Viðskipti innlent

Moody´s breytir ekki lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

Fréttaveitan Bloomberg hefur það eftir Joan Feldbaum-Vidra, sérfræðingi í málefnum Íslands hjá matsfyrirtækinu Moody's, að hvorki standi til að lækka lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands á næstunni né breyta horfum á lánshæfismati, en þær eru nú metnar stöðugar.

Fjallað er um málið í Morgunkorni Glitnis og þar segir að fyrir viku síðan breytti Standard & Poor's horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar vegna vaxandi þjóðhagslegs ójafnvægis og auknum líkum á harðri lendingu hagkerfisins.

Joan Feldbaum-Vidra er sammála S&P um að hættan á harðri lendingu sé vissulega til staðar en hún telur að afleiðingar slíkrar lendingar yrðu ekki það alvarlegar fyrir íslenska hagkerfið að koma þurfi til lækkunar lánshæfismats. Ríkissjóður muni því viðhalda Aaa einkunn sinni og stöðugum efnahagshorfum enn um sinn í bókum Moody's






Fleiri fréttir

Sjá meira


×