Viðskipti erlent

Hlutabréf í Asíu hækka í verði

Kauphöllin í Sjanghæ í Kína.
Kauphöllin í Sjanghæ í Kína. MYND/AFP

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði við opnun markaða í morgun. Svo virðist sem markaðir víða um heim séu nú smám saman að jafna sig eftir óróleika undanfarnar vikur.

Japanska Nikkei vísitalan hækkaði um 1,5 prósent við opnun í morgun og þá hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 4,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×