Fleiri fréttir Gengið lækkaði um tæpt prósent Gengi krónunnar lækkaði um tæpt prósent í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 2,5 prósentu stig. Stendur gengisvísitalan nú í 223 stigum. 7.5.2009 12:41 Evrópubankinn lækkar stýrivexti niður í 1% Stjórn Seðlabanka Evrópu (ECB) ákvað í dag að lækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig og niður í 1%. Er vextirnir þá orðnir þeir lægstu í sögu Evrópusambandsins. 7.5.2009 12:13 Nýja Kaupþing lækkar vexti um 2,5% til 4% Nýja Kaupþing lækkar, í kjölfar stýrivaxtalækkunarinnar í dag, innlánsvexti um 2,5% til 4% og útlánsvexti um 3% til 4% frá og með 11. maí. 7.5.2009 11:52 Atvinnuleysið nær hámarki á næsta ári Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki í 11% árið 2010 en fari svo lækkandi. Atvinnuleysi muni hins vegar lækka hægar en gert var ráð fyrir. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, þegar stýrivaxtalækkunin var rökstudd í morgun. 7.5.2009 11:42 Century Aluminium upp en Marel niður Ekkert lát er á hækkunum á gengi Century Aluminium í kauphöllinni en félagið hefur hækkað um tæp 5% í dag. Marel hefur aftur á móti lækkað um 6%. 7.5.2009 11:26 Boðar umfangsmikla lækkun stýrivaxta í júní „Verði gengisþróun krónunnar og aðgerðir í fjármálum hins opinbera eins og nú er gert ráð fyrir, væntir peningastefnunefndin þess að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní, enda verði þá komin til framkvæmda fleiri skref í efnahagsáætluninni. Eftir það gerir nefndin ráð fyrir hægari lækkun stýrivaxta." 7.5.2009 11:07 Icesaving hópurinn: Fá fund með sendiherra Gerard van Vliet, forsvarsmaður Icesaving Association í Hollandi, sem er hópur hlunnfarinna sparifjáreigenda, segir að hann hafi fengið bréf frá forsætisráðuneytinu í gær þar sem hópnum er boðið að hitta sendiherra Íslands gagnvart Hollandi um miðjan þennan mánuð auk þess sem van Vliet mun hitta forsvarsmenn í forsætisráðuneytinu þegar hann kemur hingað til lands í júní. Til stóð að leggja fram kæru hjá EFTA og Evrópusambandinu í gær yrði ekki brugðist við kröfum hópsins. 7.5.2009 10:47 Heimsmarkaðsverð á olíu í uppsveiflu Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert í þessari viku og er nú að nálgast 60 dollara á tunnuna. Norðursjávarolían er komin í 57,70 dollara tunnan og hefur hækkað um 1,5 dollara eða tæp 3% í dag. Fyrir síðustu helgi var verðið í kringum 50 dollara á tunnuna. 7.5.2009 10:47 Bandarískir bankar þurfa tugi milljarða dollara í viðbót Bandarískir bankar þurfa allt að 65 milljarða dollara í viðbót frá stjórnvöldum til að halda sér gangandi. Þetta er niðurstaða úr sérstöku álagsprófi sem framkvæmt var nýlega hjá 19 af stærstu bönkum Bandaríkjanna. 7.5.2009 10:25 Kreppan eykur eftirspurn eftir ljóshærðum fyrirsætum Fleiri umboðsskrifstofur fyrir fyrirsætur upplifa nú vaxandi eftirspurn eftir ljóshærðum fyrirsætum. Þetta er það sama og gerðist í kreppunni miklu í kringum 1930. 7.5.2009 10:03 Hefði viljað sjá meiri lækkun „Mér finnst Seðlabankinn gerast frekar djarfari en hitt miðað við það sem á undan er gengið. Ég fagna því þó ég hefði ekki haft á móti því að sjá enn stærri skref tekinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Bankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent. 7.5.2009 09:42 Mótmæli vegna Kaupþings við Downing Street 10 Mótmælendur munu safnast saman við Downing Street 10, bústað forsætisráðherra Bretlands í dag til að mótmæla 6,5 milljón punda tapi krabbameinssamtakanna Christie hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. 7.5.2009 09:24 Stýrivextir lækkaðir um 2,5 prósentustig Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent . 