Viðskipti innlent

Verðbólgan er næstmest hér

Verðbólgan hér á landi mældist 7,6 prósent í september. Þetta er næstmesta verðbólgan innan aðildarríkja OECD.
Verðbólgan hér á landi mældist 7,6 prósent í september. Þetta er næstmesta verðbólgan innan aðildarríkja OECD.

Verðbólga innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli í september, samanborið við 3 prósent mánuðinn á undan. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi.

Lækkunin er að mestu tilkomin vegna lækkunar á raforkuverði.

Ef matvöru- og raforkuverð er undanskilið mælingunni mældist verðbólga á ársgrundvelli 2,2 prósent í september innan OECD, sem er óbreytt frá mánuðinum á undan.

Mesta verðbólgan mældist sem fyrr í Tyrklandi eða 10,5 prósent. Hún var næstmest á Íslandi á tímabilinu eða 7,6 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×