Fleiri fréttir Íslendingar hagnast á millilagslánum Íslenski millilagslánasjóðurinn Carta Capital Mezzanine Fund 1 skilaði 1.160 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 763 milljónir króna árið 2005. 28.3.2007 05:15 Álverið hefur áhrif á krónu Verði ekki af stækkun álversins í Straumsvík má reikna með lækkun á gengi krónunnar og ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. Verði hins vegar farið í stækkun álversins er hægt að gera ráð fyrir áframhaldandi verðbólgu, háum stýrivöxtum og viðvarandi viðskiptahalla á meðan á framkvæmdum stendur. 28.3.2007 05:00 Mikil fjölgun hluthafa í skráðum fyrirtækjum Arðgreiðslur í formi hlutabréfa og skráning nýrra félaga olli fjölgun hluthafa um 74 þúsund á síðasta ári. Kaupþing og Exista voru fjölmennustu almenningshlutafélögin í árslok. 28.3.2007 05:00 Hampiðjan tapaði í fyrra Hampiðjan tapaði 695 þúsund evrum í fyrra, rúmri 61 milljón króna, en hagnaðist um 4,1 milljón evra árið 2005. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um 5,9 milljarðar evra, 520 milljónir króna, og dróst saman um ellefu prósent á milli ára. 28.3.2007 04:45 Sprotar leita viðskiptaengla í Reykjavík Fjárfestaþing Seed Forum hefst í Reykjavík á morgun. Á þinginu kynna fulltrúar átta sprotafyrirtækja frá Íslandi og Norðurlöndum fyrirtæki sín og framtíðarhorfur fyrir fjárfestum. 28.3.2007 04:30 Framleiða undraefni úr þorski Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. 28.3.2007 04:30 eMax flytur Vegna flutnings á starfsemi eMax úr Hlíðarsmára í Thorvaldsensstræti, geta orðið truflanir á netsambandi, varar fyrirtækið við. Flutningurinn kemur til vegna kaupa WBS (Wireless Broadband Systems) á rekstrinum. Bæði fyrirtæki hafa unnið að því að byggja upp þráðlaus wiMax tölvunet. 28.3.2007 04:00 Áhyggjur með englavernd Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. 28.3.2007 04:00 Skotarnir seinir til Frændur okkar hjá Royal Bank of Scotland hafa skikkað starfsmenn sína til að opna launareikning hjá bankanum. Fjölmiðlar í Bretlandi segja starfsmenn bankans, sem kjósa að halda launareikningi sínum opnum hjá samkeppnisaðilum, eiga yfir höfði sér áminningu. 28.3.2007 04:00 Forgengileiki hamingjunnar Í nýjasta tölublaði Vísbendingar veltir ritstjóri blaðsins fyrir sér afdrifum þeirra sem ná árangri í lífinu, hvort árangurinn kunni að draga úr fólki kraft eða hafa jafnvel neikvæð áhrif síðar á æviskeiðinu. 28.3.2007 03:30 Áhrif á íslensk fyrirtæki óljós Áhrif þess að skattar verði lækkaðir úr þrjátíu prósentum í 28 prósent í Bretlandi eru óljós. Þetta er mat Hildar Árnadóttur, fjármálastjóra Bakkavarar Group. 28.3.2007 03:15 Búist við uppsögnum hjá Citigroup Orðrómur er uppi um að bandaríski fjárfestingabankinn Citigroup, eitt stærsta fjármálafyrirtæki heims, ætli ýmist að segja upp rúmlega 15.000 manns eða færa höfuðstöðvar bankans til að lækka kostnað. Breytingarnar eru sagðar liður í hagræðingaráformum bankans en horft er til þess að spara um einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 67 milljarða íslenskra króna, með aðgerðunum. 28.3.2007 03:00 Engin kreppa hjá VR VR hefur ákveðið að lækka félagsgjöld félagsmanna úr einu prósenti af heildarlaunum í 0,7 prósent hinn 1. júlí næstkomandi eftir að aðalfundur samþykkti tillögu þess efnis. 28.3.2007 03:00 Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar bandarískra neytenda minnkuðu úr 111,2 stigum í 107,2 stig í þessum mánuði. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni er samdráttur á fasteignamarkaði og hækkun á heimsmarkaði á hráolíu. Í síðasta mánuði höfðu væntingar Bandaríkjamanna ekki mælst hærri í fimm ár. 27.3.2007 16:06 Actavis kaupir Lyfjaþróun Actavis hefur keypt íslenska fyrirtækið Lyfjaþróun hf., sem sérhæfir sig í þróun nefúðalyfja. Með kaupunum öðlast Actavis þekkingu á þróun á nýjum lyfjaformum sem félagið býr ekki yfir í dag. Kaupverð er ekki gefið upp. 27.3.2007 15:15 Kínverjar komnir á sportbílamarkaðinn Kínverjar hafa sett á markað sportbíla undir merkjum MG. Þetta eru fyrstu kínversku sportbílarnir sem framleiddir eru en ríkisfyrirtækið Nanjing Automobile keypti framleiðsluna í heilu lagi frá breska fyrirtækinu Rover fyrir tveimur árum. Markaðshópur fyrirtækisins eru „nútímalegir herramenn,“ líkt og segir í auglýsingu fyrirtækisins. 27.3.2007 11:05 Aldrei meira fjármagn sent úr landi Innflytjendur frá Mið- og Suður-Ameríku sem starfa í Bandaríkjunum hafa sent 62 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.170 milljarða íslenskra króna, af launum sínum til ættingja sinna í heimalandinu, samkvæmt upplýsingum frá Ameríska þróunarbankanum. Reiknað er með því að upphæðin muni nema 100 milljörðum dala, jafnvirði ríflega 6.700 milljörðum króna, árið 2011. 27.3.2007 06:00 Lengstu vefföngin 63 stafir EURid, stofnunin sem sér um að skrá evrópsku .eu-vefföngin, hefur skráð sex vefföng sem fylla hámarkslengdina, 63 stafi. Þar á meðal eru fullt nafn velsks bæjar og fyrstu 63 tölustafirnir í óendanlegu tölunni pí. 27.3.2007 05:00 Er tölvan þín örugg? Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. 26.3.2007 18:49 Enn samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs Velta á fasteignamarkaði dróst saman um 3,9 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í febrúar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem samdráttar gætir á fasteignamarkaði vestanhafs, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Þetta er engu að síður talsvert minni samdráttur en í janúar þegar veltan féll um 15,8 prósent. 26.3.2007 16:18 Hráolíuverð komið yfir 63 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu er komið í rúma 63 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað mikið síðan Íranar handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Þá á aukin spenna vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Íran hlut að máli en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var því fylgjandi á laugardag að herða aðgerðir gegn Írönum. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra á árinu. 26.3.2007 10:41 Bjartsýni hjá forráðamönnum fyrirtækja Mikill meirihluti forráðamanna fyrirtækjanna, 80 prósent, telur aðstæður í efnahagslífinu fara batnandi. Hlutfall þeirra sem telja aðstæður í efnahagslífinu betri hefur hækkað á síðustu mánuðum og er enn mjög hátt. Fyrirtæki í samgöngum, flutningum og þjónustu, bygginga starfsemi og veitum og í sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnust á ástandið í efnahagslífinu. 26.3.2007 09:41 Porsche auka eignarhlut sinn í VW Porsche-bílaframleiðandinn nýtti sér í gær mikla hækkun á hlutabréfum í Volkswagen til að auka eignarhlut sinn í fyrirtækinu úr 27,3 prósentum í 31 prósent. samkvæmt þýskum lögum ber fyrirtækjum sem eiga 31 prósent hlut eða hærri að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa upp þeirra bréf. Porsche vildu ekki kaupa alla hlutina og nýttu því tækifærið nú þegar hlutabréf í Volkswagen hækkuðu. Svo virðist sem bollaleggingar Porsche-manna muni bera tilætlaðan árangur. 