Fleiri fréttir

MK One tapar tæpum þremur milljörðum

Breska verslunarkeðjan MK One, sem er í eigu Baugs, var rekin með tæplega þriggja milljarða krónu halla á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins The Times.

Spáð áframhaldandi ólgu

Sérfræðingar spá því að ólga á fjármálamörkuðum heimsins haldi áfram í nokkurn tíma. Þrýstingur á seðlabanka Bandaríkjanna um að lækka stýrivexti eykst nú með hverjum deginum.

Öflugir erlendir fagfjárfestar keyptu Straumshlutinn

Mikið hefur verið rætt og ritað í dag og í gær um þá ákvörðun fjárfestingabankans Straums/Burðaráss að selja 5,31% eignahlut sinn í bankanum. Flestum þótti verðið ansi lágt enda bréfin seld á genginu 18,6. Heimildir Vísis herma hins vegar að það hafi þjónað hagsmunum Straumsmanna að selja nú þar sem kaupendurnir eru öflugir erlendir fagfjárfestar munu styrkja bankann þegar til lengri tíma er litið.

Fjarskiptakerfi endurreist í Perú

Teymi tæknimanna er komið til Perú til að reisa við fjarskiptakerfi í landinu sem rústaðist í jarðskjálftunum sem hafa riðið yfir landið undanfarna daga.

Líst illa á tilboð í Sainsbury’s

Eitt stærsta verkalýðsfélag Bretlandseyja hvetur stjórn bresku verslunarkeðjunnar Sainsbury´s að hafna tilboði í keðjuna sem fjárfestingafélag frá Quatar hefur lagt fram. Það er konungsfjölskylda landsins sem stendur á bak við félagið, Delta Two.

Novator selur BTC

Fagnaðarlæti brutust út í bönkum í Sófíu í Búlgaríu sem sáu um sölulok á 90 prósenta hlut Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í búlgarska símafyrirtækinu BTC til bandaríska fjármálafyrirtækisins AIG Global Investment Group í gærmorgun.

Inngrip seðlabanka hífði upp vísitölur

Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu tóku við sér í gær eftir talsverða lækkun í vikunni eftir að seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að lækka millibankavexti lánastofnana um 50 punkta í því augnamiði að draga úr óróa á fjármálamarkaði.

Peningaskápurinn ...

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er yfirtaka Kaupþings á NIBC í Hollandi stærsta fjárfesting í íslensku viðskiptalífi fyrr og síðar. Forsvarsmenn Kaupþings eru ekki bara sáttir við verðið, samsvörun þessara tveggja fyrirtækja- og fjárfestingarbanka er einnig augljós.

Seldu eigin bréf undir lokagengi

Straumur fjárfestingabanki seldi eigin hlutabréf fyrir rúma 10,2 milljarða króna laust eftir klukkan tíu í gærmorgun, alls 550 milljón hluti á genginu 18,6.

Sá óþekkti græddi 444 milljónir á Straumi í gær

Straumur/Burðarás fjárfestingabanki seldi í gærmorgun stóran hluta sinna eigin bréfa í bankanum fyrir 10,23 milljarða. Ekki hefur fengist uppgefið hver kaupandinn er en sá óþekkti einstaklingur eða einstaklingar hljóta að brosa hringinn. Þegar markaðurinn lokaði í gærdag hafði hann eða þeir grætt 444 milljónir vegna mikilla hækkana bréfanna.

Þriðja kynslóðin komin í gagnið

Þriðju kynslóðar farsímakerfi Símans verður tekið í notkun í næstu viku. Þetta kemur fram á bloggsíðu Símans en Linda Waage upplýsingafulltrúi vildi ekki staðfesta hvenær kerfið yrði opnað fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Hækkun á Wall Street

Hækkun varð á verðbréfum á Wall Street í dag eftir að bandaríski seðlabankinn ákvað að lækka vexti á lánum til banka og fjármálastofna. Dow Jones-vísitalan hækkaði um tæp tvö prósent og Nasdaq-vísitalan um rúmlega 2,20 prósent.

Geisladiskurinn 25 ára í dag

Fyrir sléttum 25 árum, þann 17. ágúst árið 1982, leit fyrsti geisladiskurinn dagsins ljós í verksmiðju tækjaframleiðandans Phillips.

Exista hækkaði um 5% í dag

Nú við lokun hlutabréfamarkaðarins í dag er grænt á nær öllum tölum í Kauphöllinni og úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæp 3% yfir daginn. Mesta hækkunin hefur orðið á bréfum Exista eða 4,97%.

Björgólfur hefur innleyst 110 milljarða króna hagnað

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur innleyst 110 milljarða króna hagnað með sölu á tveimur símafyrirtækjum í Austur-Evrópu á rúmu ári. Í dag var endanlega gengið frá sölu Novators, félags Björgólfs Thors, á 90% hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC fyrir 127 milljarða. Hagnaður Björgólfs Thors af þeim viðskiptum nemur um 60 milljörðum. Í fyrra seldi hann hlut sinn í tékkneska fjarskiptafyrirtækinu CRa og græddi 50 milljarða á þeim viðskiptum.

