Viðskipti innlent

Stofnfé SPH verður aukið

Eigendur stofnfjárhluta í SPH samþykktu í vikunni að auka stofnfé tæplega fimmfalt til að mæta skiptihlutföllum vegna fyrirhugaðs samruna við SPV.

SPH er metinn á 39 prósent af heildarstærð beggja sparisjóða.

Stofnfé í SPH er ekki nema átján milljónir króna en verður aukið um 67 milljónir króna. Hafa stofnfjáreigendurnir, sem eru þrjátíu talsins, forkaupsrétt á nýjum bréfum á genginu einum. Stofnféð verður selt á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×