7.5.2009 08:59 Nokia gefur 100 hugmyndir Þeir eru gjafmildir hjá Nokia þessa dagana því nú stendur til að dusta rykið af einum 100 viðskiptahugmyndum sem fyrirtækið notaði ekki og gefa ýmsum minni, nýrri og verr staddari fyrirtækjum landsins þær - algjörlega án endurgjalds. 7.5.2009 08:28 JPMorgan seldi hlut Kaupþings í Sampo á 24 milljarða JPMorgan Chase bankinn hefur selt hlut Kaupþings í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo fyrir 24 milljarða kr. að því er segir í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni. 7.5.2009 08:28 Tap fyrsta fjórðungs er 1,1 milljarður Viðskipti Marel Food Systems tapaði tæpum sjö milljónum evra eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Upphæðin nemur um 1,1 milljarði króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 739 þúsund evrur, eða tæplega 118 milljónir króna. 7.5.2009 04:00 Kveður við bjartari tón Skilyrt upplífgandi skilaboð var að finna í orðum Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, samkvæmt umfjöllun greiningardeildar fjárfestingabankans Merrill-Lynch. 7.5.2009 02:15 Byr sér um alla greiðslumiðlun Samkomulag hefur náðst um að Byr sparisjóður taki við allri innlendri greiðslumiðlun sparisjóðanna í landinu, og einnig erlenda greiðslumiðlun sem Sparisjóðabanki Íslands sinnti áður. 7.5.2009 02:00 Gengi Century Aluminum rýkur upp um hundruð prósenta Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 10,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Gengi hlutabréfa í félaginu náði lægsta gildi, 135,5 krónum á hlut snemma í mars. Það stendur nú í 988 krónum á hlut og jafngildir það 629 prósenta hækkun á tímabilinu. 6.5.2009 16:25 Kaupþing fékk tveggja milljarða högg í kauphöllinni í Osló Kaupþing varð fyrir tveggja milljarða kr. gengistapi í kauphöllinni í Osló í dag. Hlutir í tryggingarfélaginu Storebrand féllu um 11,5% í framhaldi af tilkynningu félagsins um mikið tap á fyrsta ársfjórðungi ársins. 6.5.2009 16:18 Exista endurbætir greinargerð eftir ábendingar FME Í framhaldi af ábendingu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) birtir stjórn Exista endurbætta greinargerð vegna yfirtökutilboðs í Exista. Í greinargerðinni kemur fram ítarlegri rökstuðningur á áliti stjórnar Exista á yfirtökutilboði BBR ehf. Þetta segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 6.5.2009 15:48 Reykjanesbær tapaði 8 milljörðum í fyrra Reiknað tap í ársreikningi Reykjanesbæjar 2008 nemur rúmum 8 milljörðum kr. þar af eru 5 milljarðar vegna gengistaps og neikvæðra fjármagnsliða. 6.5.2009 15:03 Eimskip tekur upp einstaka tækni í bílaflota sinn Eimskip innanlands hefur hafið samstarf við hátæknifyrirtækin ND á Íslandi og Controlant um innleiðingu á kælivöktun í bílaflotann sinn. Kælivöktunin sem slík er einstök á heimsvísu og Eimskip er fyrsta fyrirtækið sem tekur slíka vöktun upp í sinn bílaflota. 6.5.2009 14:46 Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 6,5% í apríl Tæplega 28 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í aprílmánuði, sem er um 1700 fleiri gestir en í sama mánuði á síðastliðnu ári. Aukningin nemur 6,5 prósentum milli ára. 6.5.2009 14:27 Kortavelta heimilanna minnkar um rúm 14% Kreditkortavelta heimila dróst saman um 14,3% í janúar–mars í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta dróst saman um 2,2% á sama tíma. 6.5.2009 13:21 Verðhjöðnun tvíeggja sverð Útlit er fyrir að verðhjöðnun næstu mánuði. Höfuðstóll verðtryggðra lána mun því lækka en neikvæður fylgifiskur eru lömunaráhrif í viðskiptalífinu. Tvíeggja sverð segir lektor sem segir að hér þurfi skilyrði fyrir kröftugri eftirspurn til að bæta ástandið. 6.5.2009 13:11 Pistill: Þorvaldur líklega næsti seðlabankastjóri Áður en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti þriggja manna nefnd sína sem á að leggja mat á hæfni umsækjenda um embætti seðlabankastjóra var talið líklegast að Már Guðmundsson hagfræðingur hjá BIS bankanum í Basel ætti stöðuna örugga. Nú eru menn hinsvegar farnir að veðja á að Þorvaldur Gylfason prófessor verði ráðinn. 6.5.2009 13:11 Sparisjóðabankinn óskar eftir gjaldþroti á Miami Beach Sparisjóðabankinn hefur óskað eftir því að eigendur strandhótels á Miami Beach verði teknir til gjaldþrotaskipta. Krafa bankans á hendur eigenda hljóði upp á 8,5 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. 6.5.2009 12:07 Magnús: Flutningur til Rússlands kemur gjaldþrotamáli ekki við Magnús Þorsteinsson fjárfestir segir að flutningur lögheimili hans til Rússlands á dögunum komi gjaldþrotamáli hans á Íslandi ekkert við. Hann hafi ekki vitað af gjaldþrotaskiptabeiðni á hendur honum þegar hann ákvað að flytja lögheimili sitt. Í yfirlýsingu frá Magnúsi og lögmanni hans segir hann aðgerðir Straums gegn sér tilhæfulausar og ómaklegar en Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði Magnús gjaldþrota á dögunum. 6.5.2009 11:28 Telur talsverðan áhuga á leið Seðlabankans Greining Íslandsbanka telur líklegt er að talsverður áhugi muni reynast af hálfu íslenskra fyrirtækja á þeirri leið sem Seðlabankinn auglýsti í morgun og snýr að því að skipta út krónu/ríkisbréfum í eigu erlendra aðila í langtímalán hjá þeim fyrirtækjum sem hafa tekjur í erlendri mynt. 6.5.2009 11:25 Spáir stýrivaxtalækkun upp á 1,5-2,5 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 1,5 til 2,5 prósentustig á morgun, fimmtudag. 6.5.2009 11:09 Byr tekur að sér greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina Byr sparisjóður hefur undanfarið unnið með Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands að uppbyggingu erlendrar greiðslumiðlunar fyrir Byr og aðra sparisjóði í landinu. Sparisjóðabankinn annaðist áður alla erlenda greislumiðlun sparisjóðanna. Byr hefur í framhaldi af þessu ráðið til sín 9 fyrrum starfsmenn Sparisjóðabankans til að annast þessi nýju verkefni. 6.5.2009 10:20 Seðlabankinn auglýsir eftir krónubréfakaupendum Seðlabanki Íslands óskar eftir því að lögaðilar sem hafa áhuga á að taka erlend lán, sem tekin yrðu í krónum en endurgreidd í erlendum gjaldeyri, sendi um það bréf til Seðlabankans fyrir 11. maí 2009. Fyrirhugað er að þessi aðgerð verði endurtekin eftir u.þ.b. mánuð. 6.5.2009 10:18 Enn eykst markaðsverðmæti Century Aluminum Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 7,85 prósent í dag og gengi bréfa Bakkavarar um 0,79 prósent. 6.5.2009 10:09 Paris Hilton ætlar að bjarga heiminum úr kreppunni Dekurdúllan Paris Hilton ætlar að leggja sitt af mörkum til að bjarga heiminum úr kreppunni. Hún segir að þetta muni hún gera með því að versla sem aldrei fyrr. 6.5.2009 09:57 Brugðist við kröfu hollensku sparifjáreigendanna í dag Samtökin Icesaving Association, sem berjast fyrir því að hópur hollenskra sparifjáreigenda fái hlut sinn bættan eftir hrun Landsbankans, hafa fengið boð frá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að ráðuneytið muni taka mál þeirra til athugunar. Samtökin höfðu gefið íslenska ríkinu frest til dagsins í dag til þess að bregðast við, ella myndu þau kæra Íslendinga til Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins á grundvelli mismununar. Undir hatti samtakanna eru 200 einstaklinga sem samtals áttu 4,2 milljarða króna á Icesave reikningum. 6.5.2009 09:53 Mikið tap á rekstri Storebrand í Noregi Blóðrauðar tölur í uppgjöri norska tryggingarfélagsins Storebrand hafa komið sérfræðingum í opna skjöldu enda er tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi ársins langt umfram væntingar þeirra. 6.5.2009 09:31 Vöruskiptin í apríl hagstæð um 2,3 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir apríl 2009 nam útflutningur 31,7 milljörðum króna og innflutningur 29,4 milljörðum króna. 