Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hækkaði um 90% á fyrri helmingi ársins

MYND/Stefán

Atlantic Petroleum hækkaði langmest fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hér á landi á fyrri helmingi ársins, eða um rúm 90 prósent. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag.

Þar segir enn fremur að ávöxtun á hlutabréfa á markaði hafi verið mjög góð á fyrri árshelmingi og að flest félög Úrvalsvísitölunnar hafi hækkað mikið. Bréf í Landsbankanum og Atorku hækkuðu næstmest á árshelmingnum eða um 45 prósent. Exista, sem kemur inn í Úrvalsvísitöluna frá og með mánudeginum, hækkaði einnig myndarlega á tímabilinu eða 58,5 prósent.

Aðeins tvö félög lækkuðu á helmingnum en það voru 365 um rúmlega fjórðung og Össur um rúm sex prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×