Viðskipti innlent

SPRON verður hlutafélag

Stofnfjáreigendur hafa samþykkt að breyta Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í hlutafélag. Tillagan var borin upp á fundi stofnfjáreigenda í Borgarleikhúsinu sem hófst klukkan fimm í kvöld. Fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að tillaga um að breyta sparisjóðnum í hlutafélag hafi verið samþykkt einróma á fundinum.

Á heimasíðu SPRON segir að þann 17. júlí síðastliðinn hafi stjórn sparisjóðsin samþykkt ákvörðun um að hefja undirbúning að breytingu SPRON í hlutafélag. Ákvörðunin sé háð samþykki stofnfjáreigenda og Fjármálaeftirlitsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×