Viðskipti erlent

Stærsta húsnæðislánafyrirtæki BNA dregur saman seglin

MYND/Gety Images

Countrywide Financial, stærsta húsnæðislánafyrirtæki Bandaríkjanna, er byrjað að segja upp starfsfólki til þess að reyna að takast á við tap sem fyrirtækið hefur orðið fyrir í tengslum við svokölluð annars flokks lán.

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa vanskil á slíkum lánum, sem veitt hafa verið til viðskiptavina með litla greiðslugetu, aukist að undanförnu samfara hækkandi stýrivöxtum í Bandaríkjunum. Það hefur komið niður á bandarískum lánafyrirtækjum og hafði auk þess áhrif á markaði víða um heim.

Hlutabréf í Countrywide Finacial lækkuðu mikið í síðustu viku vegna þessara fregna og þá sagði greiningarfyrirtækið Merrill Lynch að hætta væri á því að fyrirtækið yrði gjaldþrota vegna þessa og samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði.

Eftir því sem fram kemur á vef Wall Street Journal standa uppsagnir fyrir dyrum hjá lánasviði félagsins en ekki liggi fyrir hversu mörgum verði sagt upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×