Fleiri fréttir

Enn hækkar gengi Straums

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 3,49 prósent, og Bakkavarar, sem hefur hækkað um 1,6 prósent.

Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna

Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr..

Hluthafar Rio Tinto í uppreisn vegna Kínasamnings

Stór hópur hluthafa í Rio Tinto segjast ætla að greiða atkvæði gegn samningi félagsins við kínverska ríkisálfélagið Chinalco. Segja þeir að Kínverjarnir fái of mikið fyrir of lítið með samningnum en´með honum koma tæplega 20 milljarðar dollara í nýju hlutfé inn í Rio Tinto.

Seðlabankafrumvarp sætir harðri gagnrýni frá bankastjórum

Bankastjórar Seðlabankans, þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, hafa sett umsögn sína um Seðlabankafrumvarp ríkisstjórnarinnar á heimasíðu bankans. Þar kemur fram mjög hörð gagnrýni á frumvarpið. Bankastjórarnir sitja nú sem gestir á fundi viðskiptanefndar Alþingis þar sem farið er yfir frumvarpið.

Debenhams og Arcadia slást um Principles

Debenhams og Arcadia, sem er í eigu sir Philip Green, eru líklegustu aðilarnir til að festa kaup á verslunarkeðjunni Principles sem er í eigu Mosaic Fashions.

Bréf lækka í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í morgun og hafa helstu hlutabréfavísitölur álfunnar ekki tekið lægri stöðu í þrjár vikur. Til dæmis féll stærsta líftryggingafyrirtæki Japans um 10 prósent og stórfyrirtæki sem framleiðir minniskubba í tölvur lækkaði í verði um tæp níu prósent. Lækkunin er að miklu leyti rakin til svartrar skýrslu japanskra stjórnvalda um samdrátt í efnahagslífi þjóðarinnar sem hefur ekki verið meiri í á fjórða áratug.

Gjaldþrot Sterling kostar Kaastrup 1400 milljónir króna

Gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins Sterling hefur áhrif á afkomu Kaastrup flugvallar í Kaupmannahöfn. Hrun félagsins kostar flugvöllinn um 70 milljónir danskra króna sem er um 1400 milljónir íslenskra. Þetta kemur fram í frétt hins danska Börsens í dag.

Útiloka ekki að dagblaðið 24 stundir verði endurvakið

Nýir fjárfestar í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, þurfa að leggja fram rúman hálfan milljarð króna, til viðbótar yfirtöku skulda, vilji þeir eignast félagið. Í tilboðsgögnum er ekki útilokað að dagblaðið 24 stundir verði endurvakið.

Atlantic Petroleum hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 8,05 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Straums, sem fór upp um 4,12 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 0,54 prósent.

Fréttaskýring: Útgerðin vill fá að éta útsæði sitt

Þær kröfur gerast nú æ háværari meðal útgerðarmanna að gefinn verði út kvóti á loðnu þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að mæla stofninn nægilega stóran til þessa. Segja má að með þessu séu útgerðarmenn að gera kröfu um að fá að éta útsæðið sitt. Hugsanleg niðurstaða af slíku er að á næstu vertíð standi þeir uppi slyppir og snauðir og með loðnunætur sínar hangandi í rassinum.

Skilanefnd segir lánapakkann frá Kaupþingi í Svíþjóð ágætan

Steinar Guðgeirsson formaður skilanefndar Kaupþings segir að lánapakki sá sem skilanefndin yfirtók við söluna á Kaupþingi í Svíþjóð til Ålandsbanken sé í ágætu lagi. "Þetta eru hvorki verri né betri lán en gengur og gerist á markaðinum í dag," segir Steinar.

Lánadrottnar yfirtaka allt hlutafé í Nýsi hf.

Í kjölfar óformlegs greiðslustöðvunarferlis hefur viðræðum milli eigenda Nýsis hf. og helstu lánadrottna félagsins nú lokið með yfirtöku lánardrottna á öllu hlutafé í Nýsi.

Kortavelta sýnir hríðversnandi stöðu íslenskra heimila

Ört minnkandi kortavelta að raunvirði er til marks um hríðversnandi stöðu íslenskra heimila. Erlend velta hefur skroppið mun meira saman en innlend, enda leggjast veik króna og erfiðari fjárhagur margra heimila á eitt um að draga úr ferðagleði landans.

Glitnir gæti tapað tugum milljarða á Moderna-málinu

Ekki liggur fyrir hvort sænska fjármáleftirlitið samþykki hugmyndir skilanefndar Glitnis um að flytja íslenskar eignir Moderna til Íslands. Bankinn gæti tapað tugum milljarða króna náist ekki samkomulag um málið.

Greining Glitnis spáir 18,3% verðbólgu í febrúar

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 1,1% í febrúar. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða taktur verðbólgu verða 18,3% og verðbólga mæld með þeim hætti því hjaðna um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði.

