Viðskipti innlent

Athugasemd vegna fréttar um Storebrand

Talsmaður Arion safnreiknings vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd vegna fréttar af gengistapi Kaupþings í kauphöllinni í Osló í gær. Þar féllu hlutir í Storebrand um 11,5% í kjölfar lélegs uppgjör félagsins eftir fyrsta ársfjórðung.

Athugasemdin hljóðar svo: „Í fréttinni er fullyrt að eignir sem skráðar eru á Arion safnreikningi í hluthafaskrá Storebrand séu eign Arion Custody Services, dótturfélags Nýja Kaupþings. Arion á engar verðbréfaeignir en kemur fram fyrir hönd viðskiptavina innanlands og erlendis með því að skrá verðbréfaeign þeirra á Arion safnreikninga.

Arion hf. er eina vörslu- og uppgjörsfyrirtækið á Íslandi og er með fjöldann allan af fjármálafyrirtækjum í sinni þjónustu þar á meðal um 40 innlend fjármálafyrirtæki og 21 erlendan banka og því ekki hægt að leggja saman verðbréfaeign skráða á Kaupþing og Arion safnreikning þar sem Kaupþing er bara einn viðskiptavinur af mörgum hjá Arion."

P.S. Í framhaldinu af þessari athugasemd sendi Fréttastofa fyrirspurn til Arion um hvort fleiri en einn aðili stæðu að baki þessum 4,5% hlut í Storebrand hjá Arion. Svarið var: „Ég get hvorki neitað því né játað því ég hef ekki hugmynd um hversu margir eigendur eru að baki Storebrandeigninni hef í raun ekki skoðað það. Prinsippið með safnreikninga sem ég er að benda á er að þeir eru fyrir hönd viðskiptavina Arion en ekki eign fyrirtækisins og því ekki hægt að leggja hana saman við eign Kaupþings."

Sjálfa fréttina má sjá hér: https://www.visir.is/article/20090506/VIDSKIPTI07/379591077










Fleiri fréttir

Sjá meira


×