Fleiri fréttir

Átta prósenta hækkun á fjórum dögum

Hlutabréf héldu áfram að hækka í Kauphöll Íslands í gær, fjórða daginn í röð. Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um 8,2 prósent frá því að morgni föstudags í síðustu viku. Exista hefur hækkað um sextán prósent á fjórum dögum. Sérfræðingur segir ástandið til langs tíma gott, þótt áfram megi búast við nokkru flökti.

Fáir samþykktu tilboð Eyjamanna

Eigendur einungis 0,01 prósents hlutafjár samþykktu yfirtökutilboð Eyjamanna ehf. í Vinnslustöðina. Tilboðið, sem hljóðaði upp á 4,6 krónur á hlut, rann út á mánudaginn og hafði þá verið í gildi frá 13. maí. Tilkynning er væntanleg í dag um niðurstöðu tilboðs Stillu ehf. í Vinnslustöðina.

Óbreytt landsframleiðsla innan OECD

Landsframleiðsla jókst um 0,6 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum stofnunarinnar. Þetta er óbreytt niðurstaða frá fjórðungnum á undan.

Beðið eftir nýju stórgreiðslukerfi

Ekki hefði verið í samræmi við meginreglu fyrirkomulag greiðslumiðlunar hefði Seðlabanki Íslands tekið að sér uppgjör viðskipta með hlutabréf í evrum í kauphöllinni hér. Í maí á næsta ári stendur til að Seðlabanki Finnlands taki að sér uppgjörið, en þá hefur hann, ásamt Seðlabanka Evrópu tekið í notkun nýtt miðlægt stórgreiðslukerfi fyrir evrur, svonefnt Target2 kerfi.

Yfirdráttalán heimila aldrei verið hærri

Yfirdráttalán hafa aldrei verið hærri en nú þrátt fyrir hátt vaxtarstig. Í lok júlí námu yfirdráttarlán heimila 75,6 milljörðum króna. Þetta er aukning um 11 milljarða króna milli mánaða. Í Hálf-fimm fréttum Kaupþings segir að yfirdráttarlán heimila hafi vaxið jafnt og þétt síðustu árin en hlutdeild þeirra í heildarskuldum heimila er í dag í kringum 10%.

Evrópski seðlabankinn opnar pyngjur sínar á ný

Evrópski Seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hyggist bjóða bönkum samtals 40 milljarða evrur að láni, jafnvirði rúmra 3.500 milljarða íslenskra króna, í sérstöku þriggja mánaða endurfjármögnunarátaki bankanna. Markmiðið er að tryggja eðlilega virkni fjármálamarkaða. Seðlabankar í nokkrum löndum hafa síðustu daga gripið til svipaðra aðgerða til að vinna gegn áhrifum samdráttar á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum.

Úrvalsvísitalan enn á uppleið

Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Kauphöllinni í dag. Exista leiddi hækkanir dagsins en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum fylgdi fast á eftir. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,17 prósent í dag og stendur í 8.309 stigum. Vísitalan hefur hækkað um 29,6 prósent frá áramótum. Gengi íslensku krónunnar styrktist á sama tíma um 1,7 prósent.

Óbreytt landsframleiðsla innan OECD

Landsframleiðsla jókst um 0,6 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum stofnunarinnar. Þetta er óbreytt niðurstaða frá fjórðungnum á undan.

Googlaðu geiminn

Stjörnurnar Vega, Síríus og Kapella í Ökumanninum munu skína skært á tölvuskjánum í framíðinni. Google Sky er ný viðbót við Google Earth sem gerir notendum kleift að skoða yfirborð jarðar í þrívídd.

Vísitölur á uppleið á Wall Street

Hlutabréfavísitölur byrjuðu daginn vel á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag en markaðir vestanhafs opnuðu fyrir nokkrum mínútum. Nasdag-hlutabréfavísitalan hækkaði um tæpt prósent en Dow Jones-vísitalan litlu minna. Vísitölur í Evrópu hafa sömuleiðis verið á uppleið í dag.

Hækkar krónan fjóra daga í röð?

Gengi krónunnar hefur hækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi. Standi hækkunin við lok viðskipta verður þetta fjórði hækkanadagurinn í röð. Greiningardeild Glitnis segir að sú svartsýni sem hafi knúið lækkanir síðustu viku virðist hafa minnkað þá sé enn töluverð varkárni til staðar á mörkuðum. Gengi evru hefur á einum mánuði farið úr því að vera um 82 krónur í 93 krónur og svo aftur í 88 krónur.

Tilboð Eyjamanna í Vinnslustöðina runnið út

Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf., sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, til hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. rann út á mánudag. Það hafði staðið frá 13. maí en framlengt í tvígang. Eyjamenn eiga nú rúman helming hlutafjár í Vinnslutöðinni.

