Fyrrum starfsmenn Landsbankans, sem unnu á vefhönnunardeild bankans, vinna nú við að hanna tölvuleiki fyrir Apple iPhone og iPod. Þeir hafa stofnað sitt eigið fyrirtæki utan um þessa starfsemi, Dexoris, og eru þegar með einn leik á markaðinum sem ber nafnið Peter und Vlad. 25.9.2009 15:34 Auðugustu Norðmennirnir tapa 2.100 milljörðum Sameiginlegt tap 400 auðugustu Norðmannana á síðusta ári nemur tæplega 100 milljörðum norskra kr. eða um 2.100 milljörðum kr. Ef litið er á þá 10 sem skipa toppinn á listanum yfir auðugustu menn Noregs er tap þeirra samtals 27 milljarðar norskra kr. eða rúmlega fjórðungur af heildartapi þessa fólks. 25.9.2009 14:24 Hæstiréttur felldi niður heimild stjórnar Soffaníasar Cecilssonar Hæstiréttur felldi í gær úr gildi heimild stjórnar Soffaníasar Cecilssonar á Grundarfirði, til að veita framkvæmdastjóra félagsins umboð til fjárfestinga. 25.9.2009 12:58 Evrubréf ríkissjóðs hafa hækkað um helming í verði Stærsti skuldabréfaflokkur ríkissjóðs sem útgefinn er í evrum hefur hækkað í verði á erlendum mörkuðum um helming (50%) frá byrjun marsmánaðar. Fyrir sjö mánuðum síðan fengust rúmlega 60 cent fyrir hverja evru nafnverðs þessara bréfa en í gær voru verðtilboð í þau nálægt 90 centum á evru nafnverðs. 25.9.2009 12:20 Líkir innistæðubréfum SÍ við urðun kjötfjallsins fyrr á tíð Greining Kaupþings segir að markmið Seðlabankans (SÍ) með endurvakningu á útgáfu innistæðubréfa sé að hækka verð á peningum, þ.e. að hækka innlánsvexti í bankakerfinu, rétt eins og urðun kjötfjallsins á sínum tíma var ætluð til að halda uppi verði á kjöti með því að draga úr umfram framboði á þeirri vöru. 25.9.2009 12:08 Hræðsla bankamanna lamar bankakerfið Ákvörðunarfælni bankastarfsmanna og minnkandi lánsfjáreftirspurn skýrir að mestu leyti af hverju peningar safnast nú fyrir inni í viðskiptabönkunum. Þetta er mat seðlabankastjóra. Hann segir að hræðsla bankamanna við að taka ranga ákvörðun hafi lamandi áhrif á bankakerfið. 25.9.2009 12:04 FME ætlar að koma á fót eigin víkingasveit Fjármálaeftirlitið (FME) ætlar að koma á fót eigin víkingasveit til að koma í veg fyrir annað bankahrun ef marka má orð Gunnars Andersen forstjóra FME í samtali við endurskoðendavefinn Complinet. 25.9.2009 11:32 ,,Armageddon" ef bandarískar skuldir hætta að seljast Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. 25.9.2009 11:09 Áfangastaðir Iceland Express aldrei verið fleiri Iceland Express ætlar að hefja flug til Lúxemborgar næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku frá og með 1. júni, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 22 og hafa aldrei verið fleiri. Nýverið hefur félagið tilkynnt um áætlunarflug til Mílanó á Ítalíu og Birmingham í Bretlandi. 25.9.2009 10:13 Fyrstu hópuppsagnir í sögu Jarðborana Þar sem ljóst er að mannaflaþörf Jarðborana hf. minnkar til muna á næstunni eru uppsagnir um 30 starfsmanna óhjákvæmilegar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem gripið er til hópuppsagna. 25.9.2009 10:02 Forstjóri Atorku lætur af störfum Magnús Jónsson hefur í dag látið af störfum sem forstjóri Atorku Group hf. í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. 25.9.2009 09:54 Ísland með fjórðu hæstu vexti í heimi Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman uplýsingar yfir stýrivexti í fjölmörgum löndum heims og sést þar að þótt vextir séu vissulega háir á Íslandi eru til lönd þar sem vextir eru enn hærri. Ísland er raunar með fjórðu hæstu stýrivexti í heiminum. 25.9.2009 09:28 Óttast að danskir „gulldrengir“ hafi komið auðæfum undan Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. 