Viðskipti erlent

Írland er ekki Ísland

Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands.
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands. Mynd/AP

Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni. Þetta segir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í samtali við Irish Times.

„Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins," sagði Barroso á blaðamannafundi á miðvikudag.

Irish Times segir ummælin líkleg til að pirra Brian Cowen, forsætisráðherra Íra, en í janúar gagnrýndi hann samanburð Barrosos á Írlandi á Íslandi og kvaðs ekki mundu umbera „illt tal um Írland".








Fleiri fréttir

Sjá meira


×