25.3.2007 11:14 Hráolíuverð ekki hærra á árinu Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp eftir að Íranar tóku 15 breska sjóliða höndum á Persaflóa á föstudag. Verðið rauk upp í 62,65 bandaríkjadali á tunnu skömmu síðar en slík verðlagning á svartagullinu hefur ekki sést á mörkuðum á þessu ári. 25.3.2007 08:45 Apple TV komið í verslanir vestra Apple eru byrjaðir að selja nýja Apple TV sjónvarpstengiboxið í verslunum í Bandaríkjunum. Búist er við að íslenskir kaupendur geti nálgast vöruna um miðjan næsta mánuð. Apple TV tengist þráðlaust við tölvur, bæði Apple og PC tölvur og streymir myndskeiðum í sjónvarpið. 24.3.2007 18:27 Sala á geisladiskum hefur hríðfallið Sala á geisladiskum hefur hríðfallið í Bandaríkjunum á þessu ári miðað við söluna árin þar á undan. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa aðeins selst 89 milljónir geisladiska miðað við 112 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Aukningin á niðurhali á stafrænni tónlist vegur ekki þarna upp á móti því neytendur eiga það til að hala aðeins niður þeim lögum sem þeir kjósa að hlusta á af hverri plötu í stað þess að hala niður allri plötunni. 24.3.2007 15:19 Peningaskápurinn ... Væntanlega hafa glaðst í gær starfsmennirnir 550 frá Eimskipi og dótturfélögum þegar í ljós kom að óvissuferð sem lagt var upp í um morguninn endaði í borginni Barcelona á Spáni. Mikil spenna hafði ríkt fyrir ferðina, en óvissuferðin er sú þriðja sem Eimskip býður sínu fólki upp á. 24.3.2007 00:01 Wall Street að ná sér á strik Vikan sem er að líða var sú besta á Wall Street undanfarin fjögur ár. Uppgangurinn er að mestu leyti að þakka auknum kaupum á fasteignum en fasteignamarkaðurinn var farinn að hægja verulega á sér. 23.3.2007 22:02 Tölvumiðstöð sparisjóðanna fær nýtt nafn Tölvumiðstöð sparisjóðanna heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi félagsins í dag. Hjá Teris, sem er upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónustar fjármálafyrirtæki og á meðal stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins, starfa 100 manns. 23.3.2007 18:15 Atorka eykur við sig í Romag Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Romag, leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. Atorka á eftir kaupin 16 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Kaupverð viðbótarhlutarins er um 235 milljónir króna en heildar markaðverðmæti eignarhlutar Atorku nemur tæpum 2 milljörðum króna. 23.3.2007 17:31 Engin merki um samdrátt á fasteignamarkaði Heildarútlán innlánastofnana til íbúðarkaupa námu 3,7 milljörðum króna í febrúar sem jafngildir 900 milljóna króna aukningu á milli mánaða. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljörðum króna á sama tíma en það er sömuleiðis aukning á milli mánaða.Greiningardeild Kaupþings segir engin merki um að draga sé úr umsvifum á fasteignamarkaði. 23.3.2007 16:58 Minni hagnaður hjá Samherja Útgerðafélagið Samherji skilaði hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára. 23.3.2007 14:25 Almenna verkfræðistofan semur við Skýrr Almenna verkfræðistofan hefur samið við Skýrr um kaup og innleiðingu á fyrirtækjagáttinni Microsoft Office SharePoint Server 2007. Þetta er hugbúnaðarlausn sem gefur kost á miðlægu og gagnvirku samskipta- og vinnusvæði á Netinu fyrir aðgang, stjórnun og samnýtingu mikilvægra upplýsinga, skjala, forrita og fólks. 23.3.2007 12:06 Actavis enn í baráttunni um Merck Actavis er enn með í samkeppninni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Orðrómur er uppi um að fyrirtækið hafi dregið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyrirtækinu Mylan. Þannig greinir fréttavefur Forbes og Economic Times frá í dag. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug. 23.3.2007 11:34 Stofna veitu til höfuðs YouTube Bandarískar sjónvarpsstöðvar áætla nú að stofna vefveitu til höfuðs YouTube. NBC og Fox áætla að selja þætti á borð við 24, House og Heroes á vefnum sem og vinsælar kvikmyndir. Tilgangurinn er að hafa betri stjórn á dreifingu efnis á vefnum. 23.3.2007 10:43 Atorka eignast um 30% í Clyde Process Solutions Atorka hefur eignast 29,81 prósents hlut í Clyde Process Solutions (CPS) í tengslum við útgáfu á nýju hlutafé hjá félaginu. CPS er skráð á AIM markaðnum í London. Heildarverð kaupanna nemur 9 milljónum punda, jafnvirði 1.180 milljónum króna. 23.3.2007 10:22 Blackstone Group ætlar í hlutafjárútboð Bandaríski fjárfestasjóðurinn Blackstone Group, sem er einn af stærstu sjóðum heims, ætlar að efna til almenns hlutafjárútboðs með hluta af bréfum í sjóðum og skrá félagið á markað. Markmiðið er að auka hlutafé um fjóra milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 266 milljarða íslenskra króna. 23.3.2007 09:55 Tækifæri í nýjum samningi Evrópska efnahagssvæðið, og þar með Ísland, á ekki aðild að samkomulagi sem Evrópusambandið og Bandaríkin komust að í gær. Í því felst að öllum flugfélögum innan Evrópusambandsins verður, frá 30. mars 2008, heimilt að fljúga til Bandaríkjanna frá hvaða landi innan sambandsins sem er. Hingað til hafa ríki Evrópusambandsins haft sérsamninga um gagnkvæm flugréttindi við Bandaríkin. 23.3.2007 06:15 Harma mismunun þjónustugreina SVÞ vilja að endurgreiðsla virðisaukaskatts til stofnana af aðkeyptri þjónustu nái víðar en til upplýsingatækni. Samtökin héldu aðalfund sinn í gær. 23.3.2007 06:15 Breytt stjórn hjá Bakkavör Sjálfkjörið er í stjórn Bakkavarar sem tekur við keflinu á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í dag. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, er nýr stjórnarmaður í Bakkavör. 23.3.2007 06:00 Endurspeglar ekki hluthafahópinn Nokkur breyting verður á stjórn Icelandic Group sem verður kjörin í dag á aðalfundi félagsins. Athygli vekur að enginn frá fjárfestingarfélaginu ISP býður sig fram til stjórnar. Félagið, sem er dótturfélag TM, er fjórði stærsti hluthafinn í Icelandic Group. Það heldur utan um 12,4 prósenta hlut í Icelandic Group og ætti því venjum samkvæmt að hafa fulltrúa í stjórn. 23.3.2007 06:00 Shire kærir Actavis Frumlyfjafyrirtækið Shire hefur höfðað mál á hendur Colony Pharmaceuticals, dótturfyrirtæki Actavis í Bandaríkjunum, fyrir brot á einkaleyfi við framleiðslu á athyglisröskunarlyfinu Adderal XR. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, segir Shire reyna að hægja á skráningu samheitalyfsins hjá Actavis, sem hefur lagt inn umsókn hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu. 23.3.2007 05:15 Gjensidige stefnir að skráningu Gjensidige Forsikring, norska fjármálafyrirtækið sem á tæp tíu prósent í Storebrand, stefnir að skráningu í Kauphöllina í Osló á seinni hluta ársins til þess að vera betur í stakk búið til að taka þátt í umbreytingum á norskum fjármálamarkaði. 23.3.2007 04:00 Sjónvarpsstöðvar sameinast gegn YouTube Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC Universal og Fox ætla að taka höndum saman og stofna netveitu sem miðlar efni þeirra. Netveitan er stofnuð til höfuðs öðrum netveitum sem miðla sjónvarpsefni, svo sem YouTube, sem er í eigu netleitarfyrirtækisins Google. 22.3.2007 17:06 Baugur opnar verslunarmiðstöð í Stokkhólmi Á morgun opnar fyrsti áfangi SOUK – nýrrar verslunarmiðstöðvar við Drottningagötu í Stokkhólmi í Svíþjóð. SOUK er í eigu Baugs Group. Haft er eftir Åke Hellqvist, forstjóra SOUK, að fyrirtækið líti á verslunarmiðstöðina sem stærstu og djörfustu tískufjárfestinguna í Stokkhólmi í langan tíma. 22.3.2007 17:13 Sjá næstu 50 fréttir