25.9.2009 08:35 Byr tekur yfir viðbótalífeyrissparnað Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki fyrir því að Byr sparisjóður verði vörsluaðili viðbótarlífeyrissparnaðar fyrrum viðskiptavina SPRON og nb.is. Færist sparnaðurinn sjálfkrafa til Byrs, þeim að kostnaðarlausu, hálfum mánuði eftir að þeim berst kynningarbréf þess efnis. 24.9.2009 17:01 Fjórir af hverjum tíu auðmönnum hagnast í kreppunni Samkvæmt nýrri könnunun hafa fjórir af hverjum tíu auðmönnum í heiminum hagnast á kreppunni undanfarið ár. Svo virðist sem útlitið sé bjart hjá þessum hluta heimsbúa því átta af hverjum tíu auðmanna búast við að hagnast á næsta ári. 24.9.2009 17:00 Jákvæður dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan OMX16 endaði í plús 0,4% í dag og stendur í 808 stigum. 24.9.2009 15:35 AGS fundaði um efnahagsmál ríkis- og sveitarfélaga Nefnd frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) átti í vikunni fund í samgönguráðuneytinu með fulltrúum samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál. 24.9.2009 15:13 Tæp 80% aukning í sölu á vatni Jóns Þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar um heim allan hefur sala á Icelandic Glacial vatninu, sem framleitt er af Icelandic Water Holdings, aukist mikið frá því ný verksmiðja félagsins var tekin í gagnið fyrir um ári síðan. 24.9.2009 14:54 SA tryggingar hf. yfirtaka Sjóvá Fjármálaeftirlitið (FME) hefur heimilað yfirfærslu vátryggingastofna Sjóvár Almennra trygginga hf. til SA trygginga hf. að fengnu starfsleyfi þess félags, dags. 21. september 2009. 24.9.2009 14:52 Óvíst hvort Jón Ásgeir haldi söluverði íbúðar í Khöfn Vefsíðan business.dk greinir frá því í dag að lúxusíbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Kaupmannahöfn hafi verið seld en að óvíst sé hvort Jón Ásgeir fái að halda söluverðinu. Fréttastofa hefur áður greint frá þessari íbúð og sagt hana vera bitbein milli þrotabús Baugs í Danmörku og Gaums eignarhaldsfélags Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. 24.9.2009 14:43 Fréttaskýring: Norðmenn á undan okkur við Jan Mayen Allar líkur eru nú á því að Norðmenn verði á undan Íslendingum að hefja olíuleit og vinnslu á Jan Mayen hryggnum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðaráðherra segir að áhugi Norðmanna á olíuleit við Jan Mayen styrki Drekasvæðið. Liggur þar til grundvallar að Íslendingar eiga rétt á 25% á þeirri olíu sem finnst Noregsmegin við línuna á Drekasvæðinu og öfugt, Norðmenn eiga rétt á 25% af því sem finnst á Drekasvæðinu sjálfu. 24.9.2009 14:14 Sjá næstu 50 fréttir
Marel hækkaði um 5,2% í dag Marel var á mikilli siglingu í kauphöllinni og hækkaði um 5,2% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,9% og stendur í tæpum 809 stigum. 28.9.2009 15:45
Fimm stjörnu lúxus fyrir minna en 25.000 krónur Kreppan hefur gert það ódýrara að búa á lúxus-hótelum. Nú er hægt að leigja sér herbergi á fimm stjörnu hótelum fyrir minna en 25.000 kr. á nóttina í 26 borgum heimsins. 28.9.2009 14:11
Spáir 9% ársverðbólgu í október Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að neysluverð hækki um 0,5% í október næstkomandi og að ársverðbólgan mælist þá 9%. 28.9.2009 14:00
Findus í Bretlandi rís úr öskunni eftir Landsbankaskellinn Verksmiðja Findus í Newcastle er nú að rísa upp úr öskunni en reksturinn komst í þrot skömmu eftir áramótin þegar verksmiðjan brann og kostaði það 430 starfsmenn vinnu sína. Landsbankinn var aðalviðskiptabanki Findus í Bretlandi og þegar bankinn fór í þrot fylgdi Findus með í fallinu. 28.9.2009 13:00
Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. 28.9.2009 12:50