Litlar líkur á stýrivaxtahækkun í Japan

Fundur vaxtaákvörðunarnefndar japanska seðlabankans hófst í morgun. Fyrir lá að hækka stýrivexti bankans en sérfræðingar telja hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði draga úr líkum að af því verði.

Bréf í Existu tóku stökkið í morgun

Úrvalsvísitalan stökk upp um rúm tvö prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er ívið meiri hækkun en á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í morgun. Exista leiðir hækkanirnar í Kauphöllinni en gengi bréfanna hækkaði um rúm 4,3 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Gengi bréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum fylgir fast á eftir.

Kínverjar hækka stýrivexti

Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti um 18 punkta í gær með það fyrir augum að draga úr verðbólgu sem hefur ekki verið hærri í áratug. Þetta er fjórða stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Verðhækkanir á matvælum leiða verðbólguna, ekki síst verð á svínakjöti sem hefur rokið upp um 45 prósent á árinu.

Minni vindhraði lækkar olíuverð

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í verði í dag eftir að dró úr styrk fellibylsins Dean við Mexíkóflóa. Áður stefndi allt í að hann ógnaði olíuvinnslu við flóann sem hefði haft í för með sér að vinnslan myndi skerðast. Dean er nú flokkaður sem stormur og ekki talið að hann valdi miklum usla úr þessu. Sérfræðingar spá því reyndar að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi dregist saman í síðustu viku og geti það hækkað verðið á ný.

Hlutabréf í Evrópu og Asíu hækka

Hlutabréf hækkuðu almennt í verði við opnun markaða í Evrópu og Asíu í morgun. FTSEurfirst 300 vísitalan hækkaði um 0,77 prósent og breska FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,96 prósent.

Minnir á norsku bankakrísuna

Lars Christiansen, sérfræðingur Danske Bank, ítrekar þá skoðun sína í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv að uppgangur íslenska hagkerfisins undanfarin ár byggist fyrst og fremst á lántökum. „Ísland er skuldsettasta hagkerfi í heimi," segir hann og telur að erfitt aðgengi að lánsfé í kjölfar sviptinga á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum kunni að gera íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir.

Blanda súkkulaðis og lakkríss vekur athygli

Blanda af súkkulaði og lakkrís er meðal þess sem mesta at­hygli hefur vakið af tilraunaútflutningi Nóa Síríusar til Danmerkur. Í síðasta mánuði hófst útflutningur til Danmerkur fyrir verslunar­keðjuna IRMA.

Fasteignatoppinum náð

Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Tele­graph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins.

Nýir straumar í hugbúnaðarþróun

Landsmenn geta fengið að kynnast „Scrum“-hugmyndum á ráðstefnu á Nordica hinn 29. ágúst. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir víða pott brotinn í stjórnun þekkingarfyrirtækja hér á landi.

Betra en á Straumsafslætti

Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur.

Íslandsdeild útskriftarnema London Business School

Stofnaður hefur verið London Business School Alumni Club Ice­land, sem nefna mætti Íslands­deild útskriftarnema LBS. Stofnfundur fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku að viðstöddum hagfræðingnum Sir James Ball og eiginkonu hans Lady Lindsay Ball, auk hóps fyrrum nemenda skólans héðan.

Sveiflukenndur dagur á Wall Street

Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni.

SPRON verður hlutafélag

Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hafa samþykkt að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Tillagan var borin upp á fundi stofnfjáreigenda í Borgarleikhúsinu sem hófst klukkan fimm í kvöld.

Hlutabréf hækkuðu í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð. Hækkun úrvalsvísitölunnar í dag nam 1,17 prósentum og stendur hún í 8.132 stigum. Atlantic Petroleum hækkaði mest eða um 2,25 prósent en gengi bréfa í Kaupþingi kom þar á eftir, en þar hækkuðu hlutabréf um 2,13 prósent.

Buffett sér kauptækifæri á fasteignalánamarkaðnum

Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum að auðkýfingurinn Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess.

Gasfélagið álitlegur fjárfestingakostur

"Ég lít fyrst og fremst á þetta sem álitlegan fjárfestingakost," segir Bjarni Ármannsson fyrrum forstjóri Glitnis í samtali við Vísi en hann hefur fest kaup á Gasfélaginu ehf. Félagið er helsti innflytjandi á gasi og gashylkjum til landsins.

Ráðamenn ræða um fjármálamarkaðinn

Hlutabréfavísitölur lækkuðu lítillega við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir nokkrar sveiflur í gær. Á sama tíma hefur gengið sveiflast nokkuð á mörkuðum í Evrópu. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, funda í dag um hræringar á fjármálamarkaði.

