Viðskipti innlent

Íslandspóstur innleiðir handtölvulausn fyrir útkeyrslur

Frá vinstri: Einar Gylfason og Davíð Guðjónsson, báðir frá handPoint, og Ólafur Tr. Þorsteinsson og Hjörtur Sigvaldason frá Íslandspósti.
Frá vinstri: Einar Gylfason og Davíð Guðjónsson, báðir frá handPoint, og Ólafur Tr. Þorsteinsson og Hjörtur Sigvaldason frá Íslandspósti.

Íslandspóstur og handPoint ehf. hafa samið um innleiðingu allt að 40 greiðsluhandtölva sem verða meðal annars notaðar við útkeyrslu- og afhendingu pakka sem er dreift af Íslandspósti.

Lausnin byggir á því að í greiðsluhandtölvu af gerðinni XPDA-S er settur handtölvuferill sem tekur á öllu afhendingarferli Íslandspósts, frá því að pakki er skannaður inn í bíl og þar til greiðsla fyrir afhendingu hans er móttekin. Bílstjóri velur ákveðinn útkeyrslurúnt og síðan eru pakkarnir skannaðir inn í bílinn.

Þegar pakki er svo afhentur er hann skannaður út af bílstjóra.

Þetta tryggir að réttir pakkar eru hjá viðtakenda þegar afhending fer fram, viðtakandi kvittar fyrir móttöku á handtölvuna og greiðsla getur farið fram þegar í stað, enda getur handtölvan tekið á móti debet- og kreditkortagreiðslum og prentað út kvittun á staðnum.

Einfalt er að forgangsraða sendingum þannig að þær eru sérstaklega merktar og þá er auðvelt að auðkenna hvort um venjulega sendingu, hraðsendingu eða póstkröfu sé að ræða. Allt ferlið tryggir skilvirkari og hraðari afhendingu, fækkar röngum afhendingum og flýtir afgreiðslu til muna.

Greiðsluhandtölvan hefur segulkortalesara fyrir greiðslukort, innbyggðan prentara og snertiskjá og byggir handtölvan á lausn sem handPoint hefur þegar þróað og innleitt hjá flugfélögum, veitingastöðum og fleiri fyrirtækjum hérlendis og erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×