Viðskipti innlent

Stoðir verði stærsta fasteignafélag Norðurlanda

Keops á eignir víða í Skandinavíu, þar á meðal í Svíþjóð.
Keops á eignir víða í Skandinavíu, þar á meðal í Svíþjóð.

Íslenska fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram kauptilboð í danska fasteignaféalgið Keops og hyggst taka það af markaði. Í framhaldinu er stefnt að því að setja Stoðir á markað og gera það að stærsta fasteignafélagi Norðurlanda.

Fram kemur á vef Kauphallarinnar að Stoðir tilboðið hljóði upp á á 24 danskar krónur á hlut, sem er 9 prósentum yfir lokagengi bréfanna í gær í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þá býðst hluthöfum í Keops einnig hlutur í Stoðum fyrir bréf sín.

Baugur er einn aðaleigandi Stoða og á sömuleiðis 30 prósent í Keops en ætlunin er að kaupa afganginn af bréfum Keops. Fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen að Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, hafi þegar ákveðið að selja sinn hlut til Stoða en hann nemur einnig 30 prósentum. Þannig hafa Stoðir þegar tryggt sér 60 af hlutafé Keops.

Á vef Börsen er jafnfram haft eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, forstjóra Stoða, að ætlunin sé að búa til stærsta fasteignafélag Norðurlanda en Stoðir og Keops eru nú að svipaðri stærð og eiga eignir á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Þá á Baugur auk þess hluti í dönsku fasteignafélögunum Atlas og Nordicom og munu þeir hlutir renna inn í Stoðir.

Að sögn Skarphéðins er rætt um að skrá Stoðir á markað á Íslandi en ekki er útilokað að það verði skráð í aðra kauphöll á Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×