Segja ástandið á mörkuðum verða viðkvæmt áfram

Greiningardeild Glitnis spáir því að ástandið á hlutabréfamörkuðum, þar á meðal þeim íslenska, verði áfram viðkvæmt á næstu vikum. Í Morgunkorni greiningardeildarinnar er bent á að enn séu að koma fram upplýsingar um umfang á vandamálum tengdum svokölluðum annars flokks húsnæðislánum í Bandaríkjunum.

Hreyfing opnar heilsulind í Glæsibæ með Bláa lóninu

Heilsuræktarstöðin Hreyfing og Blue Lagoon Spa hyggjast opna sameiginlega heilsulind í nýju húsnæði við Glæsibæ í Reykjavík. Eftir því sem segir í tilkynningu frá félögunum er um að ræða fyrstu heilsulind sinnar tegundar í heiminum en ætlunin er að opna fleiri slíkar heilsulindir í útlöndum á næstu árum.

Moody's staðfestir einkunnir ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Moody's Investors Service staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í ársfjórðungslegu mati í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar íerlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's.

Glitnir hækkar vexti af íbúðalánum

Glitnir hefur ákveðið að hækka vexti á nýjum íbúðalánum frá og með deginum í dag. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Glitni hækka vextir húsnæðislána án vaxtaendurskoðunar úr 5,20 prósentum í 5,80 prósent en vextir húsnæðislána með vaxtaendurskoðun hækka úr 6,20 prósent í 6,50 prósent.

Launavísitalan hækkar líttilega

Vísitala launa hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða í júlí, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að launavísitalan hafi hækkað um 8,3 prósent síðastliðna tólf mánuði. Mánaðahækkunin nú er er í lægri kantinum miðað við mánuðina á undan.

Greiða Nike skaðabætur

Tveimur kínverskum skóframleiðendum og frönsku verslanakeðjunni Auchan hefur verið skipað að greiða íþróttavöruframleiðandanum Nike jafnvirði 3,1 milljóna króna í skaðabætur en fyrirtælkin framleiddu falsaða skó undir merkjum Nike.

Hlutabréf í Asíu hækka í verði

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði við opnun markaða í morgun. Svo virðist sem markaðir víða um heim séu nú smám saman að jafna sig eftir óróleika undanfarnar vikur

Eignir íslenskra heimila aukast

Eignir íslenskra heimila hækkuðu um 1,1% í júlí frá fyrri mánuði samkvæmt Eignaverðsvísitölu Kaupþings. Vísitalan endurspeglar almenna eignasamsetningu heimila þar sem tekið er mið af þróun fasteigna-, hlutabréfa- og skuldabréfaverðs.

Ekki augljóst að tilboð Dubai-manna sé hagstæðara

Stjórnarformaður OMX-kauphallarinnar, Urban Bäckström, segir ekki augljóst að yfirtökutilboð kauphallarinnar í Dubai í OMX sé hagstæðara en tilboð Nasdaq þegar litið sé til samlegðaráhrifa.

Exista hefur hækkað mest í dag

Exista hefur hækkað mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,71%. Þar eftir kemur færeyska félagið Atlantic Petroleum, sem hefur hækkað um 3,79%. Glitnir banki hefur hækkað um 3,54% og Kaupþing um 3,39%. Engin fyrirtæki hafa lækkað í dag.

Linux í nýjar PC-vélar

Aukin eftirspurn er í Evrópu eftir PC-vélum með Linux stýrikerfinu. Dell og Lenovo ætla fljótlega að bjóða upp á PCtölvur í Evrópu með uppsetningu á Linux stýrikerfinu. Dell býður nú þegar upp á tölvur með Linux í Bandaríkjunum, og ástæðan fyrir því að tölvurnar verða einnig seldar í Evrópu er eftirspurn á vefsíðu þeirra.

Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stig

Úrvalsvísitalan hefur hækkað nokkuð í morgun í takt við hækkanir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og fór yfir 8.000 stig um hádegisbil en vísitalan fór undir 8.000 stig í niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í síðustu viku. Gengi bréfa í Exista hefur leitt hækkunina í Kauphöllinni það sem af er degi en gengið hefur hækkað um rúm fimm prósent.

Stærsta húsnæðislánafyrirtæki BNA dregur saman seglin

Countrywide Financial, stærsta húsnæðislánafyrirtæki Bandaríkjanna, er byrjað að segja upp starfsfólki til þess að reyna að takast á við tap sem fyrirtækið hefur orðið fyrir í tengslum við svokölluð annars flokks lán.

Byggðarstofnun skilar hagnaði

Byggðarstofnun skilaði ríflega 4 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins 2007. Hreinar vaxtatekjur sofnunarinnar námu rétt rúmlega 86 milljónum króna miðað við neikvæðar vaxtatekjur upp á 49 milljónir á sama tímabili 2006.

Sjá næstu 50 fréttir