Góð byrjun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir að seðlabanki landsins ákvað að koma til móts við niðursveiflu á mörkuðum með lækkun millibankavaxta.

Novator selur BTC fyrir 127 milljarða króna

Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lokið við sölu á 90 prósenta hlut sínum í búlgarska landssímanum, BTC, til bandaríska fjármálafyrirtækisins AIG Global Investment Group. Söluandvirði nemur 1,4 milljörðum evra, jafnvirði 127 milljörðum íslenskra króna.

Íbúðaverð hækkar enn

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli júní og júlí. Það sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um 11,7%, þar af hefur verð á fjölbýliseignum hækkað um 11,4% og á sérbýliseignum um 12,5%.

Vísitölur á uppleið eftir vaxtalækkun

Gengi hlutabréfa á alþjóðamörkuðum rauk upp skömmu eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði óvænt millibankavexti til að koma til móts við niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum í dag. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4,14 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum leiddi hækkunina til skamms tíma þegar bréfin ruku upp um 6,7 prósent.

Vextir lækkaðir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna kom til móts við niðursveiflu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag með lækkun millibankavaxta upp á 50 punkta. Við það fara vextirnir úr 6,25 prósentum í 5,75 prósent.

Føroya Banki opnar útibú í Danmörku

Hinn færeyski Føroya Banki ætlar að setja á laggirnar útibú í Danmörku á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hlutabréf í bankanum eru skráð í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn í Danmörku. Føroya Banki segir aðstæður á dönskum bankamarkaði ríma vel við stefnu bankans.

Nasdaq segir tilboð sitt betra

Forsvarsmenn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hvetja hluthafa í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir að kauphöllin í Dubaí hafi lagt fram hærra yfirtökutilboð í norræna markaðinn í dag. Kauphöllin í Dubai ræður nú þegar yfir 25 prósentum af hlutafé OMX.

Vilja hætta við hækkun stýrivaxta

Hagfræðingar hafa áhyggjur af því að hagvöxtur muni minnka á heimsvísu í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði sem hefur valdið usla á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. Gangi það eftir mun fjármögnun verða erfiðari en áður. Bloomberg segir að evrópski seðlabankinn verði að falla frá hækkun stýrivaxta í næsta mánuði.

Exista leiðir hækkanir í Kauphöllinni

Exista leiðir hækkanir í Kauphöllinni í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu dags. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 1,5 prósent við opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en þetta er í samræmi þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag, sem þó hafa sveiflast beggja vegna núllsins.

Eimskip opnar skrifstofu í Japan

Eimskip hefu opnað sína fyrstu skrifstofu í Japan. Það gerði félagið í dag og er opnunin liður í markvissri uppbyggingu Eimskips í Asíu eins og segir í tilkynningu frá félaginu.

Hækkanir og lækkanir í Evrópu

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa tekið ágætlega við sér í kjölfar minni lækkana á Wall Street í gær en dagana á undan. Taugatitrings gætir hins vegar hjá asískum fjárfestum en Nikkei-vísitalan lækkaði um rúm 5,4 prósent við lokun markaða í Japan í morgun. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í sjö ár.

Skúbb er best með forsjá

Orðið á götunni þykir ein ferskasta vefsíðan í íslenskum netheimum. Eins og ötulum skúbburum sæmir fara Orðsins menn þó stundum fram úr sjálfum sér. Þannig greindi síðan fyrst frá brotthvarfi Allans Strand og nokkurra lykilstjórnenda Glitnis í Lúxemborg.

Kauphöllin í Dubai býður í OMX

Borse Dubai, sem rekur Kauphöllina í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur lagt fram tilboð í OMX-kauphöllina sem Kauphöll Íslands tilheyrir ásamt öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltsríkjunum.

Haglari, gull og dósamatur

Alþjóðamarkaðir nötra þessa dagana, og engin virðist treysta sér til að spá hvenær ósköpunum lýkur. Krónan veiktist skyndilega í gær og hlutabréf í Kauphöll Íslands fylgdu í kjölfarið. Sérfræðingar endurtaka í sífellu að áhættufælni fjárfesta hafi aukist; sem leiði til þess að fjárfestar dragi sig út af hlutabréfamarkaði og ávaxti fé sitt á öruggari máta.

Vonast eftir betra gengi evrópskra markaða

Vonir standa til að evrópskir markaðir rétti úr kútnum í dag, eftir að hlutabréf á Wall Street í New York í Bandaríkjunum hækkuðu í gær. Markaðir í Evrópu hækkuðu lítillega í morgun. Dow Jones vísitalan hækkaði um 300 stig síðasta klukkutímann fyrir lokun kauphallarinnar í kjölfar orðróms um að seðlabankinn myndi lækka stýrivexti.

