Viðskipti innlent

Íhuga frekari aðgerðir gegn Teymi

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. MYND/Páll Bergman

Þær ástæður sem stjórnarmenn tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu í stjórn IP fjarskipta eða Tals, gáfu fyrir úrsögn sinni í gær gefa tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali og samkeppnislegu sjálfstæði þess að sögn Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins.

Þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson sögðu sig úr stjórninni í gær og sendu frá sér greinargerð vegna þess. „Þessi úrsögn og þær ástæður sem okkur voru gefnar fyrir henni gefa okkur tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali þrátt fyrir undanfarandi aðgerðir okkar," segir Páll Gunnar Pálson í samtali við fréttastofu. Samkeppniseftirlitið tilnefndi tvo menn í stjórn félagsins í stað fulltrúa Teymis þar sem grunur leikur á að samkeppnislög hafi verið brotin.

„Þess vegna er Samkeppniseftirlitið með til skoðunar að grípa til frekari aðgerða til þess að vernda samkeppnislegt sjálfstæði Tals," segir Páll Gunnar og bætir við að niðurstöðu sé að vænta á næstu dögum. Páll Gunnar vill ekki fara nánar út í hvers konar aðgerða Samkeppniseftirlitið íhugi að grípa til.






Tengdar fréttir

Kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Teymi segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að skipa nýja fulltrúa félagsins í stjórn Tals óviðunandi og henni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gæti leitt það af sér að félagið hefði engin völd í stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% hlut í félaginu.

Stjórnarformaður Tals vísar gagnrýni á bug

Meirihluti stjórnar tók ákvörðun um það að segja Hermanni upp störfum og ráða nýjan forstjóra og sú ákvörðun stendur, segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals.

Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins hættir í stjórn Tals

Stjórnarmenn sem Samkeppniseftirlitið tilnefndi í stjórn IP fjarskipta, eða Tals, þann 6. febrúar síðastliðinn hafa báðir sagt sig úr stjórninni. Þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson tóku sæti í stjórninni í stað fulltrúa Teymis að kröfu Samkeppniseftirlitsins.

Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals

Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu.

Samkeppniseftirlitið beitir Teymi dagsektum

Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag lagt þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl.

Vonar að Tal verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone

Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir.

Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta.

Grunur um að Teymi hafi ætlað að reka Tal í þrot

Stjórn Teymis vísar ásökunum sem leiddu til húsleitar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofu Teymis í morgun á bug. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina taldi Samkeppniseftirlitið grun leika á að:





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×