Viðskipti innlent

Blanda súkkulaðis og lakkríss vekur athygli

Blanda af súkkulaði og lakkrís er meðal þess sem mesta at­hygli hefur vakið af tilraunaútflutningi Nóa Síríusar til Danmerkur. Í síðasta mánuði hófst útflutningur til Danmerkur fyrir verslunar­keðjuna IRMA.

„Eins og kunnugt er búa margir Íslendingar í Danmörku og þeir munu vafalítið taka þessu fagnandi enda er mikil eftirspurn eftir íslensku sælgæti hjá Íslendingum búsettum erlendis,“ segir á vef Nóa Síríusar.

Mest áhersla er lögð á sælgæti þar sem blandað er lakkrís og súkkulaði. „Sú blanda hefur vakið töluverða athygli enda séríslenskt fyrirbrigði að blanda þessu saman,“ segir á vefnum, en auk sælgætis af þessari gerð eru fluttar út Opal-töflurnar sem fólki hér eru að góðu kunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×