Samkeppni flutt út á land með ljósleiðara

Aukin nýting á þeim hluta ljósleiðarakerfis landsins sem áður var í höndum Ratsjárstofnunar gæti opnað fyrir samkeppni á landsbyggðinni. Vodafone og Síminn hyggjast semja við ríkið um að fá að nota bandbreiddina sem losnar.

Wall Street réttir úr kútnum

Eftir miklar lækkanir síðustu daga virðist bandaríski fjármálamarkaðurinn vera að rétta úr kútnum. Lækkanir urður á Dow og Nasdaq vísitölunum í dag en engan veginn eins miklar og undanfarið. Dow lækkaði um 0.12 prósent og Nasdaq um 0.32 prósent. S&P 500 vísitalan hækkaði hins vegar í dag um 0.32 prósent.

Taugatitringur á mörkuðum

Taugatitrings hefur gætt á mörkuðum um allan heim í dag. Krónan veiktist um tæp 3% í dag og hefur veikst um 12% á einum mánuði. Úrvalsvísitalan íslenska lækkaði um tæp 4% í dag og hefur ekki verið jafn lág í fjóra mánuði.

Afkoma Icelandic Group undir væntingum

Afkoma Icelandic Group dróst nokkuð saman á milli ára. Hagnaðurinn nam 2,2 milljónum evra, jafnvirði rúmar 208 milljónir króna, á fyrri hluta árs. Það tapaði hins vegar 84 þúsund evrum á öðrum ársfjórðungi samanborið við tæplega 1,3 milljóna evra hagnað á sama tíma í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri félagsins, segir afkomuna ekki í samræmi við væntingar.

Enn þrengir að bandarískum fasteignamarkaði

Samdrátturinn á bandarískum fasteignamarkaði hefur skilað sér í því að nýbyggingum hefur snarfækkað vestra og hafa þær ekki verið með minna móti í áratug. Útgáfa nýrra byggingarleyfa hefur ekki verið með minna móti í ellefu ár. Fjöldi byggingarleyfa þykir ágæt vísbending um komandi tíð, sem er ekki björt, að mati greinenda.

Exista lækkaði mest í Kauphöllinni

Hlutabréfavísitölur víða um heim hafa lækkað mikið í dag. Þar á meðal féll Úrvalsvísitalan um 3,84 prósent og stendur hún í 7.572 stigum en vísitalan hefur ekki verið jafn lág síðan í byrjun apríl. Gengi Existu lækkaði mest, eða um 8,32 prósent. Fast á hæla félagsins fylgja Teymi, 365 og Icelandair Group.

Vísitölur niður í Bandaríkjunum

Hlutabréfavísitölur lækkuðu í fyrstu viðskiptum dagsins á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Markaðirnir opnuðu fyrir nokkrum mínútum og virðist sem hrakspár fjárfesta um áframhaldandi niðursveiflu haldi áfram.

Bréf í Teymi hafa lækkað um 8% í dag

Fjögur fyrirtæki í Kauphöll Íslands hafa lækkað um 6% eða meira það sem af er degi. Gengi hlutabréfa í Teymi, móðurfélags Vodafone, hafa lækkað mest eða um 8,1%. Teymi er að stærstum hluta í eigu Baugs Group. Gengi bréfa í Exista lækka enn einn daginn en þau hafa lækkað um rúm 26% á undanförnum þrjátíu dögum.

Framkvæmdastjóri Glitnis í Luxemborg hættur

Allan Strand Olesen framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxemborg er hættur. Pétur Þ. Óskarsson fjölmiðlafulltrúi Glitnis segir að þetta hafi staðið til í nokkrun tíma en Allan láti nú formlega af störfum.

Fjárfestar reikna með frekari lækkun vestanhafs

Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts.

Krónan hefur fallið um 12% á einum mánuði

Krónan hefur veikst um 2,2 % íþað sem af er degi. Greining Glitnis segir að gengi krónu hafi því lækkað um tæp 12% frá 18. júlí þegar hún var í sínu sterkasta gildi á árinu. Áhættuflótti fjárfesta frá hávaxtamyntum í kjölfar vandræða á bandarískum húsnæðislánamarkaði er ein helsta ástæðan fyrir veikingu krónunnar undanfarið.

Hráolíuverð lækkar á markaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkkaði um allt að rúman einn og hálfan bandaríkjadal samhliða falli á helstu fjármálamörkuðum. Inn í lækkunina spilar betri veðurspá við Mexíkóflóa en reiknað er með að hitabeltisstormar sem ógnuðu olíuvinnslustöðvum við flóann muni verða lengra frá landi en búist var við.

Sjá næstu 50 fréttir