Fleiri fréttir Velta í dagvöruverslun dregst saman um 6,8% Velta í dagvöruverslun dróst saman um 6,8% á föstu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð árið áður. Velta í dagvöruverslun hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2007 að raunvirði þó neytendur verji mun fleiri krónum til innkaupanna en áður. 13.2.2009 14:02 Segir stóra U-beygju tekna gegn atvinnulífinu Stór U-beygja gagnvart atvinnulífinu er tekin í fyrstu skýrslu nefndar um endurreisn fjármálakerfisins sem kynnt var á blaðamannafundi 11. febrúar. 13.2.2009 13:25 Starfsfólk Tals tekur ekki þátt í deilu hluthafa Ragnhildur Ágústsdóttir, forstjóri Tals, segir í yfirlýsingu að starfsfólk fyrirtækisins taki ekki þátt í þeim deilum sem nú eru uppi á milli hluthafa í fyrirtækinu. 13.2.2009 12:43 Íhuga lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Bretlandi (Serious Fraud Office) er nú að íhuga rannsókn á starfsemi Kaupþings og Landsbankans þar í landi. Fram kemur á Timesonline að deildin byrjaði rannsókn á dótturfélagi AIG Í Bretlandi í gær og að Kaupþing og Landsbankinn gætu verið næst á listanum. 13.2.2009 12:34 Íslandsferðir lánuðu 250 milljónir kr. til eigenda fyrir gjaldþrot Ferðaskrifstofan Íslandsferðir sem starfrækt var í Noregi lánaði 15 milljónir norskra kr., eða um 250 milljónir kr. til félaga sem stjórnað er af eigendum Íslandsferða skömmu áður en ferðaskrifstofan varð gjaldþrota nú fyrir jólin. 13.2.2009 11:48 Áform um að létta gjaldeyrishömlum í fyrstu endurskoðun AGS Heildarmat á skilvirkni hamlanna á gjaldeyrismarkaði og áform um að aflétta þeim smám saman verður hluti af fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda sem unnin er í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) núna í febrúar. 13.2.2009 11:03 Um 90% félaga í Viðskiptaráði vilja nýja stjórn í SÍ Í nýlegri viðhorfskönnun sem gerð var á vegum Viðskiptaráðs kom fram að um 9 af hverjum 10 aðildarfélögum töldu nauðsynlegt að stokka upp í ríkisstjórn og gera mannabreytingar hjá Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitinu á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd. 13.2.2009 10:55 Fulltrúi AGS á Íslandi er ríkisborgari í Swazilandi Franek Rozwadowski sem skipaður hefur verið fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi er með tvöfaldan ríkisborgararétt. Annarsvegar frá heimalandi sínu, Póllandi, og hinsvegar í Swazilandi í Afríku. 13.2.2009 10:47 NBI stofnar sérstakt félag um hlutabréfaeign sína NBI hf., áður Landsbankinn, hefur stofnað fjárfestingarfélagið Horn Fjárfestingarfélag ehf. utan um hlutabréfaeign bankans. Framkvæmdarstjóri félagsins hefur verið skipaður Ívar Guðjónsson. 13.2.2009 10:24 Enn hækkar gengi bréfa í Straumi Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,7 prósent. Önnur hreyfing er ekki á íslenskum hlutabréfamarkaði. 13.2.2009 10:10 Verðmæti sjávarafurða eykst en aflinn minnkar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 33% meiri en í janúar 2008. Aflinn nam alls 70.852 tonnum í janúar 2009 samanborið við 76.891 tonn í janúar 2008. 13.2.2009 09:57 Atlantic Petroleum gefur frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretland Atlantic Petroleum hefur gefið frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretlandseyjar þar sem of mikill kostnaður hefði fylgt því að nýta leyfið. 13.2.2009 09:31 Forstjóraskipti í bresku kauphöllinni Frakkinn Xavier Rolet, fyrrum framkvæmdastjóri bandaríska Lehman Brothers í Frakklandi, mun setjast í forstjórastól bresku kauphallarinnar í Lundúnum (e. London Stock Exchange) um miðjan næsta mánuð. 