Viðskipti innlent

BYR og SPK sameinast

Stjórnir BYRS sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs hafa ákveðið að sameina fyrirtækin og miðast samruninn við 1. janúar 2007. Fram kemur í tilkynningu að gert sé ráð fyrir að hlutur stofnfjáreigenda í BYR verði 87 prósent í sameinuðum sjóði og hlutur stofnfjáreigenda í SPK verður 13 prósent. Hlutafé BYRS verður aukið um 2,7 milljarða til þess að þetta hlutfall náist.

Heildareignir sameinaðs sjóðs verða um 130 milljarðar króna en samtals reka félögin níu útibú á höfuðborgarsvæðinu. BYR varð til um síðustu áramót þegar Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar runnu saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×