Viðskipti innlent

Íslandsdeild útskriftarnema London Business School

Hans Kristján Árnason, Sir James Ball og Jónas H. Haralz ræða málin við stofnun London Business School Alumni Iceland Club í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku.
Hans Kristján Árnason, Sir James Ball og Jónas H. Haralz ræða málin við stofnun London Business School Alumni Iceland Club í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku. MYND/Pjetur

Stofnaður hefur verið London Business School Alumni Club Ice­land, sem nefna mætti Íslands­deild útskriftarnema LBS. Stofnfundur fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku að viðstöddum hagfræðingnum Sir James Ball og eiginkonu hans Lady Lindsay Ball, auk hóps fyrrum nemenda skólans héðan. Sir James er fyrrverandi rektor London Business School. Þá var viðstaddur stofnfundinn Jónas H. Haralz, heiðursdoktor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Frá London Business School hafa á þriðja tug Íslendinga lokið námi, þar á meðal Hans Kristján Árnason sem var fyrstur Íslendinga til að stunda þar MSc/MBA framhaldsnám á árunum 1973 til 1975. Viðstaddir stofnfundinn voru hins vegar margir þeirra fimmtán sem búsettir eru hér á landi.

Sir James Ball er kunnur fyrir rit sín og rannsóknir á sviði verðbólguhagfræði og hefur verið einn aðalráðgjafi bresku stjórnarinnar í efnahagsmálum. Sir James var hér þó ekki í sinni fyrstu heimsókn því árið 1974 kom hann hingað í fyrirlestrarferð í boði Seðlabankans, Landsbankans og viðskiptadeildar Háskólans.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×