Viðskipti erlent

Hlutabréf í Evrópu og Asíu hækka

Kauphöllin í Frankfurt í Þýskalandi.
Kauphöllin í Frankfurt í Þýskalandi. MYND/AFP

Hlutabréf hækkuðu almennt í verði við opnun markaða í Evrópu og Asíu í morgun. FTSEurfirst 300 vísitalan hækkaði um 0,77 prósent og breska FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,96 prósent.

Í Asíu hækkuðu hlutabréf alls staðar í morgun nema í Japan en þar féll Nikkei vísitalan um 0,2 prósent við opnun markaðar.

Talið er að hækkunin í morgun skýrist meðal annars af væntingum um lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×