Viðskipti innlent

Stjórn bíður átekta

Ragnhildur er forstjóri Promens.
Ragnhildur er forstjóri Promens.

Stjórn plastframleiðslufyrirtækisins Polimoon ASA getur ekki mælt með því að hluthafar samþykki yfirtökutilboð frá Plast Holding A/S. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í kjölfar þess að Promens, dótturfélag Atorku, lýsti því yfir að það hygðist gera yfirtökutilboð um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins.

Tilboðið frá Plast Holding A/S hljóðar upp á 27,50 norskar krónur á hlut og er því töluvert lægra en tilboð Promens upp á 32,50 norskar krónur á hlut, sem jafngildir heildarvirði hlutafjár Polimoon upp á 1.279 milljónir norskra króna, um 13,34 milljarða íslenskra króna.

Tilboð Promens er háð því skilyrði að náist að afla nægjanlegs fjármagns, annars vegar með sambankaláni sem Landsbankinn mun veita forystu að afla, og hins vegar með öflun á nýju hlutafé sem Atorka og Landsbankinn munu leiða. Þrátt fyrir að ákveðin óvissa ríki um hvort Promens muni leggja fram formlegt tilboð, en Plast Holding hafi þegar tryggt sína fjármögnun og klárað áreiðanleikakönnun, eru stjórnarmenn fyrirtækisins ekki tilbúnir til að ráðleggja hluthöfum að selja Plast Holding A/S sinn hlut að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×