13.2.2009 09:08 Kaupþing og bankar framlengja aftur lán til JJB Sports Kaupþing, HBOS og Barclays hafa ákveðið að framlengja lánum sínum til íþróttavörukeðjunnar JJB Sports. Íslenska ríkið er nú einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæplega 30% hlut Exista og Chris Ronnie nýlega með veðkalli. 13.2.2009 08:49 Glitnir býður tímabundna 50% lækkun á bílasamningum í erlendri mynt Glitnir Fjármögnun hefur ákveðið að bjóða þeim viðskiptavinum sem eru með bílasamninga í erlendri mynt skilmálabreytingu sem felur í sér tímabundna lækkun á leigugreiðslu í 8 mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. 13.2.2009 08:32 Toyota í Bandaríkjunum lækkar launin Lækkuð laun, styttur vinnutími og engin framleiðsla í nokkra daga í apríl er sá veruleiki sem blasir við starfsmönnum Toyota í Bandaríkjunum. 13.2.2009 07:26 Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun í fyrsta sinn í fimm daga og hækkuðu bréf banka og raftæknifyrirtækja mest. 13.2.2009 07:18 Væru í sporum Íslendinga án evru Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni, hefur Irish Times eftir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 13.2.2009 04:45 Markaðir réttu sig við í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum réttu sig við eftir fall eftir að markaðir opnuðu. Hlutabréfamarkaður tók dýfu eftir að atvinnuleysistölur voru birtar í dag þrátt fyrir almennt ágætar niðurstöður um eins prósents veltuaukningu í smásölugeiranum á milli mánaða í janúar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst meira vestanhafs í sextán ár. 12.2.2009 22:14 Eðlilega staðið að rekstri Tals Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna. 12.2.2009 20:21 Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent. 12.2.2009 17:01 Greiðslustöðvun Baugs snertir ekki Haga Greiðslustöðvun Baugs hefur ekki áhrif á rekstur Haga, segir Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, í orðsendingu til fjölmiðla. Finnur segir að Hagar séu sjálfstætt félag, með sjálfstæðan rekstur og efnahag. 12.2.2009 16:07 Íhuga frekari aðgerðir gegn Teymi Þær ástæður sem stjórnarmenn tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu í stjórn IP fjarskipta eða Tals, gáfu fyrir úrsögn sinni í gær gefa tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali og samkeppnislegu sjálfstæði þess að sögn Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 12.2.2009 14:52 Atvinnuleysi ekki meira vestanhafs í 16 ár Atvinnuleysi jókst verulega í Bandaríkjunum í janúar og mælist nú 7,6 prósent. Niðurstaðan er talsvert umfram svartsýnustu spár enda hefur atvinnuleysi ekki verið meira vestanhafs í sextán ár. 12.2.2009 14:18 Írland er ekki Ísland Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni. Þetta segir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í samtali við Irish Times. 12.2.2009 13:07 Atvinnuleysi nær áður óþekktum hæðum í vor Atvinnuleysi eykst nú hröðum skrefum og er útlit fyrir að það nái áður óþekktum hæðum á vordögum, að því er segir í Morgunkorni greiningar Glitnis. 12.2.2009 12:26 Segist ekki halda verslunarkeðjum Baugs til eilífðar Tony Lomas, stjórnandi hjá PricewaterhouseCoopers (PwC) segir að það sé ekki ætlunin að halda verslunarkeðjum Baugs til eilífðar. Þær verði seldar um leið og markaðsaðstæður batni enda vilji kröfuhafar fá fé í hendur fremur en eignarhluti. 