Minni vindhraði lækkar olíuverð 22. ágúst 2007 09:29 Maður tekur bensín á bíl sinn í Kína. Fellibylur við Mexíkóflóa hefur áhrif á verðlagningu á eldsneyti og olíu um allan heim. Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í verði í dag eftir að dró úr styrk fellibylsins Dean við Mexíkóflóa. Áður stefndi allt í að hann ógnaði olíuvinnslu við flóann sem hefði haft í för með sér að vinnslan myndi skerðast. Dean er nú flokkaður sem stormur og ekki talið að hann valdi miklum usla úr þessu. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,65 bandaríkjadali og stendur í 69,47 dölum á tunnu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan undir lok júní í sumar, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Seint í gær stefndi allt í að fellibylurinn myndi koma með ógnarhraða inn á Mexíkóflóa og geta valdið tjóni á olíuvinnslustöðvum á svæðinu. Þúsundir starfsmanna olíufyrirtækja á svæðinu voru því fluttir á brott á meðan óveðrið gengi yfir og skrúfað fyrir frekari vinnslu í bili. Eins og útlit er fyrir núna virðist starfsemin geta hafist á ný við Mexíkóflóa og er samdráttur á olíuframleiðslunni mun minni en horfur voru á.Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um stöðu olíubirgða í landinu síðar í dag. Sérfræðingar telja líkur á að eldsneytis og olíubirgðir muni enn minnka á milli vikna en slíkt getur leitt til verðhækkana. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í verði í dag eftir að dró úr styrk fellibylsins Dean við Mexíkóflóa. Áður stefndi allt í að hann ógnaði olíuvinnslu við flóann sem hefði haft í för með sér að vinnslan myndi skerðast. Dean er nú flokkaður sem stormur og ekki talið að hann valdi miklum usla úr þessu. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,65 bandaríkjadali og stendur í 69,47 dölum á tunnu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan undir lok júní í sumar, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Seint í gær stefndi allt í að fellibylurinn myndi koma með ógnarhraða inn á Mexíkóflóa og geta valdið tjóni á olíuvinnslustöðvum á svæðinu. Þúsundir starfsmanna olíufyrirtækja á svæðinu voru því fluttir á brott á meðan óveðrið gengi yfir og skrúfað fyrir frekari vinnslu í bili. Eins og útlit er fyrir núna virðist starfsemin geta hafist á ný við Mexíkóflóa og er samdráttur á olíuframleiðslunni mun minni en horfur voru á.Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um stöðu olíubirgða í landinu síðar í dag. Sérfræðingar telja líkur á að eldsneytis og olíubirgðir muni enn minnka á milli vikna en slíkt getur leitt til verðhækkana.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf