Viðskipti innlent

Spáir þriggja prósentustiga stýrivaxtalækkun í júní

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði lækkaðir um 3 prósentustig þann 4. júní þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tekur aftur ákvörðun um vaxtastigið. Færu vextirnir þá í 10%.

Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi deildarinnar þar sem fjallað er um stýrivaxtaákvörðun nefndarinnar frá því í gærmorgun.

Í fréttabréfinu segir að nefndin hafi augljóslega aukið tempóið í vaxtalækkunum sínum með þeirri 2,5 prósentustiga lækkun sem varð í gærmorgun.

Eins og fram kom í fréttum í gær boðaði peningastefnunefndin myndarlega stýrivaxtalækkun á næsta fundi sínum. Sú lækkun er þó m.a. háð því að gengi krónunnar haldist stöðugt og að árangur náist í sparnaði í ríkisútgjöldum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×