Bréf Straums hækka um tæp 140 prósent á mánuði

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 2,88 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í fjárfestingabankanum nú í 2,5 krónum á hlut. Rúmur mánuður er síðan bréfin lágu í rétt rúmri krónu á hlut og nemur gengishækkun þeirra því tæpum 140 prósentum.

Eitraður kokteill ógnar Royal Unibrew

Árið í ár verður mjög erfitt fyrir næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, Royal Unibrew. Unibrew glímur nú við skuldir upp á 2 milljarða danskra kr. eða tæplega 40 milljarða kr. Stoðir eru með stærstu eigendum Unibrew með 25% hlut.

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst verulega á síðasta ári

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 91 milljarði króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2008 samanborið við 75,1 milljarð á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15,8 milljarða eða 21,1% á milli ára. Aflaverðmæti í nóvember nam 11,1 milljarði kr. miðað við 6,1 milljarð kr. í nóvember 2007.

Mesti samdráttur síðan 1974 í Japan

Asísk hlutabréf féllu í verði í morgun, einkum bréf fjármálafyrirtækja, eftir að ljóst varð að samdrátturinn, sem nú fer um japanskt efnahagslíf, er sá mesti síðan árið 1974 auk þess sem hópur sérfræðinga gaf það út að ekki væri útlit fyrir að neitt rofaði til að minnsta kosti út árið 2009.

Toyota dregur úr starfsemi í Bandaríkjunum

Japanski bílaframleiðandinn Toyota neyðist til að draga úr starfsemi sinni í Bandaríkjunum. Nýverið var tilkynnt að laun starfsmanna í Bandaríkjunum yrðu lækkuð, vinnutími styttur, yfirvinna bönnuð og að engin framleiðsla verði í nokkra daga í apríl.

300 milljarðar í séreignasparnaði

Íslendingar eiga um 300 milljarða íslenskra króna í séreignasparnaði. Um 80% er í vörslu séreignasjóða hjá viðskiptabönkunum þremur. Framkvæmdastjórar séreignasjóða hjá bönkunum og forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir vara við fyrirframgreiðslu á sérseignarsparnaði til að fólk geti mætt greiðsluerfiðleikum.

Tchenguiz í vandræðum með hótelkeðju

Menzies-hótelkeðjan, sem er í eigu íranska Íslandsvinarins Robert Tchenguiz, rambar nú á barmi gjaldþrots. Hótelkeðjan þarf að endursemja um lán sín eftir að hafa brotið lánaskilmála. Þetta kemur fram í The Sunday Times í dag.

Bankarnir best komnir í höndum einkaaðila

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, segir að bönkum og öðrum fjármálastofnunum sé best komið í höndum einkaaðila. Darling var spurður um málið á blaðamannfundi í tengslum við fund fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims funda í Róm á Ítalíu, en orðrómur hefur verið upp um að LLoyds bankinn verði þjóðnýttur. Bankinn tapaði allt að 8,5 milljörðum punda á seinasta ári. Darling sagði jafnframt ekki stæði til að funda með forystumönnum bankans um helgina.

Baugur leggur fram nýja áætlun fyrir kröfuhafa

Stjórnendur Baugs hyggjast leggja fram nýja áætlun sem miðar að því að allir kröfuhafar félagsins fái kröfur sínar greiddar. Heimildir Vísis herma að áætlunin verði lögð fyrir stjórnarfund Baugs Group á mánudag og tekur mið af þeim aðstæðum sem uppi eru í dag.

Lítil starfsreynsla í bönkum og sparisjóðum

Nær helmingur starfsmanna í bönkum og sparisjóðum hafði fimm ára starfsreynslu eða minna. Um 20% hafði unnið þar í tvö ár eða minna. Þá voru karlar að jafnaði með um 40% hærri laun innan bankastofnanna en konur. Þetta kemur fram í kjarakönnun sem Capacent vann fyrir samtök starfsmanna fjármálastofnanna og greint er frá í Morgunblaðinu í dag.

Samþykktu 90 þúsund milljarða fjárveitingu

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag björgunarpakka fyrir efnahagslífið að upphæð 787 milljarða Bandaríkjadala, eða 90 þúsund milljarðar króna, sem Barack Obama lagði fram. Obama segir að þetta sé einungis upphafið af tilraunum hans til að ná tökum á efnahagslífinu.

Lykilstjórnendur bera ekki ábyrgð á milljarðalánum

Lykilstjórnendur hjá Gamla Kaupþingi eru ekki ábyrgir fyrir háum lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa í bankanum, samkvæmt ákvörðun stjórnar gamla bankans, sem enn stendur óbreytt þrátt fyrir að hafa verið í skoðun í fjóra mánuði.

Vilhjálmur Bjarnason er viðskiptafræðingur ársins

Vilhjálmur Bjarnason var kjörinn viðskiptafræðingur ársins á Íslenska þekkingardeginum 2009 sem fór fram í Salnum í Kópavogi í dag. Ráðstefnan var haldin á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Sjá næstu 50 fréttir