Íslendingar hagnast á millilagslánum Íslenski millilagslánasjóðurinn Carta Capital Mezzanine Fund 1 skilaði 1.160 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 763 milljónir króna árið 2005. 28.3.2007 05:15
Álverið hefur áhrif á krónu Verði ekki af stækkun álversins í Straumsvík má reikna með lækkun á gengi krónunnar og ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. Verði hins vegar farið í stækkun álversins er hægt að gera ráð fyrir áframhaldandi verðbólgu, háum stýrivöxtum og viðvarandi viðskiptahalla á meðan á framkvæmdum stendur. 28.3.2007 05:00
Mikil fjölgun hluthafa í skráðum fyrirtækjum Arðgreiðslur í formi hlutabréfa og skráning nýrra félaga olli fjölgun hluthafa um 74 þúsund á síðasta ári. Kaupþing og Exista voru fjölmennustu almenningshlutafélögin í árslok. 28.3.2007 05:00
Hampiðjan tapaði í fyrra Hampiðjan tapaði 695 þúsund evrum í fyrra, rúmri 61 milljón króna, en hagnaðist um 4,1 milljón evra árið 2005. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um 5,9 milljarðar evra, 520 milljónir króna, og dróst saman um ellefu prósent á milli ára. 28.3.2007 04:45
Sprotar leita viðskiptaengla í Reykjavík Fjárfestaþing Seed Forum hefst í Reykjavík á morgun. Á þinginu kynna fulltrúar átta sprotafyrirtækja frá Íslandi og Norðurlöndum fyrirtæki sín og framtíðarhorfur fyrir fjárfestum. 28.3.2007 04:30
Framleiða undraefni úr þorski Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. 28.3.2007 04:30
eMax flytur Vegna flutnings á starfsemi eMax úr Hlíðarsmára í Thorvaldsensstræti, geta orðið truflanir á netsambandi, varar fyrirtækið við. Flutningurinn kemur til vegna kaupa WBS (Wireless Broadband Systems) á rekstrinum. Bæði fyrirtæki hafa unnið að því að byggja upp þráðlaus wiMax tölvunet. 28.3.2007 04:00
Áhyggjur með englavernd Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. 28.3.2007 04:00
Skotarnir seinir til Frændur okkar hjá Royal Bank of Scotland hafa skikkað starfsmenn sína til að opna launareikning hjá bankanum. Fjölmiðlar í Bretlandi segja starfsmenn bankans, sem kjósa að halda launareikningi sínum opnum hjá samkeppnisaðilum, eiga yfir höfði sér áminningu. 28.3.2007 04:00
Forgengileiki hamingjunnar Í nýjasta tölublaði Vísbendingar veltir ritstjóri blaðsins fyrir sér afdrifum þeirra sem ná árangri í lífinu, hvort árangurinn kunni að draga úr fólki kraft eða hafa jafnvel neikvæð áhrif síðar á æviskeiðinu. 28.3.2007 03:30
Áhrif á íslensk fyrirtæki óljós Áhrif þess að skattar verði lækkaðir úr þrjátíu prósentum í 28 prósent í Bretlandi eru óljós. Þetta er mat Hildar Árnadóttur, fjármálastjóra Bakkavarar Group. 28.3.2007 03:15
Búist við uppsögnum hjá Citigroup Orðrómur er uppi um að bandaríski fjárfestingabankinn Citigroup, eitt stærsta fjármálafyrirtæki heims, ætli ýmist að segja upp rúmlega 15.000 manns eða færa höfuðstöðvar bankans til að lækka kostnað. Breytingarnar eru sagðar liður í hagræðingaráformum bankans en horft er til þess að spara um einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 67 milljarða íslenskra króna, með aðgerðunum. 28.3.2007 03:00
Engin kreppa hjá VR VR hefur ákveðið að lækka félagsgjöld félagsmanna úr einu prósenti af heildarlaunum í 0,7 prósent hinn 1. júlí næstkomandi eftir að aðalfundur samþykkti tillögu þess efnis. 28.3.2007 03:00
Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar bandarískra neytenda minnkuðu úr 111,2 stigum í 107,2 stig í þessum mánuði. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni er samdráttur á fasteignamarkaði og hækkun á heimsmarkaði á hráolíu. Í síðasta mánuði höfðu væntingar Bandaríkjamanna ekki mælst hærri í fimm ár. 27.3.2007 16:06