6.5.2009 09:07 Airbus kannar möguleika tengda áliðnaði Næstu tuttugu ár verða yfir 6.000 flugvélar teknar úr notkun. Airbus segir horft til sambýlis við félög í áliðnaði. Forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir marga sýna samstarfi áhuga. 6.5.2009 09:00 Sparisjóður Mýrarsýslu tapaði 21 milljarði í fyrra Tap varð af rekstri Sparisjóðs Mýrarsýslu á árinu 2008 að fjárhæð 21.2 milljarðar kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé í árslok var neikvætt um 15.1 milljarða kr. 6.5.2009 08:54 Íslensku bankarnar eiga 90% af bankagjaldþrotum Evrópu Íslensku bankarnir þrír standa á bakvið 90% af heildarumfangi bankagjaldþrota í Evrópu á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hjá matsfyrirtækinu Moody´s. 6.5.2009 08:39 Ágætt uppgjör hjá Foroya Banki Foroya Banki skilaði ágætu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður fyrir skatta nam rúmlega 1,1 milljarði kr. samanborið við tæplega 70 milljón kr. tap á sama tímabili árið áður. 6.5.2009 08:27 FIH bankinn sækir um 37 milljarða ríkisaðstoð FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II“ sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar. 6.5.2009 08:14 Stjörnu-Oddi gegn svínaflensu „Menn eru alltaf að vinna að því að slökkva elda. Þegar flensutilvik koma upp á borð við svínaflensuna fara teymi af stað sem reyna að búa til lyf gegn vírusnum áður en hann dreifir úr sér. Vika til eða frá skiptir miklu máli,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. 6.5.2009 00:01 Tímamótaákvörðun þarf um stýrivextina Skuggabankastjórn Markaðarins segir smá skref í stýrivaxtalækkunum leiða til ógangna. Veglega lækkun þurfi. "Við köllum á tímamótaákvörðun, stefnubreytingu og nýtt vinnulag peningastefnunefndarinnar," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem sæti á í skuggabankastjórn Markaðarins. 6.5.2009 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gengið lækkaði um tæpt prósent Gengi krónunnar lækkaði um tæpt prósent í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 2,5 prósentu stig. Stendur gengisvísitalan nú í 223 stigum. 7.5.2009 12:41
Evrópubankinn lækkar stýrivexti niður í 1% Stjórn Seðlabanka Evrópu (ECB) ákvað í dag að lækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig og niður í 1%. Er vextirnir þá orðnir þeir lægstu í sögu Evrópusambandsins. 7.5.2009 12:13
Nýja Kaupþing lækkar vexti um 2,5% til 4% Nýja Kaupþing lækkar, í kjölfar stýrivaxtalækkunarinnar í dag, innlánsvexti um 2,5% til 4% og útlánsvexti um 3% til 4% frá og með 11. maí. 7.5.2009 11:52
Atvinnuleysið nær hámarki á næsta ári Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki í 11% árið 2010 en fari svo lækkandi. Atvinnuleysi muni hins vegar lækka hægar en gert var ráð fyrir. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, þegar stýrivaxtalækkunin var rökstudd í morgun. 7.5.2009 11:42
Century Aluminium upp en Marel niður Ekkert lát er á hækkunum á gengi Century Aluminium í kauphöllinni en félagið hefur hækkað um tæp 5% í dag. Marel hefur aftur á móti lækkað um 6%. 7.5.2009 11:26
Boðar umfangsmikla lækkun stýrivaxta í júní „Verði gengisþróun krónunnar og aðgerðir í fjármálum hins opinbera eins og nú er gert ráð fyrir, væntir peningastefnunefndin þess að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní, enda verði þá komin til framkvæmda fleiri skref í efnahagsáætluninni. Eftir það gerir nefndin ráð fyrir hægari lækkun stýrivaxta." 7.5.2009 11:07
Icesaving hópurinn: Fá fund með sendiherra Gerard van Vliet, forsvarsmaður Icesaving Association í Hollandi, sem er hópur hlunnfarinna sparifjáreigenda, segir að hann hafi fengið bréf frá forsætisráðuneytinu í gær þar sem hópnum er boðið að hitta sendiherra Íslands gagnvart Hollandi um miðjan þennan mánuð auk þess sem van Vliet mun hitta forsvarsmenn í forsætisráðuneytinu þegar hann kemur hingað til lands í júní. Til stóð að leggja fram kæru hjá EFTA og Evrópusambandinu í gær yrði ekki brugðist við kröfum hópsins. 7.5.2009 10:47
Heimsmarkaðsverð á olíu í uppsveiflu Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert í þessari viku og er nú að nálgast 60 dollara á tunnuna. Norðursjávarolían er komin í 57,70 dollara tunnan og hefur hækkað um 1,5 dollara eða tæp 3% í dag. Fyrir síðustu helgi var verðið í kringum 50 dollara á tunnuna. 7.5.2009 10:47
Bandarískir bankar þurfa tugi milljarða dollara í viðbót Bandarískir bankar þurfa allt að 65 milljarða dollara í viðbót frá stjórnvöldum til að halda sér gangandi. Þetta er niðurstaða úr sérstöku álagsprófi sem framkvæmt var nýlega hjá 19 af stærstu bönkum Bandaríkjanna. 7.5.2009 10:25
Kreppan eykur eftirspurn eftir ljóshærðum fyrirsætum Fleiri umboðsskrifstofur fyrir fyrirsætur upplifa nú vaxandi eftirspurn eftir ljóshærðum fyrirsætum. Þetta er það sama og gerðist í kreppunni miklu í kringum 1930. 7.5.2009 10:03
Hefði viljað sjá meiri lækkun „Mér finnst Seðlabankinn gerast frekar djarfari en hitt miðað við það sem á undan er gengið. Ég fagna því þó ég hefði ekki haft á móti því að sjá enn stærri skref tekinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Bankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent. 7.5.2009 09:42
Mótmæli vegna Kaupþings við Downing Street 10 Mótmælendur munu safnast saman við Downing Street 10, bústað forsætisráðherra Bretlands í dag til að mótmæla 6,5 milljón punda tapi krabbameinssamtakanna Christie hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. 7.5.2009 09:24
Stýrivextir lækkaðir um 2,5 prósentustig Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent . 7.5.2009 08:59
Nokia gefur 100 hugmyndir Þeir eru gjafmildir hjá Nokia þessa dagana því nú stendur til að dusta rykið af einum 100 viðskiptahugmyndum sem fyrirtækið notaði ekki og gefa ýmsum minni, nýrri og verr staddari fyrirtækjum landsins þær - algjörlega án endurgjalds. 7.5.2009 08:28
JPMorgan seldi hlut Kaupþings í Sampo á 24 milljarða JPMorgan Chase bankinn hefur selt hlut Kaupþings í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo fyrir 24 milljarða kr. að því er segir í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni. 7.5.2009 08:28
Tap fyrsta fjórðungs er 1,1 milljarður Viðskipti Marel Food Systems tapaði tæpum sjö milljónum evra eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Upphæðin nemur um 1,1 milljarði króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 739 þúsund evrur, eða tæplega 118 milljónir króna. 7.5.2009 04:00
Kveður við bjartari tón Skilyrt upplífgandi skilaboð var að finna í orðum Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, samkvæmt umfjöllun greiningardeildar fjárfestingabankans Merrill-Lynch. 7.5.2009 02:15
Byr sér um alla greiðslumiðlun Samkomulag hefur náðst um að Byr sparisjóður taki við allri innlendri greiðslumiðlun sparisjóðanna í landinu, og einnig erlenda greiðslumiðlun sem Sparisjóðabanki Íslands sinnti áður. 7.5.2009 02:00
Gengi Century Aluminum rýkur upp um hundruð prósenta Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 10,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Gengi hlutabréfa í félaginu náði lægsta gildi, 135,5 krónum á hlut snemma í mars. Það stendur nú í 988 krónum á hlut og jafngildir það 629 prósenta hækkun á tímabilinu. 6.5.2009 16:25
Kaupþing fékk tveggja milljarða högg í kauphöllinni í Osló Kaupþing varð fyrir tveggja milljarða kr. gengistapi í kauphöllinni í Osló í dag. Hlutir í tryggingarfélaginu Storebrand féllu um 11,5% í framhaldi af tilkynningu félagsins um mikið tap á fyrsta ársfjórðungi ársins. 6.5.2009 16:18