Um 22.000 fyrirtæki hafa ekki skilað ársreikningum Straumur Burðarás og Fáfnir eru meðal þeirra 22.000 fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum til ársreikningaskrár. Listi yfir fyrirtækin hefur verið birtur á vef ríkisskattstjóra. 28.9.2009 12:02
Verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi Þrátt fyrir talsverða hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) nú vegna útsöluloka og fjörkipps í húsnæðisliðnum er ljóst að verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi. Innlendur kostnaðarþrýstingur er lítill, gengi krónu hefur verið tiltölulega stöðugt undanfarna mánuði og sömu sögu má segja um hrávöruverð erlendis. 28.9.2009 11:55
Icelandair eykur áætlunarflug sitt um allt að 10% Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera stórátak í því að fjölga ferðamönnum til landsins. Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 flug á viku eða 23 flug daglega á háannatímanum. 28.9.2009 10:47
Glitnir var með svipaða lánastefnu og Kaupþing Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að Glitnir hafi haft svipaða lánastefnu og Kaupþing, það er lán til skyldra aðila og eigenda bankans. 28.9.2009 10:31
Deutsche Bank: Ísland í betri stöðu en Írland Sérfræðingar Deusche Bank telja að Ísland sé í betri stöðu en Írland til að ná sér út úr kreppunni. Þetta kemur fram í minnisblaði frá bankanum sem ber yfirskriftina: "Írland v Ísland: Er munurinn í rauninni aðeins eitt orð?" 28.9.2009 10:16
Niðursveiflan í Litháen hefur náð hámarki Niðursveiflan í Litháen, sem er sú dýpsta innan Evrópusambandslandanna, er líklega að ná hámarki og má búast við því að hagvöxtur verði á næsta ári, haldi eftirspurn áfram að aukast. 28.9.2009 10:00
Gömul sjónvörp eru tuga milljóna virði Talið er að gömul sjónvörp frá millistríðsárinum muni fara á tugi milljóna kr. á uppboði sem haldið verður í þessari viku. Það er uppboðshaldarinn Bonhams sem stendur fyrir uppboðinu. 28.9.2009 09:45
Lánakjörin batna hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur náð samkomulagi við lánadrottna sína um betri kjör á lánum til endurfjármögnunnar félagsins. Tilkynnt var um endurfjármögnunina þann 9. júní en hún fólst í bæði auknum lántökum og hlutafjáraukningu. 28.9.2009 09:20
Ársverðbólgan nær óbreytt í 10,8% Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2009 er 349,6 stig og hækkaði um 0,78% frá fyrra mánuði. Þetta samsvarar því að ársverðbólgan mælist nú 10,8% en hún mældist 10,9% í ágúst. 28.9.2009 09:03
Segir tilboð Íslandsbanka til skuldara vera hlægilegt Marínó G. Njálsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna segir að tilboð Íslandsbanka til skuldara í vanda sé hlægilegt. Þetta kemur fram á bloggsíðu Marínós. 28.9.2009 08:57
Lognið heldur áfram á fasteignamarkaðinum 45 kaupsamningum var þinglýst vikuna 18 til 24. september á höfuðborgarsvæðinu sem er litlu meira en meðaltal undangenginna tólf vikna. Þá var velta tæpir 1,2 milljarðar kr. sem er svipað og meðaltal síðustu tólf vikna þar á undan. 28.9.2009 07:56
Danir loka bensíndælunum Sífellt fleiri ökumenn í Danmörku stinga af án þess að greiða reikninginn þegar þeir taka bensín. Nú finnst stjórnendum olíufélaganna nóg komið, eftir því sem fram kemur á JyskeVestkysten. 27.9.2009 19:43
Brown vill lög til að koma í veg fyrir launabónusa Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. 27.9.2009 10:46
Hlutafjáraukning Existu er kolólögleg að mati lögfræðinga Hlutafjáraukning Existu þar sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir tryggðu sér meirihluta í félaginu er kolólögleg að mati sérfræðinga sem fréttastofa leitaði álits hjá. Engar aðgerðir eru útilokaðar af hálfu stærstu lífeyrissjóða landsins vegna málefna Existu. 26.9.2009 18:43
