Viðskipti innlent

Gasfélagið álitlegur fjárfestingakostur

Bjarni er kominn aftur í heim viðskiptanna með kaupum sínum á Gasfélaginu.
Bjarni er kominn aftur í heim viðskiptanna með kaupum sínum á Gasfélaginu. MYND/VILHELM

"Ég lít fyrst og fremst á þetta sem álitlegan fjárfestingakost," segir Bjarni Ármannsson fyrrum forstjóri Glitnis í samtali við Vísi en hann hefur fest kaup á Gasfélaginu ehf. Félagið er helsti innflytjandi á gasi og gashylkjum til landsins.

Gasfélagið var á árum áður í eigu olíufélaganna eða fram til 2005 en síðan hafa tveir aðrir aðilar átt það og kaupir Bjarni félagið af Krossá ehf. sem er í eigu Hjálmars Blöndal fyrrum framkvæmdastjóra DV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×