Exista endurbætir greinargerð eftir ábendingar FME Í framhaldi af ábendingu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) birtir stjórn Exista endurbætta greinargerð vegna yfirtökutilboðs í Exista. Í greinargerðinni kemur fram ítarlegri rökstuðningur á áliti stjórnar Exista á yfirtökutilboði BBR ehf. Þetta segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 6.5.2009 15:48
Reykjanesbær tapaði 8 milljörðum í fyrra Reiknað tap í ársreikningi Reykjanesbæjar 2008 nemur rúmum 8 milljörðum kr. þar af eru 5 milljarðar vegna gengistaps og neikvæðra fjármagnsliða. 6.5.2009 15:03
Eimskip tekur upp einstaka tækni í bílaflota sinn Eimskip innanlands hefur hafið samstarf við hátæknifyrirtækin ND á Íslandi og Controlant um innleiðingu á kælivöktun í bílaflotann sinn. Kælivöktunin sem slík er einstök á heimsvísu og Eimskip er fyrsta fyrirtækið sem tekur slíka vöktun upp í sinn bílaflota. 6.5.2009 14:46
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 6,5% í apríl Tæplega 28 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í aprílmánuði, sem er um 1700 fleiri gestir en í sama mánuði á síðastliðnu ári. Aukningin nemur 6,5 prósentum milli ára. 6.5.2009 14:27
Kortavelta heimilanna minnkar um rúm 14% Kreditkortavelta heimila dróst saman um 14,3% í janúar–mars í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta dróst saman um 2,2% á sama tíma. 6.5.2009 13:21
Verðhjöðnun tvíeggja sverð Útlit er fyrir að verðhjöðnun næstu mánuði. Höfuðstóll verðtryggðra lána mun því lækka en neikvæður fylgifiskur eru lömunaráhrif í viðskiptalífinu. Tvíeggja sverð segir lektor sem segir að hér þurfi skilyrði fyrir kröftugri eftirspurn til að bæta ástandið. 6.5.2009 13:11
Pistill: Þorvaldur líklega næsti seðlabankastjóri Áður en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti þriggja manna nefnd sína sem á að leggja mat á hæfni umsækjenda um embætti seðlabankastjóra var talið líklegast að Már Guðmundsson hagfræðingur hjá BIS bankanum í Basel ætti stöðuna örugga. Nú eru menn hinsvegar farnir að veðja á að Þorvaldur Gylfason prófessor verði ráðinn. 6.5.2009 13:11
Sparisjóðabankinn óskar eftir gjaldþroti á Miami Beach Sparisjóðabankinn hefur óskað eftir því að eigendur strandhótels á Miami Beach verði teknir til gjaldþrotaskipta. Krafa bankans á hendur eigenda hljóði upp á 8,5 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. 6.5.2009 12:07
Magnús: Flutningur til Rússlands kemur gjaldþrotamáli ekki við Magnús Þorsteinsson fjárfestir segir að flutningur lögheimili hans til Rússlands á dögunum komi gjaldþrotamáli hans á Íslandi ekkert við. Hann hafi ekki vitað af gjaldþrotaskiptabeiðni á hendur honum þegar hann ákvað að flytja lögheimili sitt. Í yfirlýsingu frá Magnúsi og lögmanni hans segir hann aðgerðir Straums gegn sér tilhæfulausar og ómaklegar en Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði Magnús gjaldþrota á dögunum. 6.5.2009 11:28
Telur talsverðan áhuga á leið Seðlabankans Greining Íslandsbanka telur líklegt er að talsverður áhugi muni reynast af hálfu íslenskra fyrirtækja á þeirri leið sem Seðlabankinn auglýsti í morgun og snýr að því að skipta út krónu/ríkisbréfum í eigu erlendra aðila í langtímalán hjá þeim fyrirtækjum sem hafa tekjur í erlendri mynt. 6.5.2009 11:25
Spáir stýrivaxtalækkun upp á 1,5-2,5 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 1,5 til 2,5 prósentustig á morgun, fimmtudag. 6.5.2009 11:09
Byr tekur að sér greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina Byr sparisjóður hefur undanfarið unnið með Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands að uppbyggingu erlendrar greiðslumiðlunar fyrir Byr og aðra sparisjóði í landinu. Sparisjóðabankinn annaðist áður alla erlenda greislumiðlun sparisjóðanna. Byr hefur í framhaldi af þessu ráðið til sín 9 fyrrum starfsmenn Sparisjóðabankans til að annast þessi nýju verkefni. 6.5.2009 10:20