AGS býst við hraðari bata í alþjóða hagkerfinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að efnahagsbatinn í alþjóðahagkerfinu verði hraðari en áður var búist við. 26.9.2009 10:21
Þolinmæði kröfuhafa Exista þrotin „Þegar Exista seldi Bakkavör tók steininn úr. Þá þvarr allt traust og við hjá bankanum misstum endanlega þolinmæðina,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. 26.9.2009 06:00
Eignastýringafélag kaupir rúm fimm prósent í Marel Sjóðir á vegum Columbia Wanger Asset Management hafa fest kaup á samtals tæplega 32,2 milljónum hluta í Marel Food Systems hf. sem jafngildir 5,2% eignarhlut. Viðskiptin fara fram á genginu 59,0. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel. 25.9.2009 21:28
Nýja Kaupþing kærir forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara Nýi Kaupþing banki hefur kært forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009 samkvæmt tilkynningu frá bankanum. 25.9.2009 17:27
HB Grandi hækkaði um 2,2% HB Grandi hækkaði um 2,2% í kauphöllinni í dag í viðskiptum upp á 4,6 milljónir kr. Marel hækkaði einnig eða um 0,5%. 25.9.2009 16:04
Landsbankamenn hanna leiki fyrir Apple iPhone og iPod Fyrrum starfsmenn Landsbankans, sem unnu á vefhönnunardeild bankans, vinna nú við að hanna tölvuleiki fyrir Apple iPhone og iPod. Þeir hafa stofnað sitt eigið fyrirtæki utan um þessa starfsemi, Dexoris, og eru þegar með einn leik á markaðinum sem ber nafnið Peter und Vlad. 25.9.2009 15:34
Auðugustu Norðmennirnir tapa 2.100 milljörðum Sameiginlegt tap 400 auðugustu Norðmannana á síðusta ári nemur tæplega 100 milljörðum norskra kr. eða um 2.100 milljörðum kr. Ef litið er á þá 10 sem skipa toppinn á listanum yfir auðugustu menn Noregs er tap þeirra samtals 27 milljarðar norskra kr. eða rúmlega fjórðungur af heildartapi þessa fólks. 25.9.2009 14:24
Hæstiréttur felldi niður heimild stjórnar Soffaníasar Cecilssonar Hæstiréttur felldi í gær úr gildi heimild stjórnar Soffaníasar Cecilssonar á Grundarfirði, til að veita framkvæmdastjóra félagsins umboð til fjárfestinga. 25.9.2009 12:58
Evrubréf ríkissjóðs hafa hækkað um helming í verði Stærsti skuldabréfaflokkur ríkissjóðs sem útgefinn er í evrum hefur hækkað í verði á erlendum mörkuðum um helming (50%) frá byrjun marsmánaðar. Fyrir sjö mánuðum síðan fengust rúmlega 60 cent fyrir hverja evru nafnverðs þessara bréfa en í gær voru verðtilboð í þau nálægt 90 centum á evru nafnverðs. 25.9.2009 12:20
Líkir innistæðubréfum SÍ við urðun kjötfjallsins fyrr á tíð Greining Kaupþings segir að markmið Seðlabankans (SÍ) með endurvakningu á útgáfu innistæðubréfa sé að hækka verð á peningum, þ.e. að hækka innlánsvexti í bankakerfinu, rétt eins og urðun kjötfjallsins á sínum tíma var ætluð til að halda uppi verði á kjöti með því að draga úr umfram framboði á þeirri vöru. 25.9.2009 12:08
Hræðsla bankamanna lamar bankakerfið Ákvörðunarfælni bankastarfsmanna og minnkandi lánsfjáreftirspurn skýrir að mestu leyti af hverju peningar safnast nú fyrir inni í viðskiptabönkunum. Þetta er mat seðlabankastjóra. Hann segir að hræðsla bankamanna við að taka ranga ákvörðun hafi lamandi áhrif á bankakerfið. 25.9.2009 12:04
FME ætlar að koma á fót eigin víkingasveit Fjármálaeftirlitið (FME) ætlar að koma á fót eigin víkingasveit til að koma í veg fyrir annað bankahrun ef marka má orð Gunnars Andersen forstjóra FME í samtali við endurskoðendavefinn Complinet. 25.9.2009 11:32
,,Armageddon" ef bandarískar skuldir hætta að seljast Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. 25.9.2009 11:09
