Viðskipti innlent

Símakostnaður lækkaður með netsíma

Netsími Vodafone
Netsími Vodafone

Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem nefnist Netsíminn. Þjónustan er sögð geta stórlækkað símakostnað fólks.

Með Netsímanum er hringt úr nettengdri tölvu og hægt að hringja ókeypis í alla heimasíma, auk þess sem fólk í útlöndum getur hringt í netsíma hér án tilkostnaðar. „Þá er allt að því 40 prósentum ódýrara að hringja úr Netsímanum til útlanda," segir Vodafone. Eins munu notendur Netsímans ávallt hringja á innanlandstaxta þegar hringt er í farsíma, óháð því hvar þeir eru staddir í heiminum.

Fyrirtækið rukkar 990 krónur á mánuði fyrir netsíma-áskrift, en viðskiptavinum Og1 býðst þjónustan á 190 krónur á mánuði. Netsímanum er úthlutað sérstakt númer sem byrjar á 490, en hugbúnað fyrir Netsímann má sækja á vodafone.is. „Þegar búið er að hlaða hugbúnaðinum í tölvuna birtist Netsíminn á skjá tölvunnar. Viðskiptavinur þarf einnig sérstök heyrnartól eða símtæki sem er ætlað fyrir netsíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×