Fleiri fréttir

Gott fyrir Eyjamenn

Síminn hefur tekið í notkun nýja gagnvirka þjónustu í sjónvarpi um ADSL. Nú gefst viðskiptavinum með sjónvarp um ADSL kostur á að taka þátt í kosningum og skoðanakönnunum í gegnum fjarstýringu. Þjónustan var tekin í notkun fyrir skömmu í þættinum 6 til sjö á SkjáEinum.

Hin skapandi fjórða stoð hagkerfisins

Fræðimenn boða byltingu í atvinnuháttum og vilja bæta fjórðu stoðinni við það sem verið hefur þrískipting hagkerfisins undanfarin 250 ár: Frumframleiðsla, iðnaður, þjónusta og - skapandi atvinnuvegir. Hverju þarf að breyta til þess að Íslendingar verði vel í stakk búnir til að takast á við byltinguna?

Acer komið upp fyrir Dell í borðtölvum

Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner.

Stóri Brandur næsta máltíð

Sá leiði fylgikvilli fylgir því þegar maður tekur vel til matar síns af góðum mat að þá verður maður saddur. Það er leiðinlegt. Kosturinn við fjárfestingar og hagnað af þeim er hins vegar sá að maður verður aldrei saddur. Svona svipað því að vera grænmetisæta.

Kynna íslenskt fjármálalíf erlendis

Íslenskur fjármálamarkaður hefur vaxið hraðar en aðrar atvinnugreinar. Eitt af hlutverkum nýrra samtaka fjármálafyrirtækja verður að kynna íslenskt efnahagslíf á erlendum vettvangi.

Línuhönnun fær gæðaverðlaunin

Verkfræðistofan Línuhönnun fékk Íslensku gæðaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica síðdegis í gær.

Kauphöll yfir væntingum

Þýska kauphöllin í Frankfurt skilaði 175,1 milljón evra í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári.

IMF segir hagvöxt góðan í S-Ameríku

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) segir verðhækkanir á hráolíu, aukin neysla á heimamarkaði og góð peningamálastjórn hafa komið löndum í Suður-Ameríku til góða og hafa uppfært hagvaxtarspá landanna.

Promens hækkar boðið

Promens, dótturfélag Atorku, hækkaði í gær tilboð sitt í plastframleiðslufyrirtækið Polimoon, í kjölfar þess að Plast Holding A/S tilkynnti um hækkun síns tilboð til jöfnunar tilboði Promens.

Stjörnum prýdd ráðstefna

Í síðustu viku stóð ráðgjafarfyrirtækið Nordic eMarketing fyrir mikilli ráðstefnu og sýningu þar sem fjallað var um markaðssetningu og samskipti á netinu.

Símakostnaður lækkaður með netsíma

Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem nefnist Netsíminn. Þjónustan er sögð geta stórlækkað símakostnað fólks. Með Netsímanum er hringt úr nettengdri tölvu og hægt að hringja ókeypis í alla heimasíma, auk þess sem fólk í útlöndum getur hringt í netsíma hér án tilkostnaðar.

Samruni Kauphallarinnar við OMX styrkir íslensk fyrirtæki

Jukka Ruuska, forstjóri kauphallarsamstæðunnar OMX, segir samruna Kauphallar Íslands við OMX koma íslenskum fyrirtækjum til góða og efla þau ef eitthvað er. Ruuska segir í viðtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson að allar áhyggjur séu ástæðulausar. Íslensk fyrirtæki eigi síður en svo á hættu að verða tekin yfir af erlendum aðilum, að hans mati.

EGO fær viðurkenningu Orkuseturs

Orkusetur veitir EGO sjálfsafgreiðslustöðvunum viðurkenningu fyrir lofsvert frumkvæði að því að draga úr eldsneytisnotkun. Framlag EGO felst í því að bjóða ökumönnum tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum bifreiða á öllum EGO stöðvunum.

Tap GM minna en upphaflega var talið

Endurskoðaðar afkomutölur bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) benda til að tap fyrirtækisins hafi verið minna á þriðja ársfjórðungi en talið var í fyrstu.

Marel tapaði 61 milljón króna

Marel skilaði 674.000 evra tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 61 milljónar krónu taps samanborið við 1,2 milljóna evru eða ríflega 104 milljóna króna tapreksturs á sama tíma fyrir ári.