Áfangastaðir Iceland Express aldrei verið fleiri Iceland Express ætlar að hefja flug til Lúxemborgar næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku frá og með 1. júni, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 22 og hafa aldrei verið fleiri. Nýverið hefur félagið tilkynnt um áætlunarflug til Mílanó á Ítalíu og Birmingham í Bretlandi. 25.9.2009 10:13
Fyrstu hópuppsagnir í sögu Jarðborana Þar sem ljóst er að mannaflaþörf Jarðborana hf. minnkar til muna á næstunni eru uppsagnir um 30 starfsmanna óhjákvæmilegar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem gripið er til hópuppsagna. 25.9.2009 10:02
Forstjóri Atorku lætur af störfum Magnús Jónsson hefur í dag látið af störfum sem forstjóri Atorku Group hf. í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. 25.9.2009 09:54
Ísland með fjórðu hæstu vexti í heimi Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman uplýsingar yfir stýrivexti í fjölmörgum löndum heims og sést þar að þótt vextir séu vissulega háir á Íslandi eru til lönd þar sem vextir eru enn hærri. Ísland er raunar með fjórðu hæstu stýrivexti í heiminum. 25.9.2009 09:28
Óttast að danskir „gulldrengir“ hafi komið auðæfum undan Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. 25.9.2009 08:35
Byr tekur yfir viðbótalífeyrissparnað Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki fyrir því að Byr sparisjóður verði vörsluaðili viðbótarlífeyrissparnaðar fyrrum viðskiptavina SPRON og nb.is. Færist sparnaðurinn sjálfkrafa til Byrs, þeim að kostnaðarlausu, hálfum mánuði eftir að þeim berst kynningarbréf þess efnis. 24.9.2009 17:01
Fjórir af hverjum tíu auðmönnum hagnast í kreppunni Samkvæmt nýrri könnunun hafa fjórir af hverjum tíu auðmönnum í heiminum hagnast á kreppunni undanfarið ár. Svo virðist sem útlitið sé bjart hjá þessum hluta heimsbúa því átta af hverjum tíu auðmanna búast við að hagnast á næsta ári. 24.9.2009 17:00
Jákvæður dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan OMX16 endaði í plús 0,4% í dag og stendur í 808 stigum. 24.9.2009 15:35
AGS fundaði um efnahagsmál ríkis- og sveitarfélaga Nefnd frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) átti í vikunni fund í samgönguráðuneytinu með fulltrúum samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál. 24.9.2009 15:13
Tæp 80% aukning í sölu á vatni Jóns Þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar um heim allan hefur sala á Icelandic Glacial vatninu, sem framleitt er af Icelandic Water Holdings, aukist mikið frá því ný verksmiðja félagsins var tekin í gagnið fyrir um ári síðan. 24.9.2009 14:54
SA tryggingar hf. yfirtaka Sjóvá Fjármálaeftirlitið (FME) hefur heimilað yfirfærslu vátryggingastofna Sjóvár Almennra trygginga hf. til SA trygginga hf. að fengnu starfsleyfi þess félags, dags. 21. september 2009. 24.9.2009 14:52
Óvíst hvort Jón Ásgeir haldi söluverði íbúðar í Khöfn Vefsíðan business.dk greinir frá því í dag að lúxusíbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Kaupmannahöfn hafi verið seld en að óvíst sé hvort Jón Ásgeir fái að halda söluverðinu. Fréttastofa hefur áður greint frá þessari íbúð og sagt hana vera bitbein milli þrotabús Baugs í Danmörku og Gaums eignarhaldsfélags Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. 24.9.2009 14:43
Fréttaskýring: Norðmenn á undan okkur við Jan Mayen Allar líkur eru nú á því að Norðmenn verði á undan Íslendingum að hefja olíuleit og vinnslu á Jan Mayen hryggnum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðaráðherra segir að áhugi Norðmanna á olíuleit við Jan Mayen styrki Drekasvæðið. Liggur þar til grundvallar að Íslendingar eiga rétt á 25% á þeirri olíu sem finnst Noregsmegin við línuna á Drekasvæðinu og öfugt, Norðmenn eiga rétt á 25% af því sem finnst á Drekasvæðinu sjálfu. 24.9.2009 14:14