Fleiri fréttir

Greiðsluafkoma ríkissjóðs batnar

Greiðsluafkoma ríkissjóðs hefur batnað frá síðasta ári. Handbært fé ríkissjóðs frá rekstri á fyrstu níu mánuðum ársins nam 43,9 milljörðum króna sem er 29,3 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Að undanskildum tekjum ríkissjóðs vegna sölunnar á Landssímanum hf. hækkuðu tekjurnar um 28,6 milljarða krónur á milli ára. Gjöld ríkissjóðs stóðu hins vegar í stað á milli ára.

Samdráttur hjá BMW

Sala á bílum frá þýsku bílasmiðunum hjá BMW dróst saman um 5,5 prósenta á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Á meðal þeirra bíla sem BMW framleiðir eru bílar undir eigin merkjum, Mini og eðalvagnarnir Rolls-Royce.

Eimskip kaupir PTI

Eimskip gekk í gær frá kaupum á bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. sem sérhæft er í flutningum á frosnum fiski frá Alaska. Ársvelta félagsins er um fimm til sex milljónir bandaríkjadala á ári eða um 340 til 408 milljónir íslenskra króna. EBITDA er í kringum 350 til 400 þúsund bandaríkjadala eða 24 til 27 milljónir króna. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé.

Stóðust próf FME

Regluvarsla hjá bæði Marel og Atlantic Petroleum er almennt í lagi samkvæmt reglubundinni úttekt Fjármálaeftirlitsins á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherhja.

Exista byrjar vel

Afkoma Existu var nokkuð fyrir ofan spár Glitnis og Landsbankans fyrir þriðja ársfjórðung en félagið skilaði þá 27,6 milljarða hagnaði. Þar sem Exista tapaði peningum á fyrri hluta ársins nemur hagnaður fyrirtækisins 24,3 milljörðum fyrir árið í heild.

Leiðirnar liggja saman á marga vegu

Í sumar keypti Straumur-Burðarás 51 prósents hlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Nick Barton, einn stofnenda félagsins, og spurði hann út í samstarf fyrirtækjanna.

Hagnaður Exista yfir væntingum

Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 27,6 milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 24,3 milljörðum króna. Þetta er talsvert meira en greiningardeildir þriggja stærstu viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir.

Góður hagnaður hjá asískum bílaframleiðendum

Bílaframleiðendur í Asíu skiluðu flestir góðum hagnaði á fyrri hluta ársins og búast við methagnaði á árinu. Helsta ástæðan er aukinn útflutningur á bílum til Evrópu og Indlands á tímabilinu.

FME segir regluvörslu í góðu horfi

Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöllina, Marel hf. og Atlantic Petroleum. Niðurstaða FME er sú að regluvarsla hjá fyrirtækjunum sé almennt í góðu horfi.

Olíuverð lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hefðu ákveðið að draga úr olíuframleiðslu frá og með deginum í dag til að sporna gegn frekari verðlækkunum á olíu.

Windows Vista krefst öflugri tölva

Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja.

Hagnaður Time Warner næstum þrefaldast

Hagnaður bandarísku fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti tekna samsteypunnar eru komnar til vegna aukinna auglýsingatekna frá nethluta félagsins, American Online (AOL).

Spá hækkandi íbúðaverði

Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár.

Lego annar ekki eftirspurn

Danski leikfangaframleiðandinn Lego á í mestu erfiðleikum með að anna eftirspurn vegna niðurskurðar hjá fyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins segir flestar vörur Lego uppseldar og geti fyrirtækið ekki sinnt jólasölu með góðu móti. Búist er við að Lego verði af háum fjárhæðum vegna þessa.

Eimskip kaupir fyrirtæki í Bandaríkjunum

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. (PTI) frá og með deginum í dag. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé.

MP sækir fram í Austur-Evrópu

MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi.

Grettir kaupir áfram í Avion

Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion.

Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa

Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð. „Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Kreditkort lækkar gjöld á seljendur

Kreditkort hf. hefur lækkað ábyrgðar- og þjónustugjöld vegna Mastercard kreditkorta úr 2,5 prósentum í 2,2 prósent. Þóknun þessi er háð veltu og getur því lækkað eftir því sem velta seljenda er meiri. Lægst getur hún farið í eitt prósent.

Ýsan sjaldan dýrari

Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum.

Áhætta fylgir frekari stóriðjuframkvæmdum

Talsverð áhætta fylgir því að fara í frekari stóriðjuframkvæmdir áður en hagkerfið hefur náð að jafna sig eftir yfirstandandi framkvæmdir, eins og bent er á í nýrri Haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands.

Aldrei meiri væntingar

Neytendur hafa aldrei haft meiri væntingar til efnahags- og atvinnuástandsins en nú. Að minnsta kosti ekki ef marka má væntingavísitölu Gallup sem aldrei hefur mælst hærri, ef leiðrétt er fyrir árstíðarsveiflu.

Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti

Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna.

Sjá næstu 50 fréttir