Viðskipti innlent

Besti fjórðungur í sögu Símans

Síminn með methagnað á 3. ársfjórðungi Forsvarsmenn Símans, Brynjólfur Bjarnason og Lýður Guðmundsson, á fundi hjá Existu í gærmorgun.
Síminn með methagnað á 3. ársfjórðungi Forsvarsmenn Símans, Brynjólfur Bjarnason og Lýður Guðmundsson, á fundi hjá Existu í gærmorgun. MYND/GVA

Tap Símans á árinu nemur þremur milljörðum króna vegna gengisáhrifa á fyrri hluta ársins. Afkoman á þriðja ársfjórðungi er 250 prósentum betri en í fyrra.

Síminn skilaði 3.264 milljónum króna í hús á þriðja ársfjórðungi og er þetta mesti hagnaður í sögu félagsins á einum fjórðungi. Til samanburðar var afkoma Símans 929 milljónir króna á sama tíma árið 2005. Afkoman batnar því um 250 prósent á milli ára.

Fyrir árið í heild nemur tap Símans 3,1 milljarði króna sem er stafar fyrst og fremst af lækkun á gengi krónunnar á fyrri hluta ársins og áhrifum hennar á erlendar skuldir félagsins.

Þótt styrking krónu hafi haft jákvæð áhrif á rekstur þriðja ársfjórðungs sjást þess merki að grunnrekstur sé einnig að bæta afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður að viðbættum afskriftum var 1.439 milljónir króna og hækkaði um nærri helming á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) jókst um tíu prósent á milli ára og 3.264 milljónir króna.

Tekjur Símans voru 6,2 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og jukust um nítján prósent á milli ára.

Stærsti eigandi Símans er Exista með 43,6 prósenta hlut. Sú eign samsvarar 3,5 prósentum af heildareignum Existu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×