Fleiri fréttir

Hámarkslánhlutfall lækkar í 80%

Félagsmálaráðherra samþykkti í dag að lækka hámarkslánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Þessar breytingar taka gildi frá og með morgundeginum. Þá var jafnframt ákveðið að halda hámarkslánum óbreyttum í 18 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan í methæðum

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,08 prósent við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag og endaði vísitalan í 8.408. Hún hefur aldrei verið hærri. Mesta hækkun var á bréfum í Föroya Banka en mest varð lækkun á bréfum færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum.

Nokia er umhverfisvænst

Farsímaframleiðandinn Nokia er umhverfisvænsti raftækjaframleiðandinn samkvæmt nýjum lista frá Greenpeace. Sony er á botninum í fjórtánda og síðasta sæti listans.

Hráolía lækkar í verði

Verð á hráolíu lækkaði í dag eftir að hafa náð tíu mánaða hámarki seint í gær. Fjölmargir olíumiðlarar höfðu gert framvirka samninga í von um að verð héldi áfram að hækka og ýttu þar með undir hækkun á olíuverði. Verðið hafði hækkað um fimm prósent undanfarna fjóra daga vegna slíkra samninga.

Rarik stígur fyrsta skrefið í útrás sinni

Ríkisorkurisinn Rarik hefur keypt hlut í norska orkufyrirtækinu Blåfells Energi af Landsbanka Íslands. Eðlilegt að spurningar vakni um fjárfestingar ríkisfyrirtækja segir forstjórinn.

iPhone í sölu í Bandaríkjunum

iPhone-síminn frá Apple er kominn á markað í Bandaríkjunum. Eftirvæntingin eftir símanum hefur verið gríðarleg, en hann er blanda af iPod-spilara, farsíma og lófatölvu með stórum snertiskjá.

525.000 iPhone símar seldir

Apple seldi 525.000 iPhone síma í Bandaríkjunum fyrstu söluhelgina. Símarnir eru einungis fáanlegir í verslunum Apple og AT&T vestanhafs.

DaimlerChrysler frestar uppgjöri

Bandarísk- þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler ætlar að fresta birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung fram til loka ágúst. Upphaflega stóð til að birta uppgjörið 26. júlí næstkomandi. Ástæðan fyrir töfunum er sala á meirihluta í Chrysler-armi fyrirtækisins til bandaríska fjárfestingafélagsins Cerberus Capital Management.

Róbert og Sindri selja í Actavis

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sindri Sindrason, stjórnarformaður, hafa báðir tilkynnt að þeir ætli að selja alla hluti þeim tengdum í félaginu til Novators, sem hefur gert yfirtökutilboð í Actavis. Samkvæmt tilboðinu ætti Róbert að fá 12,3 milljarða fyrir bréf sín en Sindri um tvo milljarða króna.

Samruni í bígerð við Persaflóa

Tveir bankar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga í samrunaviðræðum. Gangi sameining þeirra eftir verður til einn stærsti banki við Persaflóa með eignir upp á 48,7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði þrjú þúsund milljarða íslenskra króna.

Tilboð í Virgin Media

Fjárfestingafélagið Carlyle er sagt ætla að leggja fram yfirtökutilboð í bresku kapalsjónvarpsstöðina Virgin Media upp á rúma 5,5 milljarða punda, jafnvirði 692,7 milljarða íslenskra króna.

Stærsta yfirtaka í Kanada

Samkomulag hefur náðst um kaup tveggja bandarískra fjárfestingasjóða og lífeyrissjóðs frá Kanada á kanadíska fjarskiptafélaginu Bell Canada. Kaupverð nemur 51,7 milljörðum kanadískum dölum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup í sögu Kanada.

Algengir erfðaþættir gáttarifs uppgötvaðir

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðila telja sig hafa uppgötvað algenga erfðaþætti sem auka áhættu á gáttatifi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature.

iPhone seldist vel um helgina

Þúsundir gerðu sér far í verslanir Apple nú um helgina til að fjárfesta í nýjum iPhone. Allt að 200 þúsund tæki voru keypt á föstudag, en það var fyrsti dagurinn sem varan var seld. Þó tækið hafi verið fáanlegt í 164 Apple verslunum í gær er ljóst að meginþorri birgða er uppurinn.

Hádegisverður á 36 milljónir

Hádegisverður með milljarðamæringnum og stórfjárfestinum, Warren Buffet, seldist á litlar 36 milljónir króna á uppboðsvefnum Ebay. Buffet er þriðji ríkasti maður í heimi samkvæmt tímaritinu Forbes

Bara fyrir iPod

Út er komin platan 100 íslensk 80"s lög í útgáfu sem aðeins er hægt að nota fyrir iTunes og iPod. Er þetta í fyrsta sinn sem útgáfa sem þessi kemur út hér á landi.

Marel eykur við hlut sinn í Stork

Marel hefur aukið við hlut sinn í hollensku samstæðunni Stork og situr nú á tæpum sautján prósentum. Fyrir átti Marel, sem hefur sóst eftir því að kaupa matvælavinnsluvélahluta Stork, tæp ellefu prósent.

Ný lög um endurvinnslu rafúrgangs sett

Ný lög hafa verið sett í Bretlandi sem skylda þarlenda framleiðendur rafbúnaðar til að tryggja endurvinnslu vara sinna. Lögsetning þessi hefur verið í burðarliðnum í tvö ár.

Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Mentor

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu.

iPhone mættur á svæðið

Hinn langþráði iPhone sími er kominn í almenna sölu í Bandaríkjunum. Fjölmargir biðu fyrir utan sölustaði Apple og AT&T til að tryggja sér eintak. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar verslanirnar opnuðu klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma. Síminn kemur á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Dagsetningar hafa ekki verið tilkynntar.

Gróðavon í fasteignaviðskiptum

Fjárfestingafélagið Askar Capital hyggst stofna fjárfestingasjóð á Indlandi í haust. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra félagsins, á fundi með fjármálaráðherra Indlands og fleirum á Hótel Holti í gær.

Yfirtakan á Invik í höfn

Ekkert kemur nú í veg fyrir að yfirtaka Milestone, félags bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona, á sænska fjármálafyrirtækinu Invik gangi eftir. Í gær hafði Racon Holdings, dótturfélag Milestone, tryggt sér um 98 prósent hlutafjár í Invik og 99 prósent atkvæðisréttar þegar tilboðsfrestur rann út.

Keops tvöfaldar stærð Stoða

Fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram yfirtökutilboð í danska fasteignafélagið Keops og bjóða hluthöfum annaðhvort reiðufé eða hlutabréf í Stoðum í skiptum. „Það sem menn fá með að gera þetta er félag sem er tvöfalt það sem Stoðir eru í dag,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða. „Ef þetta gengur eftir verða Stoðir í hópi stærstu fasteignafélaga Norðurlanda og það er svigrúm til frekari fjárfestinga.“

Þinglýstum kaupsamningum fjölgar verulega

Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 36 á milli vikna. Í vikunni sem leið var 249 samningum þinglýst en 213 í vikunni þar áður. Heildarvelta jókst um 860 milljónir.

Geysir Green Energy stærsti hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja

Sveitarfélögin á Suðurnesjum, í Árborg, Vestmannaeyjum og í Kópavogi hafa selt hluti sína í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy. Fyrirtækið hefur nú eignast 43 % prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja og var gengið frá kaupunum í dag.

Atlantic Petroleum hækkaði um 90% á fyrri helmingi ársins

Atlantic Petroleum hækkaði langmest fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hér á landi á fyrri helmingi ársins, eða um rúm 90 prósent. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. Þar segir enn fremur að ávöxtun á hlutabréfa á markaði hafi verið mjög góð á fyrri árshelmingi.

Askar Capital kominn til Indlands

Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum.

Stoðir verði stærsta fasteignafélag Norðurlanda

Íslenska fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram kauptilboð í danska fasteignaféalgið Keops og hyggst taka það af markaði. Í framhaldinu er stefnt að því að setja Stoðir á markað og gera það að stærsta fasteignafélagi Norðurlanda.

Tap hjá Mosaic Fashions

Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er á markað hér á landi, tapaði 3,3 milljónum punda, rúmum 415 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 800 þúsundum punda, rúmum 100 milljónum króna.

FL Group tekur 28 milljarða lán

FL Group undirritaði í dag 330 milljóna evra lánssamning til þriggja ára við bandaríska fjárfestingabankann Morgan Stanley. Þetta jafngildir 28 milljörðum króna og er fjármögnun vegna kaupa á hlutafé í Glitni.

Líkur á stýrivaxtahækkun í Japan

Greinendur í Japan telja líkur á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í þriðja sinn á sjö árum í ágúst vegna verðhjöðnunar þar í landi upp á 0,1 prósent í maí, fjórða mánuðinn í röð. Stýrivextir í Japan hafa einungis verið hækkaðir tvisvar síðan árið 2000 og standa í 0,5 prósentum.

Vöruskiptahallinn við útlönd minnkar

Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 10,7 milljarða krónur í maí, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er 1,9 milljörðum krónum minni halli á vöruskiptum en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptin á fyrstu fimm mánuðum ársins drógust saman um helming á milli ára.

Eve-TV í loftið

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur sett á laggirnar sjónvarpsstöðina Eve-TV sem er ætlað að fylgja eftir vinsældum tölvuleiksins Eve Online. „Við byrjuðum með þetta í fyrrasumar. Þá vorum við með tilraunaútsendingar frá íþróttaviðburðum í tölvuleiknum Eve og síðan endurtókum við þetta fyrir jól á síðasta ári,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.

Stýrivextir í Bandaríkjunum áfram í 5.25%

Seðlabandi Bandaríkjanna hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum eða í 5.25%. Þetta er í áttunda skipti sem stýrivextirnir standa í stað og telja sérfræðingar líkur á því að þeir haldist þeir sömu út árið. Ákvörðunin er í takt við spár greinenda.

iPhone í hnotskurn

Nú þegar einn dagur er þangað til iPhone kemur í búðir í Bandaríkjunum hafa myndast biðraðir fyrir framan Apple verslanir víðsvegar um landið. Um hvað snýst æðið? Vísir.is skoðar iPhone og eiginleika hans.

Olíuverð ekki hærra í 10 mánuði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust yfir 70 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna yfirvofandi skorts á eldsneyti yfir sumartímann. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan síðasta haust.

Hægur hagvöxtur í Bandaríkjunum

Hagvöxtur mældist 0,7 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi ekki mælst minni í fjögur ár er þetta 0,1 prósentustigi meira en gert var ráð fyrir. Hagfræðingar höfðu hins vegar gert ráð fyrir 0,8 prósenta hagvexti.

Brynhildur ráðin til Saga Capital

Brynhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Stöðvar 2, hefur verið ráðin forstöðumaður Samskiptasviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka. Hún mun hafa yfirumsjón með markaðsmálum bankans, almannatengslum hans og samskiptum við innlenda og erlenda samstarfsaðila.

PFS úthlutar tíðniheimildum

Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað fjarskiptafyrirtækjunum Amitelo AG og IceCell ehf., félags í eigu BebbiCell AG, tíðniheimildir fyrir GSM 1800 farsímakerfi. Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð í heimildirnar en einungis lá fyrir að úthluta þeim til tveggja fyrirtækja.

Metafkoma hjá BBC

Breska ríkisútvarpið (BBC) skilaði hagnaði upp 111,1 milljónir punda, um 14 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er metafkoma í sögu útvarpsins sem skrifast að miklu leyti á góða sölu á mynddiskaútgáfum sjónvarpsþátta á borð við Planet Earth, Life on Mars og Doctor Who, sem nú er sýndur í Ríkissjónvarpinu.

BYR og SPK sameinast

Stjórnir BYRS sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs hafa ákveðið að sameina fyrirtækin og miðast samruninn við 1. janúar 2007.

Impregilo grunað um svik á Ítalíu

Gengi hlutabréfa í ítalska verktakafyrirtækin Impregilo, sem meðal annars sér um framkvæmdir á Kárahnjúkum, féll um rúm 15 prósent á hlutabréfamarkaði á Ítalíu eftir að ítalskur ríkissaksóknari þar í landi bannaði fyrirtækinu að nýta sér meinaði fyrirtækinu sjá um eyðingu úrgangs í Campaniahéraði á Ítalíu. Fyrirtækið er grunað um svik í tengslum við eyðinguna.

Árdegi kaupir hlut Baugs Group í Merlin

Árdegi hf hefur keypt hlut Baugs Group í dönsku raftækjakeðjunni Merlin. Eftir söluna verður Merlin dótturfélag Árdegis sem mun eiga 65% af fyrirtækinu og Milestone mun eiga 35%. Það verða engar meiriháttar breytingar á núverandi þriggja ára viðsnúningsáætlun Merlin.

Sjá næstu 50 fréttir