Actavis kaupir Lyfjaþróun Actavis hefur keypt íslenska fyrirtækið Lyfjaþróun hf., sem sérhæfir sig í þróun nefúðalyfja. Með kaupunum öðlast Actavis þekkingu á þróun á nýjum lyfjaformum sem félagið býr ekki yfir í dag. Kaupverð er ekki gefið upp. 27.3.2007 15:15
Kínverjar komnir á sportbílamarkaðinn Kínverjar hafa sett á markað sportbíla undir merkjum MG. Þetta eru fyrstu kínversku sportbílarnir sem framleiddir eru en ríkisfyrirtækið Nanjing Automobile keypti framleiðsluna í heilu lagi frá breska fyrirtækinu Rover fyrir tveimur árum. Markaðshópur fyrirtækisins eru „nútímalegir herramenn,“ líkt og segir í auglýsingu fyrirtækisins. 27.3.2007 11:05
Aldrei meira fjármagn sent úr landi Innflytjendur frá Mið- og Suður-Ameríku sem starfa í Bandaríkjunum hafa sent 62 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.170 milljarða íslenskra króna, af launum sínum til ættingja sinna í heimalandinu, samkvæmt upplýsingum frá Ameríska þróunarbankanum. Reiknað er með því að upphæðin muni nema 100 milljörðum dala, jafnvirði ríflega 6.700 milljörðum króna, árið 2011. 27.3.2007 06:00
Lengstu vefföngin 63 stafir EURid, stofnunin sem sér um að skrá evrópsku .eu-vefföngin, hefur skráð sex vefföng sem fylla hámarkslengdina, 63 stafi. Þar á meðal eru fullt nafn velsks bæjar og fyrstu 63 tölustafirnir í óendanlegu tölunni pí. 27.3.2007 05:00
Er tölvan þín örugg? Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. 26.3.2007 18:49
Enn samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs Velta á fasteignamarkaði dróst saman um 3,9 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í febrúar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem samdráttar gætir á fasteignamarkaði vestanhafs, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Þetta er engu að síður talsvert minni samdráttur en í janúar þegar veltan féll um 15,8 prósent. 26.3.2007 16:18
Hráolíuverð komið yfir 63 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu er komið í rúma 63 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað mikið síðan Íranar handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Þá á aukin spenna vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Íran hlut að máli en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var því fylgjandi á laugardag að herða aðgerðir gegn Írönum. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra á árinu. 26.3.2007 10:41
Bjartsýni hjá forráðamönnum fyrirtækja Mikill meirihluti forráðamanna fyrirtækjanna, 80 prósent, telur aðstæður í efnahagslífinu fara batnandi. Hlutfall þeirra sem telja aðstæður í efnahagslífinu betri hefur hækkað á síðustu mánuðum og er enn mjög hátt. Fyrirtæki í samgöngum, flutningum og þjónustu, bygginga starfsemi og veitum og í sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnust á ástandið í efnahagslífinu. 26.3.2007 09:41
Porsche auka eignarhlut sinn í VW Porsche-bílaframleiðandinn nýtti sér í gær mikla hækkun á hlutabréfum í Volkswagen til að auka eignarhlut sinn í fyrirtækinu úr 27,3 prósentum í 31 prósent. samkvæmt þýskum lögum ber fyrirtækjum sem eiga 31 prósent hlut eða hærri að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa upp þeirra bréf. Porsche vildu ekki kaupa alla hlutina og nýttu því tækifærið nú þegar hlutabréf í Volkswagen hækkuðu. Svo virðist sem bollaleggingar Porsche-manna muni bera tilætlaðan árangur. 25.3.2007 11:14
Hráolíuverð ekki hærra á árinu Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp eftir að Íranar tóku 15 breska sjóliða höndum á Persaflóa á föstudag. Verðið rauk upp í 62,65 bandaríkjadali á tunnu skömmu síðar en slík verðlagning á svartagullinu hefur ekki sést á mörkuðum á þessu ári. 25.3.2007 08:45
