Viðskipti erlent

Hádegisverður á 36 milljónir

Warren Buffet er hér með Bill Gates og Melindu konu hans.
Warren Buffet er hér með Bill Gates og Melindu konu hans.

Hádegisverður með milljarðamæringnum og stórfjárfestinum, Warren Buffet, seldist á litlar 36 milljónir króna á uppboðsvefnum Ebay.

 

Það voru Monish Prabai, 43 ára forstjóri hjá Pabrai Investment Funde og Guy Spier, sem rekur Aquamarine sjóðinn, sem buðu hæst í hádegisverðinn. Þeir munu ásamt sex öðrum gestum njóta félagsskapar Buffett á veitingastaðnum New York's Smith & Wollensky.

 

Buffet er 76 ára gamall. Hann hóf viðskiptaveldi sitt með yfirtöku lítillar textílverksmiðju árið 1967. Hann hefur nú byggt upp risaveldi með margvíslega starfsemi. Hann á meðal annars tryggingafyrirtæki, teppaverksmiðjur og sælgætisverslanir. Á hverju ári hittir hann þúsundir aðdáenda og fjárfesta sem vilja þiggja rágjöf frá honum um hagfræði, fjármál og stjórnun. Buffet er þriðji ríkasti maður í heimi samkvæmt tímaritinu Forbes.

 

Pabrai segir að peningunum sé vel varið því hann hafi lært svo mikið af Buffett.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×