Hagnaður þýsku kauphallarinnar eykst

Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, skilaði 175,1 milljón evru í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins er komin til vegna sölu á eignum í Bandaríkjunum á tímabilinu.

Mælir með kaupum á bréfum Mosaic Fashions

Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út verðmat á Mosaic Fashions. Í verðmatinu segir að deildin telji vaxtarmöguleika Mosaic felast fyrst og fremst í opnun nýrra verslana utan Bretlands, sérstaklega á mörkuðum sem hafi reynst félaginu vel. Mælir deildin með kaupum á bréfum Mosaic Fashions.

Landsbankinn spáir 7,2 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans segja í endurskoðaðri verðbólguspá fyrir nóvember að verðhjöðnun verði upp á 0,1 prósent á milli mánaða, sem er lækkun frá óbreyttri vísitölu í fyrri. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga nema 7,2 prósentum.

Methagnaður hjá SPRON

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 9,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn nú er orðinn meiri en SPRON skilaði á öllu síðasta ári.

Lakshmi Mittal skipaður forstjóri Arcelor Mittal

Indverskættaði stálkóngurinn Lakshmi Mittal, einn ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, hefur tekið við sem forstjóri hins nýsameinaða stálfyrirtækis Arcelor Mittal. Fyrirtæki Mittals, Mittal Steel, keypti stálfyrirtækið Arcelor fyrir fimm mánuðum og hafa fyrirtækið sameinast.

Statoil eykur olíuvinnslu við Mexíkóflóa

Norski ríkisolíurisinn Statoil greindi frá því í dag að það hefði ætli að kaupa ýmsar eignir og réttindi til olíuvinnslu af bandaríska olíufélaginu Anadarko Petroleum Corp. við Mexíkóflóa. Kaupverð nemur 901 milljón dölum eða ríflega 61,5 milljarða íslenskra króna.

Hráolíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag þrátt fyrir að ákvörðun OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, um samdrátt í olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu, gekk í gildi á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er talið víst að eining sé um ákvörðunina innan aðildarríkja OPEC.

LSE og Kauphöllin í Tókýo ræða saman

Stjórn kauphallarinnar í Tókýó í Japan, einhver stærsta kauphöllin í Asíu, hefur lýst því yfir að hún eigi í samstarfsviðræðum við kauphöllina í Lundúnum (LSE). Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er meðal annars rætt um skráningu fyrirtækja í báðum kauphöllum.

Kaupþing eykur hlutafé bankans

Kaupþing banki ætlar að bjóða út nýja hluti í bankanum sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé í bankanum. Sótt verður um skráningu á nýju hlutunum, sem gefnir verða út í tengslum við útboðið, á aðallista Kauphallar Íslands og á O-lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi.

Lætur af stjórnarformennsku FME

Stefán Svavarsson lætur af stjórnarformennsku Fjármálaeftirlitsins um áramót þegar skipunartími hans rennur út.

Mælt með kaupum í Bakkavör

Greiningardeild Landsbankans mælir með kaupum á bréfum Bakkavarar og að fjárfestar yfirvogi þau í eignasafni sínu sem taki mið af íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Stjórn bíður átekta

Stjórn plastframleiðslufyrirtækisins Polimoon ASA getur ekki mælt með því að hluthafar samþykki yfirtökutilboð frá Plast Holding A/S. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í kjölfar þess að Promens, dótturfélag Atorku, lýsti því yfir að það hygðist gera yfirtökutilboð um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins.

Ákvörðun áfrýjað

Osta og smjörsalan hefur áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkepppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því 13. október síðast liðinn. Þar var kveðið á um að Osta- og smjörsalan hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í samskonar viðskiptum með undanrennuduft.

Besti fjórðungur í sögu Símans

Tap Símans á árinu nemur þremur milljörðum króna vegna gengisáhrifa á fyrri hluta ársins. Afkoman á þriðja ársfjórðungi er 250 prósentum betri en í fyrra.

Stofnfé SPH verður aukið

Eigendur stofnfjárhluta í SPH samþykktu í vikunni að auka stofnfé tæplega fimmfalt til að mæta skiptihlutföllum vegna fyrirhugaðs samruna við SPV.

