Viðskipti erlent

Porsche auka eignarhlut sinn í VW

AFP
Porsche-bílaframleiðandinn nýtti sér í gær mikla hækkun á hlutabréfum í Volkswagen til að auka eignarhlut sinn í fyrirtækinu úr 27,3 prósentum í 31 prósent. samkvæmt þýskum lögum ber fyrirtækjum sem eiga 31 prósent hlut eða hærri að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa upp þeirra bréf. Porsche vildu ekki kaupa alla hlutina og nýttu því tækifærið nú þegar hlutabréf í Volkswagen hækkuðu. Svo virðist sem bollaleggingar Porsche-manna muni bera tilætlaðan árangur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×