Viðskipti innlent

Byr lækkar vexti

Byr sparisjóður mun lækka innláns- og útlánsvexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og tekur breytingin gildi frá og með mánudeginum 11. maí.

Í tilkynningu segir að óverðtryggðir útlánsvextir lækka mest eða allt að 4,0% og er það allt að 150 punkta lækkun umfram stýrivaxtalækkunina sem ákveðin var í gær.

Verðtryggðir útlánsvextir Byrs lækka um allt að 0,5%. Óverðtryggðir innlánavextir Byrs lækka um allt að 3,5% og verðtryggðir innlánavextir lækka á flestum innlánsformum um 0,1-0,2%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×