Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins hættir í stjórn Tals 12. febrúar 2009 12:04 Stjórnarmenn sem Samkeppniseftirlitið tilnefndi í stjórn IP fjarskipta, eða Tals, þann 6. febrúar síðastliðinn hafa báðir sagt sig úr stjórninni. Þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson tóku sæti í stjórninni í stað fulltrúa Teymis að kröfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir hafa nú nokkrum dögum síðar sagt sig úr stjórn félagsins og segir Þórhallur í samtali við fréttastofu að ekki sé vænlegt til árangurs að fá utanaðkomandi stjórnarmenn inn í fyrirtækið þar sem deilur í hluthafahópnum skyggi á eðlilegan rekstur félagsins. „Við erum búnir að senda úrsagnarbréfið til þeirra sem eftir eru í stjórninni," segir Þórhallur Örn Guðlaugsson. „Samkeppniseftirlitið biður okkur upphaflega um að taka sæti í stjórn félagsins vegna meintra samkeppnislagabrota," segir Þórhallur. „Við komum í stjórnina á föstudegi og erum alla helgina að skoða málin og átta okkur á aðstæðum." Að sögn Þórhalls hélt sú vinna áfram á mánudag og þriðjudag. „Það varð einfaldlega okkar niðurstaða að þetta væri verkefni, sem væri ekki hægt að ætlast til að við, sem utanaðkomandi stjórnarmenn, tækjumst á við," segir Þórhallur. Þeir skiluðu greinargerð um málið um leið og þeir tilkynntu um úrsögn sína. „Við sögðum okkur þess vegna úr stjórninni og beindum því til Samkeppniseftirlitsins að það væri þeirra að bregðast við." Að sögn Þórhalls voru þeir Hilmar fengnir inn í stjórn fyrirtækisins til þess að stýra félaginu í daglegum rekstri. „En við sáum það snemma að orkan var að beinast í aðra átt. Þar með var ekki það gagn af þessu fyrirkomulagi sem í rauninni var lagt af stað með upphaflega." Þórhallur segir deilur í eigendahópnum hafi verið of fyrirferðarmiklar í stjórninni. „Við töldum því ekki ástæðu til þess að flækjast inn í þær." Þórhallur segir að með afsögninni séu þeir Hilmar ekki að taka afstöðu til þess hver fari með rétt mál í deilunni. „Alls ekki. Þess vegna viljum við fara svona snemma út úr þessu. Við töldum einfaldlega rétt að Samkeppniseftirlitið fengi strax þau skilaboð að þessi tilhögun væri ekki líkleg til árangurs," segir hann að lokum. Ekki náðist í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Tengdar fréttir Kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Teymi segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að skipa nýja fulltrúa félagsins í stjórn Tals óviðunandi og henni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gæti leitt það af sér að félagið hefði engin völd í stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% hlut í félaginu. 26. janúar 2009 15:34 Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu. 26. janúar 2009 14:55 Samkeppniseftirlitið beitir Teymi dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag lagt þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl. 4. febrúar 2009 12:30 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Stjórnarmenn sem Samkeppniseftirlitið tilnefndi í stjórn IP fjarskipta, eða Tals, þann 6. febrúar síðastliðinn hafa báðir sagt sig úr stjórninni. Þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson tóku sæti í stjórninni í stað fulltrúa Teymis að kröfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir hafa nú nokkrum dögum síðar sagt sig úr stjórn félagsins og segir Þórhallur í samtali við fréttastofu að ekki sé vænlegt til árangurs að fá utanaðkomandi stjórnarmenn inn í fyrirtækið þar sem deilur í hluthafahópnum skyggi á eðlilegan rekstur félagsins. „Við erum búnir að senda úrsagnarbréfið til þeirra sem eftir eru í stjórninni," segir Þórhallur Örn Guðlaugsson. „Samkeppniseftirlitið biður okkur upphaflega um að taka sæti í stjórn félagsins vegna meintra samkeppnislagabrota," segir Þórhallur. „Við komum í stjórnina á föstudegi og erum alla helgina að skoða málin og átta okkur á aðstæðum." Að sögn Þórhalls hélt sú vinna áfram á mánudag og þriðjudag. „Það varð einfaldlega okkar niðurstaða að þetta væri verkefni, sem væri ekki hægt að ætlast til að við, sem utanaðkomandi stjórnarmenn, tækjumst á við," segir Þórhallur. Þeir skiluðu greinargerð um málið um leið og þeir tilkynntu um úrsögn sína. „Við sögðum okkur þess vegna úr stjórninni og beindum því til Samkeppniseftirlitsins að það væri þeirra að bregðast við." Að sögn Þórhalls voru þeir Hilmar fengnir inn í stjórn fyrirtækisins til þess að stýra félaginu í daglegum rekstri. „En við sáum það snemma að orkan var að beinast í aðra átt. Þar með var ekki það gagn af þessu fyrirkomulagi sem í rauninni var lagt af stað með upphaflega." Þórhallur segir deilur í eigendahópnum hafi verið of fyrirferðarmiklar í stjórninni. „Við töldum því ekki ástæðu til þess að flækjast inn í þær." Þórhallur segir að með afsögninni séu þeir Hilmar ekki að taka afstöðu til þess hver fari með rétt mál í deilunni. „Alls ekki. Þess vegna viljum við fara svona snemma út úr þessu. Við töldum einfaldlega rétt að Samkeppniseftirlitið fengi strax þau skilaboð að þessi tilhögun væri ekki líkleg til árangurs," segir hann að lokum. Ekki náðist í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Tengdar fréttir Kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Teymi segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að skipa nýja fulltrúa félagsins í stjórn Tals óviðunandi og henni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gæti leitt það af sér að félagið hefði engin völd í stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% hlut í félaginu. 26. janúar 2009 15:34 Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu. 26. janúar 2009 14:55 Samkeppniseftirlitið beitir Teymi dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag lagt þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl. 4. febrúar 2009 12:30 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Teymi segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að skipa nýja fulltrúa félagsins í stjórn Tals óviðunandi og henni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gæti leitt það af sér að félagið hefði engin völd í stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% hlut í félaginu. 26. janúar 2009 15:34
Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu. 26. janúar 2009 14:55
Samkeppniseftirlitið beitir Teymi dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag lagt þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl. 4. febrúar 2009 12:30
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent