Viðskipti innlent

Sorpa bs. selur hlut sinn í Efnamóttökunni hf.

Sorpa hefur selt eignahlut sinn í Efnamóttökunni.
Sorpa hefur selt eignahlut sinn í Efnamóttökunni. Mytnd/ Visir.is
Stjórn SORPU samþykkti síðastliðinn mánudag tilboð Furu hf. og Gámaþjónustunnar hf. í eignarhlut SORPU í Efnamóttökunni hf.

Í fréttatilkynningu frá Sorpu segir að stofnun spilliefnamóttöku SORPU bs. og síðar Efnamóttökunnar hf. megi telja með mikilvægari og stærri framfaraskrefum í umhverfismálum á Íslandi. Fyrir þann tíma hafi söfnun og förgun spilliefna verið í lamasessi hér á landi.

„Uppbygging Efnamóttökunnar hf. hefur tekið mið af því að öll umsýsla og meðferð spilliefna sé unnin á faglegan hátt af vel þjálfuðu og hæfu starfsfólki. Þetta hefur skilað þeim árangri, ásamt því kerfi á söfnun spilliefna sem hér er notað að óvíða er árangur við söfnun og förgun spilliefna meiri," segir í tilkynningunni.

SORPA bs. átti 34% hlut í Efnamóttökunni að nafnverði rúmar 8,2 milljónir. Kaupverðið er trúnaðarmál.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×