Viðskipti innlent

Lætur af stjórnarformennsku FME

Stefán er nýráðinn aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands.
Stefán er nýráðinn aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands.

Stefán Svavarsson lætur af stjórnarformennsku Fjármálaeftirlitsins um áramót þegar skipunartími hans rennur út.

Stefán segist hafa verið búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkru síðan, enda búinn að vera í stjórn eftirlitsins síðustu sex ár. Hann segir hins vegar hafa tryggt algjörlega brotthvarf hans úr stjórninni að hafa nýverið verið ráðinn aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

„Stjórnin þar er skipuð þremur mönnum og þremur varamönnum. Ég er skipaður af ráðherra og svo skipar Seðlabankinn einn,“ segir Stefán og bætir við að augljóst sé að ekki gengi að Seðlabankinn fengi með þessum hætti meirihluta í stjórn Fjármálaeftirlitsins.

„Ég klára minar skyldur hjá Fjármálaeftirlitinu á ársfundi þess í næstu viku, mæti og held smátölu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×