Viðskipti innlent

Kauphöll yfir væntingum

Úr þýsku Kauphöllinni. Hagnaður þýsku kauphallarinnar jókst um 58 prósent á milli ára.
Úr þýsku Kauphöllinni. Hagnaður þýsku kauphallarinnar jókst um 58 prósent á milli ára. Mynd/Getty Images

Þýska kauphöllin í Frankfurt skilaði 175,1 milljón evra í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári.

Afkoman er talsvert yfir væntingum greiningaraðila sem spáðu 167,3 milljóna evra hagnaði eða 14,5 milljörðum íslenskra króna.

Þá námu tekjur kauphallarinnar 432 milljónum evra, 37,5 milljörðum íslenskra króna, sem er þriggja prósenta hækkun á milli ára.

Greiningaraðilar segja hagnaðinn styrkja stöðu Deutsche Börse, sem hefur hug á að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×