Rarik stígur fyrsta skrefið í útrás sinni 3. júlí 2007 06:00 Kaup Rarik á 10,5 prósenta hlut í Blåfell Energi eru fyrsta útrásarskref fyrirtækisins. Stefnt er að því að stofna sérstakt hlutafélag um erlendar fjárfestingar Rarik. Hér skrifa þeir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, og Smári Þorvaldsson frá Landsbankanum undir kaupsamning. Rarik hefur keypt 10,5 prósenta hlut í norska orkufyrirtækinu Blåfells Energi af Landsbankanum. Eftir kaupin á Landsbankinn 17,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Blåfell Energi er skráð á hlutabréfamarkað í Ósló með eigið fé upp á tæplega 1,7 milljarða íslenskra króna. Finnska orkufyrirtækið Kymopvioima Hydro Oy á helmingshlut í Bláfelli og hið hollenska Koop Duurzame Energi rúmlega tuttugu og tvö prósent. Rarik er opinbert hlutafélag að fullu í eigu íslenska ríkisins og er fjárfestingin sú fyrsta sem félagið ræðst í utan landsteinanna. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, segir eðlilegt að spurningar vakni um hvort eðlilegt sé að fyrirtæki, sem er að fullu í eigu ríkisins, leggist í fjárfestingar sem þessar. „Þetta eru spurningar sem við höfum spurt okkur í mörg ár. Nú er Rarik orðið að hlutafélagi og stjórn fyrirtækisins taldi að þetta væri leið sem rétt væri að fara.“ Tryggvi telur fjárfestinguna samræmast yfirlýstri stefnu Rarik: að veita sem besta þjónustu með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi „Við teljum að með því að miðla okkar þekkingu og sækja nýja getum við bætt okkar þjónustu.“ Tryggvi játar að stjórn Rarik hugi að frekari útrásarskrefum en segir ekki tímabært að tjá sig frekar eins og mál standa. „Stefna stjórnarinnar er að nýta þá þekkingu sem er í fyrirtækinu, en takmarka hana ekki við heimahagana. Íslendingar eru þekktir fyrir hreina orku og við búum yfir áralangri reynslu og þekkingu sem eðlilegt er að miðla.“ Ætlunin er að Rarik og Landsbankinn komi að gerð 45 vatnsaflsvirkjana í Noregi í gegnum Blåfall Energi og er áætlað að heildarfjárfestingin nemi rúmum 10,8 milljörðum íslenskra króna. Reiknað er með að fjárfestingin geti skilað sextán til tuttugu prósenta ávöxtun á ári „Við förum í þetta verkefni með aðilum sem hafa hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi, rétt eins og við,“ segir Tryggvi Þór Haraldsson. Ætlunin er að skilja útrásarmálin frá hefðbundnum rekstri Rarik og stofna sjálfstætt hlutafélag um erlendar fjárfestingar félagsins. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Rarik hefur keypt 10,5 prósenta hlut í norska orkufyrirtækinu Blåfells Energi af Landsbankanum. Eftir kaupin á Landsbankinn 17,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Blåfell Energi er skráð á hlutabréfamarkað í Ósló með eigið fé upp á tæplega 1,7 milljarða íslenskra króna. Finnska orkufyrirtækið Kymopvioima Hydro Oy á helmingshlut í Bláfelli og hið hollenska Koop Duurzame Energi rúmlega tuttugu og tvö prósent. Rarik er opinbert hlutafélag að fullu í eigu íslenska ríkisins og er fjárfestingin sú fyrsta sem félagið ræðst í utan landsteinanna. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, segir eðlilegt að spurningar vakni um hvort eðlilegt sé að fyrirtæki, sem er að fullu í eigu ríkisins, leggist í fjárfestingar sem þessar. „Þetta eru spurningar sem við höfum spurt okkur í mörg ár. Nú er Rarik orðið að hlutafélagi og stjórn fyrirtækisins taldi að þetta væri leið sem rétt væri að fara.“ Tryggvi telur fjárfestinguna samræmast yfirlýstri stefnu Rarik: að veita sem besta þjónustu með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi „Við teljum að með því að miðla okkar þekkingu og sækja nýja getum við bætt okkar þjónustu.“ Tryggvi játar að stjórn Rarik hugi að frekari útrásarskrefum en segir ekki tímabært að tjá sig frekar eins og mál standa. „Stefna stjórnarinnar er að nýta þá þekkingu sem er í fyrirtækinu, en takmarka hana ekki við heimahagana. Íslendingar eru þekktir fyrir hreina orku og við búum yfir áralangri reynslu og þekkingu sem eðlilegt er að miðla.“ Ætlunin er að Rarik og Landsbankinn komi að gerð 45 vatnsaflsvirkjana í Noregi í gegnum Blåfall Energi og er áætlað að heildarfjárfestingin nemi rúmum 10,8 milljörðum íslenskra króna. Reiknað er með að fjárfestingin geti skilað sextán til tuttugu prósenta ávöxtun á ári „Við förum í þetta verkefni með aðilum sem hafa hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi, rétt eins og við,“ segir Tryggvi Þór Haraldsson. Ætlunin er að skilja útrásarmálin frá hefðbundnum rekstri Rarik og stofna sjálfstætt hlutafélag um erlendar fjárfestingar félagsins.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira