Stóri Brandur næsta máltíð 8. nóvember 2006 00:01 Sá leiði fylgikvilli fylgir því þegar maður tekur vel til matar síns af góðum mat að þá verður maður saddur. Það er leiðinlegt. Kosturinn við fjárfestingar og hagnað af þeim er hins vegar sá að maður verður aldrei saddur. Svona svipað því að vera grænmetisæta. Nú er OMX framundan og það ætti að opna ýmsa möguleika fyrir okkur spákaupmenn. Fyrst og fremst mun það væntanlega dýpka markaðinn þegar fleiri fjárfestar koma að borðinu. Kaupþing er auðvitað þegar byrjað að undirbúa þessa breytingu og mun væntanlega ná sér í fimmtíu til sextíu milljarða af nýju hlutafé á næstunni. Það gefur þeim möguleika eitt og sér til að auka eignir bankans um fimm til sex hundruð milljarða. Það verður væntanlega nýtt ef ég þekki Kaupþingsliðið rétt. Kosturinn við okkur hér er að við vitum að það eina sem kemur út úr því að geyma peninga undir koddanum er að maður fær hálsríg og sefur illa. Nú er auðvitað spurningin hvert verður stefnt. Ég veðja á að fyrsta verkefnið á næsta ári verði Storebrand í Noregi. Ég byrjaði strax að kaupa í þeim þegar Kaupþing fór af stað. Þeir munu eflaust flagga yfir tíu prósent fljótlega. Svo mun Exista elta og markmiðið er sennilega að Exista taki yfir tryggingareksturinn og Kaupþing bankahlutann. Svo fara þeir í Sampo í Finnlandi sem er sama steik, bara miklu stærri. Trikkið við þetta allt saman sem er náttúrlega alveg bjútifúl er að vera inni á topp fjörutíu á OMX, komnir með erlenda stofnanafjárfesta um borð. Hvaða máli skiptir það? kann einhver Ömminn að spyrja. Jú. Þegar svo verður komið eru hlutabréfin í Kaupþingi orðin fullgild skiptimynt. Þá borga menn fyrir hinn Sampó hinn stóra með peningum að einhverju leyti og svo láta þeir hlutabréf í sjálfum sér fyrir hluta. Þá spillir ekki fyrir þeim að eiga vini í hluthafahópnum. Auk mín og nokkurra kollega minnar er þarna Róbert Tchenguis með stóran hlut sem Kaupthing fékk hann til að kaupa. Tchenguis þessi á svo marga pöbba í London að enginn sem þangað kemur kemst hjá því að styrkja hann pínulítið ef lifrarstarfsemin er á annað borð í lagi. Maður hefur séð þetta allt áður hjá Kaupþingi og Bakkabræðrum. Ég græddi vel á að kaupa í J.P Nordiska, Singer og Friedlander og Geest á sínum tíma. Ég mun líka græða á Stóra Brandi og Sampó hinum finnska. Ég reyndar græði eiginlega á öllu sem ég geri, en það er önnur og miklu skemmtilegri saga. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sá leiði fylgikvilli fylgir því þegar maður tekur vel til matar síns af góðum mat að þá verður maður saddur. Það er leiðinlegt. Kosturinn við fjárfestingar og hagnað af þeim er hins vegar sá að maður verður aldrei saddur. Svona svipað því að vera grænmetisæta. Nú er OMX framundan og það ætti að opna ýmsa möguleika fyrir okkur spákaupmenn. Fyrst og fremst mun það væntanlega dýpka markaðinn þegar fleiri fjárfestar koma að borðinu. Kaupþing er auðvitað þegar byrjað að undirbúa þessa breytingu og mun væntanlega ná sér í fimmtíu til sextíu milljarða af nýju hlutafé á næstunni. Það gefur þeim möguleika eitt og sér til að auka eignir bankans um fimm til sex hundruð milljarða. Það verður væntanlega nýtt ef ég þekki Kaupþingsliðið rétt. Kosturinn við okkur hér er að við vitum að það eina sem kemur út úr því að geyma peninga undir koddanum er að maður fær hálsríg og sefur illa. Nú er auðvitað spurningin hvert verður stefnt. Ég veðja á að fyrsta verkefnið á næsta ári verði Storebrand í Noregi. Ég byrjaði strax að kaupa í þeim þegar Kaupþing fór af stað. Þeir munu eflaust flagga yfir tíu prósent fljótlega. Svo mun Exista elta og markmiðið er sennilega að Exista taki yfir tryggingareksturinn og Kaupþing bankahlutann. Svo fara þeir í Sampo í Finnlandi sem er sama steik, bara miklu stærri. Trikkið við þetta allt saman sem er náttúrlega alveg bjútifúl er að vera inni á topp fjörutíu á OMX, komnir með erlenda stofnanafjárfesta um borð. Hvaða máli skiptir það? kann einhver Ömminn að spyrja. Jú. Þegar svo verður komið eru hlutabréfin í Kaupþingi orðin fullgild skiptimynt. Þá borga menn fyrir hinn Sampó hinn stóra með peningum að einhverju leyti og svo láta þeir hlutabréf í sjálfum sér fyrir hluta. Þá spillir ekki fyrir þeim að eiga vini í hluthafahópnum. Auk mín og nokkurra kollega minnar er þarna Róbert Tchenguis með stóran hlut sem Kaupthing fékk hann til að kaupa. Tchenguis þessi á svo marga pöbba í London að enginn sem þangað kemur kemst hjá því að styrkja hann pínulítið ef lifrarstarfsemin er á annað borð í lagi. Maður hefur séð þetta allt áður hjá Kaupþingi og Bakkabræðrum. Ég græddi vel á að kaupa í J.P Nordiska, Singer og Friedlander og Geest á sínum tíma. Ég mun líka græða á Stóra Brandi og Sampó hinum finnska. Ég reyndar græði eiginlega á öllu sem ég geri, en það er önnur og miklu skemmtilegri saga. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira