Viðskipti innlent

Marel eykur við hlut sinn í Stork

Marel hefur tryggt sér tæplega sautján prósenta hlut .
Marel hefur tryggt sér tæplega sautján prósenta hlut . Fréttablaðið/AFP

Marel hefur aukið við hlut sinn í hollensku samstæðunni Stork og situr nú á tæpum sautján prósentum.



Fyrir átti Marel, sem hefur sóst eftir því að kaupa matvælavinnsluvélahluta Stork, tæp ellefu prósent.



Fjárfestingafélagið Candover hefur lýst yfir áhuga á að gera 1,5 milljarða evra yfirtökutilboð í Stork. Það jafngildir 127 milljörðum króna.

Stuðningur er við tilboðið hjá stórum hópi hluthafa Stork en samþykki 80 prósent þeirra þarf til eigi það að ganga í gegn.



Með eignarhlut Marels nú, sem er mótfallið tilboði Candover, virðist sá stuðningur ekki til staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×