Viðskipti innlent

Þrjú félög lækka um yfir 10% á viku

Þrjú félög í kauphöllinni hafa lækkað um meir en 10% á síðustu sjö dögum í kauphöllinni. Á sama tíma hefur úrvalsvísitalan fallið um rétt rúm 4%.

Félögin sem hér um ræðir eru Exista sem fallið hefur um 12,3%, FL Group sem fallið hefur um 11,8% og SPRON sem fallið hefur um 10,1%.

Þessi þrjú félög eiga það sameiginlegt að dagurinn í dag hefur verið þeim þungur í skauti. Þannig hefur gengi FL Group fallið um rúm 6% það sem af er degi, Exista um 4% og SPRON um 2,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×