Viðskipti innlent

Hinir óþekktu fjárfestar hafa grætt milljarð á Straumshlutnum

Hvað gerum við ef hinir óþekktu selja núna gætu þeir William Fall, forstjóri Straums, og stjórnarformaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson verið að spyrja sjálfa sig á þessari mynd.
Hvað gerum við ef hinir óþekktu selja núna gætu þeir William Fall, forstjóri Straums, og stjórnarformaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson verið að spyrja sjálfa sig á þessari mynd.

Ef hinir óþekktu erlendu fagfjárfestar, sem Straumsmenn segja að hafi keypt 5,31% hlut í Straumi/Burðarás fyrir 10,2 milljarða, myndu selja hlutinn sinn í dag þá væru þeir búnir að græða milljarð á þremur virkum dögum í Kauphöllinni. Hlutabréf í Straumi hafa hækkað um 11% frá sölugenginu 18,6 og stóð gengið í 20,75 nú rétt fyrir hádegi.

Aðeins hefur fengist uppgefið að kaupendur hlutarins eru erlendir fagfjárfestar en hefur reynst unnt að nafngreina þá þar sem þeir kjósa nafnleynd. Straumsmenn segja fjárfestana hafa fjárfest til lengri tíma en það gæti þó breyst því hver sættir sig ekki við að græða milljarð á þremur dögum?

Til að setja þetta í samhengi þá hafa hinir óþekktu erlendu fagfjárfestar grætt rétt tæpar 42 milljónir á klukkutíma þá daga sem Kauphöllin hefur verið opin frá því að viðskiptin áttu sér stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×