Viðskipti innlent

Breytt stjórn hjá Bakkavör

Katrín Pétursdóttir
Katrín Pétursdóttir

Sjálfkjörið er í stjórn Bakkavarar sem tekur við keflinu á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í dag. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, er nýr stjórnarmaður í Bakkavör.

Eftirtaldir hafa einnig boðið sig fram: Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, Antonios Yerolemou, stjórnarmaður í Bakkavör, Ásgeir Thoroddsen hrl, Dionysos Liveras, framkvæmdastjóri Laurens Patisseries, Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, og Panikos Katsouris, framkvæmdastjóri Katsouris Brothers.

Auk Katrínar er Dionysos Liveras nýr í stjórn. Út úr eldri stjórn ganga þeir Erlendur Hjaltason og Hreinn Jakobsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×