Seðlabankinn auglýsir eftir krónubréfakaupendum Seðlabanki Íslands óskar eftir því að lögaðilar sem hafa áhuga á að taka erlend lán, sem tekin yrðu í krónum en endurgreidd í erlendum gjaldeyri, sendi um það bréf til Seðlabankans fyrir 11. maí 2009. Fyrirhugað er að þessi aðgerð verði endurtekin eftir u.þ.b. mánuð. 6.5.2009 10:18
Enn eykst markaðsverðmæti Century Aluminum Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 7,85 prósent í dag og gengi bréfa Bakkavarar um 0,79 prósent. 6.5.2009 10:09
Paris Hilton ætlar að bjarga heiminum úr kreppunni Dekurdúllan Paris Hilton ætlar að leggja sitt af mörkum til að bjarga heiminum úr kreppunni. Hún segir að þetta muni hún gera með því að versla sem aldrei fyrr. 6.5.2009 09:57
Brugðist við kröfu hollensku sparifjáreigendanna í dag Samtökin Icesaving Association, sem berjast fyrir því að hópur hollenskra sparifjáreigenda fái hlut sinn bættan eftir hrun Landsbankans, hafa fengið boð frá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að ráðuneytið muni taka mál þeirra til athugunar. Samtökin höfðu gefið íslenska ríkinu frest til dagsins í dag til þess að bregðast við, ella myndu þau kæra Íslendinga til Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins á grundvelli mismununar. Undir hatti samtakanna eru 200 einstaklinga sem samtals áttu 4,2 milljarða króna á Icesave reikningum. 6.5.2009 09:53
Mikið tap á rekstri Storebrand í Noregi Blóðrauðar tölur í uppgjöri norska tryggingarfélagsins Storebrand hafa komið sérfræðingum í opna skjöldu enda er tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi ársins langt umfram væntingar þeirra. 6.5.2009 09:31
Vöruskiptin í apríl hagstæð um 2,3 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir apríl 2009 nam útflutningur 31,7 milljörðum króna og innflutningur 29,4 milljörðum króna. 6.5.2009 09:07
Airbus kannar möguleika tengda áliðnaði Næstu tuttugu ár verða yfir 6.000 flugvélar teknar úr notkun. Airbus segir horft til sambýlis við félög í áliðnaði. Forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir marga sýna samstarfi áhuga. 6.5.2009 09:00
Sparisjóður Mýrarsýslu tapaði 21 milljarði í fyrra Tap varð af rekstri Sparisjóðs Mýrarsýslu á árinu 2008 að fjárhæð 21.2 milljarðar kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé í árslok var neikvætt um 15.1 milljarða kr. 6.5.2009 08:54
Íslensku bankarnar eiga 90% af bankagjaldþrotum Evrópu Íslensku bankarnir þrír standa á bakvið 90% af heildarumfangi bankagjaldþrota í Evrópu á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hjá matsfyrirtækinu Moody´s. 6.5.2009 08:39
Ágætt uppgjör hjá Foroya Banki Foroya Banki skilaði ágætu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður fyrir skatta nam rúmlega 1,1 milljarði kr. samanborið við tæplega 70 milljón kr. tap á sama tímabili árið áður. 6.5.2009 08:27
FIH bankinn sækir um 37 milljarða ríkisaðstoð FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II“ sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar. 6.5.2009 08:14
Stjörnu-Oddi gegn svínaflensu „Menn eru alltaf að vinna að því að slökkva elda. Þegar flensutilvik koma upp á borð við svínaflensuna fara teymi af stað sem reyna að búa til lyf gegn vírusnum áður en hann dreifir úr sér. Vika til eða frá skiptir miklu máli,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. 6.5.2009 00:01
Tímamótaákvörðun þarf um stýrivextina Skuggabankastjórn Markaðarins segir smá skref í stýrivaxtalækkunum leiða til ógangna. Veglega lækkun þurfi. "Við köllum á tímamótaákvörðun, stefnubreytingu og nýtt vinnulag peningastefnunefndarinnar," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem sæti á í skuggabankastjórn Markaðarins. 6.5.2009 00:01