12.2.2009 12:11 Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins hættir í stjórn Tals Stjórnarmenn sem Samkeppniseftirlitið tilnefndi í stjórn IP fjarskipta, eða Tals, þann 6. febrúar síðastliðinn hafa báðir sagt sig úr stjórninni. Þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson tóku sæti í stjórninni í stað fulltrúa Teymis að kröfu Samkeppniseftirlitsins. 12.2.2009 12:04 Marel lækkar áfram í kauphöllinni Marel heldur áfram að lækka í kauphöllinni og hefur lækkað um 6,9% frá því í morgun. 12.2.2009 11:53 Moody´s lækkar lánshæfi gamla Glitnis í C Matsfyrirtækið Moody's Investor Services tilkynnti í gær að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn sína á langtímaskuldbindingum Glitnis úr Caa1 í C, einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar og fjárhaglegan styrkleika staðfestar. 12.2.2009 11:32 Landsbankasvindlið á Spáni teygir sig til Cote d´Azur Landsbankasvindlið á Spáni teygir nú anga sína yfir Cote d´Azur leikvöll þeirra frægu og ríku í suðurhluta Frakklands. Fjallar er um málið á vefsíðunni euroweekly.com. 12.2.2009 11:25 ÍLS kannar útgáfu íbúðabréfa með lengri líftíma en nú er Stjórn Íbúðalánasjóðs samþykkti á fundi sínum 5. febrúar sl. að hafin yrði könnun á stofnun nýs flokks íbúðabréfa með lengri líftíma en núverandi útgáfa býður upp á. 12.2.2009 10:57 Bréf í Asíu lækka Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun, fjórða daginn í röð, og stafar lækkunin af efasemdum fjárfesta um að ný björgunaráætlun Bandaríkjastjórnar nægi til að draga þarlent efnahagslíf á flot aftur. 12.2.2009 07:27 Líklegt að Englandsbanki færi vexti undir 1 prósent Líklegt þykir að Englandsbanki muni lækka stýrivexti niður fyrir eitt prósent í viðleitni sinni til að draga úr áhrifum efnahagskreppunnar þar í landi. 12.2.2009 07:19 Century Aluminum féll um tæp níu prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 8,82 prósent í Kauphöllinni í gær. Á eftir fylgdi Straumur, sem féll um 5,7 prósent, Marel Food Systems, sem fór niður um 5,26 prósent, og gengi bréfa í Færeyjabanka, sem féll um 3,46 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,48 prósent. 11.2.2009 16:31 Seðlabankinn styrkir gengið með hóflegri sölu á gjaldeyri Í yfirlýsingu sem Eiríkur Guðnason bankastjóri Seðlabankans hefur sent til fjölmiðla segir að mikilvægasta viðfangsefnið nú í peningamálum er að ná því að gengi krónunnar verði sæmilega stöðugt. Að þessu er unnið í Seðlabankanum, m.a. með hóflegri sölu gjaldeyris á millibankamarkaði. 11.2.2009 16:04 Karfaveiðum haldið óbreyttum á Reykjaneshrygg Í dag lauk í London samráðsfundi um stjórn veiða á karfa á Reykjaneshrygg á árinu 2009. Niðurstaðan var að halda veiðum óbreyttum en afstaða Íslands var að draga úr sókninni. 11.2.2009 15:33 Kolsvört hagspá ASÍ Framundan er mesta samdráttarskeið sem íslenskt efnahaglíf hefur gengið í gegnum á síðari árum. Fyrir höndum eru tvö erfið ár en það tekur að rofa til að nýju á árinu 2011. 11.2.2009 14:24 Starfsmenn Baugs í London sendir heim með vikulaun í vasanum Megninu af starfsmönnum Baugs á skrifstofu félagsins í London var sagt upp í gærdag og þeir sendir heim með vikulaun í vasanum. PricewaterhouseCoopers hefur tekið við lyklunum að skrifstofunni og mun reka Baug með á greiðslustöðvuninni stendur. 11.2.2009 14:07 Atvinnuleysi í janúar það mesta frá árinu1995 Skráð atvinnuleysi í janúar 2009 var 6,6% eða að meðaltali 10.456 manns og eykst atvinnuleysi um 32% að meðaltali frá desember eða um 2.554 manns. Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið frá því í janúar árið 1995 en þá var atvinnuleysi 6,8%. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.545 manns. 11.2.2009 13:46 Gjaldfallin skuldabréf Glitnis hækka í verði erlendis Gjaldfallin skuldabréf Glitnis hafa meir en tvöfaldast í verði erlendis þar sem fjárfestar telja nú að skilanefnd bankans takist að endurheimta meira fé úr eignum bankans en áður var talið. 11.2.2009 13:35 Forsvarsmenn Baugs ánægðir með greiðslustöðvun Baugur Group hf. fékk greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Greiðslustöðvunin er veitt til fjórða mars næstkomandi. Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs segist mjög ánægður með niðurstöðuna og segir að nú verði farið í að ná fram lausn með kröfuhöfum félagsins. 11.2.2009 13:28 Seðlabankinn hleypir nýju vefriti af stokkunum Ásgeir Daníelsson hagfræðingur ríður á vaðið í nýju vefriti Seðlabanka Íslands Efnahagsmálum. Birtingu höfundamerktra greina í Peningamálum hefur verið hætt en þær verða þess í stað birtar í vefritinu Efnahagsmálum jafnóðum og þær eru tilbúnar. 11.2.2009 13:07 Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna rýrnaði um 88% Greining Glitnis segir að það veki litla undrun að af einstökum eignum lífeyrissjóðanna er það eign þeirra í innlendum hlutabréfum sem hefur tekið hvað mestum breytingum frá hruni bankanna. Eign þessi stóð í 239 milljörðum kr. í upphafi síðastliðins árs en var komin niður í tæplega 30 milljarða í lok árs. Lækkunin er 209 milljarða kr. eða 88%. 11.2.2009 12:14 Skuldabréf Atorku færð á Athugunarlista í kauphöllinni Skuldabréf útgefin af Atorku hafa verið færð á Athugunarlista í kauphöllinni vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 11. febrúar 2009, um greiðsluerfiðleika félagsins. 11.2.2009 11:17 Sjá næstu 50 fréttir
Velta í dagvöruverslun dregst saman um 6,8% Velta í dagvöruverslun dróst saman um 6,8% á föstu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð árið áður. Velta í dagvöruverslun hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2007 að raunvirði þó neytendur verji mun fleiri krónum til innkaupanna en áður. 13.2.2009 14:02
Segir stóra U-beygju tekna gegn atvinnulífinu Stór U-beygja gagnvart atvinnulífinu er tekin í fyrstu skýrslu nefndar um endurreisn fjármálakerfisins sem kynnt var á blaðamannafundi 11. febrúar. 13.2.2009 13:25
Starfsfólk Tals tekur ekki þátt í deilu hluthafa Ragnhildur Ágústsdóttir, forstjóri Tals, segir í yfirlýsingu að starfsfólk fyrirtækisins taki ekki þátt í þeim deilum sem nú eru uppi á milli hluthafa í fyrirtækinu. 13.2.2009 12:43
Íhuga lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Bretlandi (Serious Fraud Office) er nú að íhuga rannsókn á starfsemi Kaupþings og Landsbankans þar í landi. Fram kemur á Timesonline að deildin byrjaði rannsókn á dótturfélagi AIG Í Bretlandi í gær og að Kaupþing og Landsbankinn gætu verið næst á listanum. 13.2.2009 12:34
Íslandsferðir lánuðu 250 milljónir kr. til eigenda fyrir gjaldþrot Ferðaskrifstofan Íslandsferðir sem starfrækt var í Noregi lánaði 15 milljónir norskra kr., eða um 250 milljónir kr. til félaga sem stjórnað er af eigendum Íslandsferða skömmu áður en ferðaskrifstofan varð gjaldþrota nú fyrir jólin. 13.2.2009 11:48
Áform um að létta gjaldeyrishömlum í fyrstu endurskoðun AGS Heildarmat á skilvirkni hamlanna á gjaldeyrismarkaði og áform um að aflétta þeim smám saman verður hluti af fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda sem unnin er í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) núna í febrúar. 13.2.2009 11:03