Hækkunarferli talið lokið

"Eitt af því sem vekur athygli við síðustu verðbólguspá Seðlabankans er hversu hárri verðbólgu bankinn spáir á allra næstu mánuðum,“ segir greiningardeild Landsbanka Íslands og telur spá bankans of háa til skamms tíma litið. "Skammtímaspár bankans hafa verið óvenju slæmar í ár. Þannig var spáin allt of lág í mars, en allt of há í júlí,“ segir deildin í nýrri umfjöllun.

Time Warner þrefaldar gróða

Hagnaður bandaríska fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti hagnaðarins kemur frá auglýsingatekjum nethluta félagsins, American Online (AOL). Hagnaður samsteypunnar nam 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 155,8 milljarða íslenskra króna, en hann nam 853 milljónum dala eða 57,7 milljörðum króna á sama tíma fyrir ári.

Verðbólgan er næstmest hér

Verðbólga innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli í september, samanborið við 3 prósent mánuðinn á undan. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi.

Kaupþing spáir 7,4 prósenta verðbólgu

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða í október en greiningaraðilar höfðu spáð 0,4 prósentustiga hækkun milli mánaða. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent en greiningardeild Kaupþing spáir að hún muni hækka og verða 7,4 prósent í næstu mælingu.

Seðlabankinn undirbýr lántöku til styrkingar á gjaldeyrisforða

Fjármálaráðherra og bankastjórn Seðlabanka Íslands hafa undanfarna mánuði átt viðræður um styrkingu á gjaldeyrisforða bankans. Seðlabankinn hefur í umboði fjármálaráðherra falið Barclays Capital, Citigroup and Dresdner Kleinwort að hefja undirbúning að lántöku á evrumarkaði til styrkingar á gjaldeyrisforða bankans.

Hagnaður Whole Foods Market eykst

Bandaríska matvöruverslanakeðjan Whole Foods Market skilaði 319 milljóna dala hagnaði á síðasta rekstrarári, sem lauk í september. Þetta svarar til ríflega 21,6 milljarða íslenskra króna og er 39 prósenta aukning frá síðasta ári. Keðjan selur íslenskar landbúnaðarvörur í búðum sínum, þar á meðal skyr.

Óbreytt atvinnuleysi á evrusvæðinu

Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent á evrusvæðinu í september en það er óbreytt frá mánuðinum á undan, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Hagnaður Eyris rúmir 1,5 milljarðar króna

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 1,5 milljarða krónur á fyrstu mánuðum ársins. Hlutafé hefur verið aukið um 10 prósent. Í tilkynningu frá Eyri segir að fjárhagslegur styrkleiki aukist í hlutafjáraukningarinnar og innkomu nýrra fjárfesta. Nýtt hlutafé verður að fullu innborgað í lok ársins.

Landsbankinn mælir með kaupum í Bakkavör

Greiningardeild Landsbankans segir rekstur Bakkavarar hafa gengið vel á árinu og félagið vaxið umfram markaðinn. Deildin segir í nýju mati á félaginu að verðmatsgengi gefi 62,5 og verði vænt verð eftir 12 mánuði 69,4 krónur á hlut. Deildin mælir því með kaupum á bréfum í Bakkavör.

Síminn hagnast um 3 milljarða

Síminn skilaði 3.264 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við 929 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 250 prósenta aukning. Tekjur félagsins voru 6,2 milljarðar króna og jukust um 19 prósent á milli ára.

Aðhalds er enn þörf þótt verðbólguhorfur séu betri

Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða óbreyttir um sinn 14 prósent. Bankinn kynnti ákvörðun sína í gærmorgun um leið og kynnt var efnahagsrit bankans, Peningamál. Bankinn segir tímasetningu ríkisins í skattalækkunum í mars bagalega og til þess fallna að stuðla að hærra vaxtastigi.

Hluturinn í Glitni metinn á tæpa 100 milljarða.

Verðmæti hlutabréfa FL Group í Glitni eru metin á 97 milljarða króna eftir að FL jók hlut sinn í bankanum í vikunni. Nemur eignarhluturinn nú um 29 prósentum en var um tíu prósent í ársbyrjun.

Óbreyttur hagnaður Storebrands

Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um nærri 3,3 milljarða króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi og stóð hagnaður í stað á milli ára. Fyrir fyrstu níu mánuði ársins hagnaðist Storebrand um 11,7 milljarða króna fyrir skatta sem er um tíu prósenta aukning frá 2005.

Sjá næstu 50 fréttir