Apple TV komið í verslanir vestra Apple eru byrjaðir að selja nýja Apple TV sjónvarpstengiboxið í verslunum í Bandaríkjunum. Búist er við að íslenskir kaupendur geti nálgast vöruna um miðjan næsta mánuð. Apple TV tengist þráðlaust við tölvur, bæði Apple og PC tölvur og streymir myndskeiðum í sjónvarpið. 24.3.2007 18:27
Sala á geisladiskum hefur hríðfallið Sala á geisladiskum hefur hríðfallið í Bandaríkjunum á þessu ári miðað við söluna árin þar á undan. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa aðeins selst 89 milljónir geisladiska miðað við 112 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Aukningin á niðurhali á stafrænni tónlist vegur ekki þarna upp á móti því neytendur eiga það til að hala aðeins niður þeim lögum sem þeir kjósa að hlusta á af hverri plötu í stað þess að hala niður allri plötunni. 24.3.2007 15:19
Peningaskápurinn ... Væntanlega hafa glaðst í gær starfsmennirnir 550 frá Eimskipi og dótturfélögum þegar í ljós kom að óvissuferð sem lagt var upp í um morguninn endaði í borginni Barcelona á Spáni. Mikil spenna hafði ríkt fyrir ferðina, en óvissuferðin er sú þriðja sem Eimskip býður sínu fólki upp á. 24.3.2007 00:01
Wall Street að ná sér á strik Vikan sem er að líða var sú besta á Wall Street undanfarin fjögur ár. Uppgangurinn er að mestu leyti að þakka auknum kaupum á fasteignum en fasteignamarkaðurinn var farinn að hægja verulega á sér. 23.3.2007 22:02
Tölvumiðstöð sparisjóðanna fær nýtt nafn Tölvumiðstöð sparisjóðanna heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi félagsins í dag. Hjá Teris, sem er upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónustar fjármálafyrirtæki og á meðal stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins, starfa 100 manns. 23.3.2007 18:15
Atorka eykur við sig í Romag Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Romag, leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. Atorka á eftir kaupin 16 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Kaupverð viðbótarhlutarins er um 235 milljónir króna en heildar markaðverðmæti eignarhlutar Atorku nemur tæpum 2 milljörðum króna. 23.3.2007 17:31
Engin merki um samdrátt á fasteignamarkaði Heildarútlán innlánastofnana til íbúðarkaupa námu 3,7 milljörðum króna í febrúar sem jafngildir 900 milljóna króna aukningu á milli mánaða. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljörðum króna á sama tíma en það er sömuleiðis aukning á milli mánaða.Greiningardeild Kaupþings segir engin merki um að draga sé úr umsvifum á fasteignamarkaði. 23.3.2007 16:58
Minni hagnaður hjá Samherja Útgerðafélagið Samherji skilaði hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára. 23.3.2007 14:25
Almenna verkfræðistofan semur við Skýrr Almenna verkfræðistofan hefur samið við Skýrr um kaup og innleiðingu á fyrirtækjagáttinni Microsoft Office SharePoint Server 2007. Þetta er hugbúnaðarlausn sem gefur kost á miðlægu og gagnvirku samskipta- og vinnusvæði á Netinu fyrir aðgang, stjórnun og samnýtingu mikilvægra upplýsinga, skjala, forrita og fólks. 23.3.2007 12:06
Actavis enn í baráttunni um Merck Actavis er enn með í samkeppninni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Orðrómur er uppi um að fyrirtækið hafi dregið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyrirtækinu Mylan. Þannig greinir fréttavefur Forbes og Economic Times frá í dag. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug. 23.3.2007 11:34