Um 90% félaga í Viðskiptaráði vilja nýja stjórn í SÍ Í nýlegri viðhorfskönnun sem gerð var á vegum Viðskiptaráðs kom fram að um 9 af hverjum 10 aðildarfélögum töldu nauðsynlegt að stokka upp í ríkisstjórn og gera mannabreytingar hjá Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitinu á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd. 13.2.2009 10:55
Fulltrúi AGS á Íslandi er ríkisborgari í Swazilandi Franek Rozwadowski sem skipaður hefur verið fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi er með tvöfaldan ríkisborgararétt. Annarsvegar frá heimalandi sínu, Póllandi, og hinsvegar í Swazilandi í Afríku. 13.2.2009 10:47
NBI stofnar sérstakt félag um hlutabréfaeign sína NBI hf., áður Landsbankinn, hefur stofnað fjárfestingarfélagið Horn Fjárfestingarfélag ehf. utan um hlutabréfaeign bankans. Framkvæmdarstjóri félagsins hefur verið skipaður Ívar Guðjónsson. 13.2.2009 10:24
Enn hækkar gengi bréfa í Straumi Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,7 prósent. Önnur hreyfing er ekki á íslenskum hlutabréfamarkaði. 13.2.2009 10:10
Verðmæti sjávarafurða eykst en aflinn minnkar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 33% meiri en í janúar 2008. Aflinn nam alls 70.852 tonnum í janúar 2009 samanborið við 76.891 tonn í janúar 2008. 13.2.2009 09:57
Atlantic Petroleum gefur frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretland Atlantic Petroleum hefur gefið frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretlandseyjar þar sem of mikill kostnaður hefði fylgt því að nýta leyfið. 13.2.2009 09:31
Forstjóraskipti í bresku kauphöllinni Frakkinn Xavier Rolet, fyrrum framkvæmdastjóri bandaríska Lehman Brothers í Frakklandi, mun setjast í forstjórastól bresku kauphallarinnar í Lundúnum (e. London Stock Exchange) um miðjan næsta mánuð. 13.2.2009 09:08
Kaupþing og bankar framlengja aftur lán til JJB Sports Kaupþing, HBOS og Barclays hafa ákveðið að framlengja lánum sínum til íþróttavörukeðjunnar JJB Sports. Íslenska ríkið er nú einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæplega 30% hlut Exista og Chris Ronnie nýlega með veðkalli. 13.2.2009 08:49
Glitnir býður tímabundna 50% lækkun á bílasamningum í erlendri mynt Glitnir Fjármögnun hefur ákveðið að bjóða þeim viðskiptavinum sem eru með bílasamninga í erlendri mynt skilmálabreytingu sem felur í sér tímabundna lækkun á leigugreiðslu í 8 mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. 13.2.2009 08:32
Toyota í Bandaríkjunum lækkar launin Lækkuð laun, styttur vinnutími og engin framleiðsla í nokkra daga í apríl er sá veruleiki sem blasir við starfsmönnum Toyota í Bandaríkjunum. 13.2.2009 07:26
Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun í fyrsta sinn í fimm daga og hækkuðu bréf banka og raftæknifyrirtækja mest. 13.2.2009 07:18
Væru í sporum Íslendinga án evru Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni, hefur Irish Times eftir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 13.2.2009 04:45
Markaðir réttu sig við í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum réttu sig við eftir fall eftir að markaðir opnuðu. Hlutabréfamarkaður tók dýfu eftir að atvinnuleysistölur voru birtar í dag þrátt fyrir almennt ágætar niðurstöður um eins prósents veltuaukningu í smásölugeiranum á milli mánaða í janúar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst meira vestanhafs í sextán ár. 12.2.2009 22:14
Eðlilega staðið að rekstri Tals Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna. 12.2.2009 20:21
Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent. 12.2.2009 17:01
Greiðslustöðvun Baugs snertir ekki Haga Greiðslustöðvun Baugs hefur ekki áhrif á rekstur Haga, segir Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, í orðsendingu til fjölmiðla. Finnur segir að Hagar séu sjálfstætt félag, með sjálfstæðan rekstur og efnahag. 12.2.2009 16:07
Íhuga frekari aðgerðir gegn Teymi Þær ástæður sem stjórnarmenn tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu í stjórn IP fjarskipta eða Tals, gáfu fyrir úrsögn sinni í gær gefa tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali og samkeppnislegu sjálfstæði þess að sögn Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 12.2.2009 14:52
Atvinnuleysi ekki meira vestanhafs í 16 ár Atvinnuleysi jókst verulega í Bandaríkjunum í janúar og mælist nú 7,6 prósent. Niðurstaðan er talsvert umfram svartsýnustu spár enda hefur atvinnuleysi ekki verið meira vestanhafs í sextán ár. 12.2.2009 14:18
Írland er ekki Ísland Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni. Þetta segir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í samtali við Irish Times. 12.2.2009 13:07
Atvinnuleysi nær áður óþekktum hæðum í vor Atvinnuleysi eykst nú hröðum skrefum og er útlit fyrir að það nái áður óþekktum hæðum á vordögum, að því er segir í Morgunkorni greiningar Glitnis. 12.2.2009 12:26
Segist ekki halda verslunarkeðjum Baugs til eilífðar Tony Lomas, stjórnandi hjá PricewaterhouseCoopers (PwC) segir að það sé ekki ætlunin að halda verslunarkeðjum Baugs til eilífðar. Þær verði seldar um leið og markaðsaðstæður batni enda vilji kröfuhafar fá fé í hendur fremur en eignarhluti. 12.2.2009 12:11
Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins hættir í stjórn Tals Stjórnarmenn sem Samkeppniseftirlitið tilnefndi í stjórn IP fjarskipta, eða Tals, þann 6. febrúar síðastliðinn hafa báðir sagt sig úr stjórninni. Þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson tóku sæti í stjórninni í stað fulltrúa Teymis að kröfu Samkeppniseftirlitsins. 12.2.2009 12:04
Marel lækkar áfram í kauphöllinni Marel heldur áfram að lækka í kauphöllinni og hefur lækkað um 6,9% frá því í morgun. 12.2.2009 11:53
Moody´s lækkar lánshæfi gamla Glitnis í C Matsfyrirtækið Moody's Investor Services tilkynnti í gær að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn sína á langtímaskuldbindingum Glitnis úr Caa1 í C, einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar og fjárhaglegan styrkleika staðfestar. 12.2.2009 11:32
Landsbankasvindlið á Spáni teygir sig til Cote d´Azur Landsbankasvindlið á Spáni teygir nú anga sína yfir Cote d´Azur leikvöll þeirra frægu og ríku í suðurhluta Frakklands. Fjallar er um málið á vefsíðunni euroweekly.com. 12.2.2009 11:25
ÍLS kannar útgáfu íbúðabréfa með lengri líftíma en nú er Stjórn Íbúðalánasjóðs samþykkti á fundi sínum 5. febrúar sl. að hafin yrði könnun á stofnun nýs flokks íbúðabréfa með lengri líftíma en núverandi útgáfa býður upp á. 12.2.2009 10:57
Bréf í Asíu lækka Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun, fjórða daginn í röð, og stafar lækkunin af efasemdum fjárfesta um að ný björgunaráætlun Bandaríkjastjórnar nægi til að draga þarlent efnahagslíf á flot aftur. 12.2.2009 07:27
Líklegt að Englandsbanki færi vexti undir 1 prósent Líklegt þykir að Englandsbanki muni lækka stýrivexti niður fyrir eitt prósent í viðleitni sinni til að draga úr áhrifum efnahagskreppunnar þar í landi. 12.2.2009 07:19
Century Aluminum féll um tæp níu prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 8,82 prósent í Kauphöllinni í gær. Á eftir fylgdi Straumur, sem féll um 5,7 prósent, Marel Food Systems, sem fór niður um 5,26 prósent, og gengi bréfa í Færeyjabanka, sem féll um 3,46 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,48 prósent. 11.2.2009 16:31
Seðlabankinn styrkir gengið með hóflegri sölu á gjaldeyri Í yfirlýsingu sem Eiríkur Guðnason bankastjóri Seðlabankans hefur sent til fjölmiðla segir að mikilvægasta viðfangsefnið nú í peningamálum er að ná því að gengi krónunnar verði sæmilega stöðugt. Að þessu er unnið í Seðlabankanum, m.a. með hóflegri sölu gjaldeyris á millibankamarkaði. 11.2.2009 16:04
Karfaveiðum haldið óbreyttum á Reykjaneshrygg Í dag lauk í London samráðsfundi um stjórn veiða á karfa á Reykjaneshrygg á árinu 2009. Niðurstaðan var að halda veiðum óbreyttum en afstaða Íslands var að draga úr sókninni. 11.2.2009 15:33
Kolsvört hagspá ASÍ Framundan er mesta samdráttarskeið sem íslenskt efnahaglíf hefur gengið í gegnum á síðari árum. Fyrir höndum eru tvö erfið ár en það tekur að rofa til að nýju á árinu 2011. 11.2.2009 14:24
Starfsmenn Baugs í London sendir heim með vikulaun í vasanum Megninu af starfsmönnum Baugs á skrifstofu félagsins í London var sagt upp í gærdag og þeir sendir heim með vikulaun í vasanum. PricewaterhouseCoopers hefur tekið við lyklunum að skrifstofunni og mun reka Baug með á greiðslustöðvuninni stendur. 11.2.2009 14:07
Atvinnuleysi í janúar það mesta frá árinu1995 Skráð atvinnuleysi í janúar 2009 var 6,6% eða að meðaltali 10.456 manns og eykst atvinnuleysi um 32% að meðaltali frá desember eða um 2.554 manns. Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið frá því í janúar árið 1995 en þá var atvinnuleysi 6,8%. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.545 manns. 11.2.2009 13:46
Gjaldfallin skuldabréf Glitnis hækka í verði erlendis Gjaldfallin skuldabréf Glitnis hafa meir en tvöfaldast í verði erlendis þar sem fjárfestar telja nú að skilanefnd bankans takist að endurheimta meira fé úr eignum bankans en áður var talið. 11.2.2009 13:35
Forsvarsmenn Baugs ánægðir með greiðslustöðvun Baugur Group hf. fékk greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Greiðslustöðvunin er veitt til fjórða mars næstkomandi. Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs segist mjög ánægður með niðurstöðuna og segir að nú verði farið í að ná fram lausn með kröfuhöfum félagsins. 11.2.2009 13:28
Seðlabankinn hleypir nýju vefriti af stokkunum Ásgeir Daníelsson hagfræðingur ríður á vaðið í nýju vefriti Seðlabanka Íslands Efnahagsmálum. Birtingu höfundamerktra greina í Peningamálum hefur verið hætt en þær verða þess í stað birtar í vefritinu Efnahagsmálum jafnóðum og þær eru tilbúnar. 11.2.2009 13:07
Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna rýrnaði um 88% Greining Glitnis segir að það veki litla undrun að af einstökum eignum lífeyrissjóðanna er það eign þeirra í innlendum hlutabréfum sem hefur tekið hvað mestum breytingum frá hruni bankanna. Eign þessi stóð í 239 milljörðum kr. í upphafi síðastliðins árs en var komin niður í tæplega 30 milljarða í lok árs. Lækkunin er 209 milljarða kr. eða 88%. 11.2.2009 12:14
Skuldabréf Atorku færð á Athugunarlista í kauphöllinni Skuldabréf útgefin af Atorku hafa verið færð á Athugunarlista í kauphöllinni vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 11. febrúar 2009, um greiðsluerfiðleika félagsins. 11.2.2009 11:17