Fleiri fréttir

Snupraður

Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segist bráðlega verða „snupraður“ í starfi fyrir að hafa sent út umdeildan tölvupóst frá vinnunetfangi sínu. Hann hefur því sagt starfi sínu lausu. Hallur áframsendi á fjölmarga afskræmingar á auglýsingum Kaupþings um fasteignalán.

Eldaðu maður

Sé kreppan á næsta leiti, eins og sumir halda blákalt fram, má búast við að nokkur stjórnendahöfuðin verði látin fjúka, enda þurfa menn að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Konur eru fáar efst á toppnum en fjölmargar á metorðastigunum fyrir neðan.

Til stóð að Síminn færi á markað 26. september

Sala Símans árið 2005 var stærsta einkavæðing Íslandssögunnar. Samkvæmt kaupsamningi átti að selja þrjátíu prósent í félaginu til almennings og annarra fjárfesta fyrir árslok 2007 og skrá félagið í Kauphöllina. Áætlanir eigenda miðuðu við að skrá félagið 26. september síðastliðinn. Það gekk ekki eftir og er stefnt að því að taka síðasta skrefið í einkavæðingarferlinu fljótlega á nýju ári.

Fasteignir voru seldar úr Símanum

Samþykki allra hluthafa lá fyrir en ekki ríkis­stjórnarinnar þegar flestar fasteignir Símans voru seldar stærsta hluthafanum í Skiptum. Forstjóri Skipta segir að ekki hafi verið nauðsynlegt að fá samþykki ríkisins. Hluthafar séu betur settir á eftir.

Kröfum um úrbætur fjölgar mikið

Fjármálaeftirlitið (FME) tók upp fimmtíu fleiri mál frá miðju síðasta ári og fram á mitt þetta ár, miðað við árið á undan. Athugasemdum, ábendingum og kröfum um úrbætur fjölgaði um þriðjung milli ára.

OR skilar hagnaði

Orkuveita Reykjavíkur var rekin með 6,4 milljarða króna hagnaði fyrstu níu mánuði þessa árs og jukust tekjur fyrirtækisins um 3,1 milljarð króna miðað við sömu mánuði ársins 2006. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 7,3 milljarðar króna samanborið við 5,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Gengi Straums ekki lægra í 16 mánuði

Gengi hlutabréfa í Straumi-Burðarás hefur ekki verið lægra í 16 mánuði eða frá 28. júlí 2006 þegar það var 15,05. Gengi félagsins þegar Kauphöllinni var lokað í dag var 15,10.

Askar Capital opnar skrifstofu í Mumbai

Fjárfestingarbankinn Askar Capital skrifaði í dag undir samstarfssamning við indverska fyrirtækið Skil Group í borginni Mumbai um leið og Askar opnuðu skrifstofu í borginni.

Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum.

Fall hjá FL Group

Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki.

Dregur úr væntingum vestanhafs

Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum.

Gildi áfram besti lífeyrissjóðurinn

Gildi-lífeyrissjóður hefur verið valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2007 af tímaritinu Investment & Pensions Europe (IPE).

Þrjú félög lækka um yfir 10% á viku

Þrjú félög í kauphöllinni hafa lækkað um meir en 10% á síðustu sjö dögum í kauphöllinni. Á sama tíma hefur úrvalsvísitalan fallið um rétt rúm 4%.

Kreppudraugurinn bankar á dyrnar í kauphöllum ytra

Það er ekki bara í kauphöllinni hérlendis sem allar tölur hafa verið rauðar í dag. Þetta á einnig við um kauphallir í Evrópu. Er nú svo komið að fjármálaskýrendur eru farnir að tala um að kreppudraugurinn sé farin að banka á dyrnar.

Offita gesta ógnar Disney World

Það þykir eðlilegt að mæla hæð gesta í skemmtigörðum til að athuga hvort þeim sé óhætt í rússibananum. Nú þarf hinsvegar að vikta þá suma, allavega ef marka má fréttir frá Disney World. Offita gesta þar gæti staðið garðinum fyrir þrifum.

Moody´s breytir ekki lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

Fréttaveitan Bloomberg hefur það eftir Joan Feldbaum-Vidra, sérfræðingi í málefnum Íslands hjá matsfyrirtækinu Moody's, að hvorki standi til að lækka lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands á næstunni né breyta horfum á lánshæfismati, en þær eru nú metnar stöðugar.

Markaðurinn opnar í mínus

Markaðurinn í kauphöllinni opnaði í mínus í morgun og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 0,92% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan nú í 6779 stigum.

FIH dótturbanki Kaupþings ætlar á netbankamarkaðinn

FIH dótturbanki Kaupþings í Danmörku ætlar að opna nýja netbanka þar í landi á næsta ári. Þessir bankar bjóða upp á hærri vexti á innlán en venjulegir bankar í landinu og eru einkum hugsaðir fyrir smásölumarkaðinn. Kaupþing hefur komið samskonar bönkum á fót í Svíþjóð og Finnlandi.

Skýringar Kaupþings róa erlenda fjárfesta

Kaupþing tilkynnti í gær um lok fjármögnunar vegna yfirtökunnar á hollenska bankanum NIBC. Skuldatryggingarálag (CDS) bankans lækkaði í kjölfarið um 65 punkta.