Stofna veitu til höfuðs YouTube Bandarískar sjónvarpsstöðvar áætla nú að stofna vefveitu til höfuðs YouTube. NBC og Fox áætla að selja þætti á borð við 24, House og Heroes á vefnum sem og vinsælar kvikmyndir. Tilgangurinn er að hafa betri stjórn á dreifingu efnis á vefnum. 23.3.2007 10:43
Atorka eignast um 30% í Clyde Process Solutions Atorka hefur eignast 29,81 prósents hlut í Clyde Process Solutions (CPS) í tengslum við útgáfu á nýju hlutafé hjá félaginu. CPS er skráð á AIM markaðnum í London. Heildarverð kaupanna nemur 9 milljónum punda, jafnvirði 1.180 milljónum króna. 23.3.2007 10:22
Blackstone Group ætlar í hlutafjárútboð Bandaríski fjárfestasjóðurinn Blackstone Group, sem er einn af stærstu sjóðum heims, ætlar að efna til almenns hlutafjárútboðs með hluta af bréfum í sjóðum og skrá félagið á markað. Markmiðið er að auka hlutafé um fjóra milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 266 milljarða íslenskra króna. 23.3.2007 09:55
Tækifæri í nýjum samningi Evrópska efnahagssvæðið, og þar með Ísland, á ekki aðild að samkomulagi sem Evrópusambandið og Bandaríkin komust að í gær. Í því felst að öllum flugfélögum innan Evrópusambandsins verður, frá 30. mars 2008, heimilt að fljúga til Bandaríkjanna frá hvaða landi innan sambandsins sem er. Hingað til hafa ríki Evrópusambandsins haft sérsamninga um gagnkvæm flugréttindi við Bandaríkin. 23.3.2007 06:15
Harma mismunun þjónustugreina SVÞ vilja að endurgreiðsla virðisaukaskatts til stofnana af aðkeyptri þjónustu nái víðar en til upplýsingatækni. Samtökin héldu aðalfund sinn í gær. 23.3.2007 06:15
Breytt stjórn hjá Bakkavör Sjálfkjörið er í stjórn Bakkavarar sem tekur við keflinu á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í dag. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, er nýr stjórnarmaður í Bakkavör. 23.3.2007 06:00
Endurspeglar ekki hluthafahópinn Nokkur breyting verður á stjórn Icelandic Group sem verður kjörin í dag á aðalfundi félagsins. Athygli vekur að enginn frá fjárfestingarfélaginu ISP býður sig fram til stjórnar. Félagið, sem er dótturfélag TM, er fjórði stærsti hluthafinn í Icelandic Group. Það heldur utan um 12,4 prósenta hlut í Icelandic Group og ætti því venjum samkvæmt að hafa fulltrúa í stjórn. 23.3.2007 06:00
Shire kærir Actavis Frumlyfjafyrirtækið Shire hefur höfðað mál á hendur Colony Pharmaceuticals, dótturfyrirtæki Actavis í Bandaríkjunum, fyrir brot á einkaleyfi við framleiðslu á athyglisröskunarlyfinu Adderal XR. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, segir Shire reyna að hægja á skráningu samheitalyfsins hjá Actavis, sem hefur lagt inn umsókn hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu. 23.3.2007 05:15
Gjensidige stefnir að skráningu Gjensidige Forsikring, norska fjármálafyrirtækið sem á tæp tíu prósent í Storebrand, stefnir að skráningu í Kauphöllina í Osló á seinni hluta ársins til þess að vera betur í stakk búið til að taka þátt í umbreytingum á norskum fjármálamarkaði. 23.3.2007 04:00
Sjónvarpsstöðvar sameinast gegn YouTube Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC Universal og Fox ætla að taka höndum saman og stofna netveitu sem miðlar efni þeirra. Netveitan er stofnuð til höfuðs öðrum netveitum sem miðla sjónvarpsefni, svo sem YouTube, sem er í eigu netleitarfyrirtækisins Google. 22.3.2007 17:06
Baugur opnar verslunarmiðstöð í Stokkhólmi Á morgun opnar fyrsti áfangi SOUK – nýrrar verslunarmiðstöðvar við Drottningagötu í Stokkhólmi í Svíþjóð. SOUK er í eigu Baugs Group. Haft er eftir Åke Hellqvist, forstjóra SOUK, að fyrirtækið líti á verslunarmiðstöðina sem stærstu og djörfustu tískufjárfestinguna í Stokkhólmi í langan tíma. 22.3.2007 17:13