Viðskipti erlent

Atvinnuleysi ekki meira vestanhafs í 16 ár

Atvinnuleysi jókst verulega í Bandaríkjunum í janúar og mælist nú 7,6 prósent. Niðurstaðan er talsvert umfram svartsýnustu spár enda hefur atvinnuleysi ekki verið meira vestanhafs í sextán ár.

Bandarískur hlutabréfamarkaður tók dýfu eftir að tölurnar voru birtar í dag þrátt fyrir almennt ágætar niðurstöður um eins prósents veltuaukningu í smásölugeiranum á milli mánaða í janúar.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um2,65 prósent við opnun markaðarins og S&P-vísitalan um rétt tæp tvö prósent.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×