Commerzbank orðaður við tvo banka

Þýski bankinn Commerzbank, sem FL Group á rúmlega fjögurra prósenta hlut í, hefur verið orðaður við tvo banka, annan í Þýskalandi og hinn í Rússlandi

Bankarnir góður kostur fyrir fjárfesta

Hörður Sigurjónsson, sérfræðingur hjá VBS fjárfestingabanka ráðleggur fólki að fjárfesta í bönkunum, Landsbanka, Kaupþingi og Glitni. Hann segir klárlega tækifæri til þess að hagnast á slíkum kaupum í dag en ítrekar að menn verði að horfa til langs tíma. Þetta kom fram í þættinum Í lok dags í umsjá Sindra Sindrasonar.

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi fjármálafyrirtækja var að mestu uppávið í Kauphöll Íslands í dag eftir næsta viðvarandi skell í síðustu viku. Gengi bréfa í hinum færeyska Föroya banka hækkaði mest, eða um 4,5 prósent. Á eftir fylgdu Icelandair og Eimskipafélagið. Á eftir þeim fylgdu bankar og fjármálafyrirtæki en gengi þeirra hækkað um tæp eitt til rúmra 2,4 prósenta. Gengi Eik banka lækkaði hins vegar mest í dag, eða um rúm 1,8 prósent.

Viðsnúningur á erlendum mörkuðum

Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán.

Iceland Express fjölgar ferðum til London

Iceland Express mun fjölga ferðum í áætlunarflugi sínu milli Íslands og London frá 26. febrúar næstkomandi. Frá þeim tíma mun félagið fljúga ellefu sinnum á viku á þessari flugleið, sem er aukning um tvö flug á viku.

Orðrómur um að Google sé að kaupa Skype

Mikill orðrómur er kominn á kreik um að Google sé að festa kaup á Skype af eBay og raunar að forráðamenn Google og eBay séu raunar langt komnir með samning um kaupin.

Spáir aukinni verðbólgu í árslok

Greining Glitnis spáir að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% milli nóvember og desember, og að í kjölfarið aukist tólf mánaða verðbólga í 5,6% úr 5,2%.

Þróun markaðarins þurrkar út lífeyrisréttindabónus

Lífeyrisþegar í Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafa notið góðs af ávöxtun sjóðsins á hlutabréfamarkaðinum undanfarin ár. Þróun markaðrins nú er hinsvegar í öfuga átt og eins og horfir eru engar líkur á lífeyrisréttindabónus eftir árið.

Virgin fær að bjóða fyrst í Northern Rock

Bresk stjórnvöld hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að Virgin Money, fyrirtæki Richard Branson, muni fá forgangsrétt til að bjóða í hlutafé Northern Rock bankans og yfirtaka hann.

Sterk byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn hefur byrjað sterkt í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúm tvö prósent og stendur nú í rúmlega 6892 stigum.

Skipti hf. semur við tvö innheimtufyrirtæki

Momentum ehf. og Gjaldheimtan ehf. hafa tekið að sér innheimtu fyrir dótturfélög Skipta hf., en stærstu félög Skipta hérlendis eru Síminn, Míla, Já og Skjárinn.

Markaðir í Asíu í uppsveiflu í dag

Markaðir í Asíu eru í uppsveiflu í dag. Ástæðan er meðal annars mun hærri sölutölur úr bandaríska verslunargeiranum á föstudag en vænst hafði verið.

Kaupin á NIBC frágengin í janúar á næsta ári

Kaupþing banki gerir ráð fyrir að kaupin á hollenska bankanum NIBC verði að fullu frágengin í janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í morgun. Jafnframt segir þar að Kaupþing hyggist gefa út nýtt hlutafé allt að 210 milljón hluti vegna yfirtökunnar.

Sala á Svarta föstudeginum upp rúm 8%

Bandarískir neytendur eyddu 652 milljörðum íslenskra króna á kauplausa deginum á föstudag sem haldinn er hátíðlegur víða um heim. Smásalar héldu tilboðum á raftækjum og leikföngum að kaupendum til að auka sölu. Þetta er hækkun um 8,3 prósent frá síðasta Svarta föstudeginum, eins og hann er gjarnan kallaður.

Stærsti banki Norðurlanda lánar ekki Íslendingum

Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, myndi hafna Íslendingi sem óskaði eftir að taka íbúðalán með veði í íslenskri eign. Í kjölfar síðustu vaxtahækkunar á fasteignalánum hefur fréttastofa kannað möguleika Íslendinga á að taka íbúðalán milliliðalaust í erlendum bönkum.

Óttuðust að missa kvóta

Ísfélag Vestmannaeyja hf og Kristinn ehf hafa eignast kauprétt á tæplega þriðjungshlut hlutabréfa í Vinnslustöðinni hf. Í tilkynningu frá Ísfélagi Vestmannaeyja segir að ókyrrð hafi ríkt í kringum Vinnslustöðina og eigndur átt í harðvítugum deilum.

Airbus gæti þurft að færa verksmiðjur vegna dollars

Hratt fall Bandaríkjadollara ógnar flugvélaframleiðandanum Airbus sem mun þurfa að færa framleiðslu sína til landa þar sem dollarinn er við lýði. Þetta segir Louis Gallois framkvæmdastjóri EADS móðurfélags Airbus í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag.

Minni hagvöxtur í Bretlandi

Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg.

Miklar sveiflur í Kauphöllinni

Talsverðar hreyfingar voru á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag, ekki síst á fjármálafyrirtækjum og bönkum. Gengi hins færeyska Eikarbanka hækkaði um 3,8 prósent á meðan gengi 365 féll um 4,67 prósent.

Ölgerðin kaupir Sól

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur keypt ávaxtasafaframleiðandann Sól sem er aðeins þriggja ára gamalt fyrirtæki

Sjá næstu 50 fréttir